Vill annað tækifæri: „Ég er góður maður, ég fer í kirkju“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. ágúst 2022 08:00 Gruden segir að sér hafi verið hent undir rútuna. Ethan Miller/Getty Images Jon Gruden, fyrrum þjálfari Las Vegas Raiders í NFL-deildinni vestanhafs, hefur opnað sig um brottrekstarsök sína hjá liðinu síðasta haust. Hann vill annað tækifæri. Hinn 59 ára gamli Gruden sagði af sér í október í fyrra eftir að tölvupóstar frá honum láku á netið. Wall Street Journal birti póstana sem innihéldu rasíska, hómófóbíska og kvenfyrirlitningarlega orðræðu. Mánuði eftir afsögnina lögsótti hann NFL-deildina, þar sem honum fannst deildin refsa sér, og aðeins sér í því sem hann kallaði „mannorðsmorð í sóvéskum stíl“. Í lögsókninni er því haldið fram að NFL hafi borist tölvupóstarnir í júní 2021 í kjölfar rannsóknar á Washington Commanders (áður Washington Redskins), en bróðir Jons, Jay Gruden, var yfirþjálfari hjá Washington frá 2014 til 2019. Enn fremur er því haldið fram að 650 þúsund tölvupóstum hafi verið safnað saman í rannsókninni en aðeins tölvupóstar Grudens hafi verið gerðir opinberir. Í maí á þessu ári dæmdi dómari í Nevada-fylki Gruden í vil, sem opnar á möguleikann á dómsmáli. „Ég skammast mín fyrir það sem kom fram í þessum tölvupóstum, og ég mun ekkert afsaka það,“ sagði Gruden á þriðjudag. „Það er skammarlegt. En ég er góður maður, ég trúi því. Ég fer í kirkju. Ég hef verið giftur í 31 ár. Ég á þrjá frábæra litla stráka. Ég elska enn fótbolta. Ég hef gert einhver mistök en ég held að enginn hér hafi ekki gert nein slík. Og ég vil bara biðjast fyrirgefningar og vonandi fær ég annað tækifæri,“ Ræðuna hélt Gruden á opnum fundi hjá liðinu Little Rock Touchdown Club og hlaut lófatak fyrir. Hann skrifaði undir tíu ára samning við Raiders liðið árið 2018, sem var virði 100 milljón dollara. Hann vann Ofurskálina sem þjálfari Tampa Bay Buccaneers árið 2002. NFL Bandaríkin Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira
Hinn 59 ára gamli Gruden sagði af sér í október í fyrra eftir að tölvupóstar frá honum láku á netið. Wall Street Journal birti póstana sem innihéldu rasíska, hómófóbíska og kvenfyrirlitningarlega orðræðu. Mánuði eftir afsögnina lögsótti hann NFL-deildina, þar sem honum fannst deildin refsa sér, og aðeins sér í því sem hann kallaði „mannorðsmorð í sóvéskum stíl“. Í lögsókninni er því haldið fram að NFL hafi borist tölvupóstarnir í júní 2021 í kjölfar rannsóknar á Washington Commanders (áður Washington Redskins), en bróðir Jons, Jay Gruden, var yfirþjálfari hjá Washington frá 2014 til 2019. Enn fremur er því haldið fram að 650 þúsund tölvupóstum hafi verið safnað saman í rannsókninni en aðeins tölvupóstar Grudens hafi verið gerðir opinberir. Í maí á þessu ári dæmdi dómari í Nevada-fylki Gruden í vil, sem opnar á möguleikann á dómsmáli. „Ég skammast mín fyrir það sem kom fram í þessum tölvupóstum, og ég mun ekkert afsaka það,“ sagði Gruden á þriðjudag. „Það er skammarlegt. En ég er góður maður, ég trúi því. Ég fer í kirkju. Ég hef verið giftur í 31 ár. Ég á þrjá frábæra litla stráka. Ég elska enn fótbolta. Ég hef gert einhver mistök en ég held að enginn hér hafi ekki gert nein slík. Og ég vil bara biðjast fyrirgefningar og vonandi fær ég annað tækifæri,“ Ræðuna hélt Gruden á opnum fundi hjá liðinu Little Rock Touchdown Club og hlaut lófatak fyrir. Hann skrifaði undir tíu ára samning við Raiders liðið árið 2018, sem var virði 100 milljón dollara. Hann vann Ofurskálina sem þjálfari Tampa Bay Buccaneers árið 2002.
NFL Bandaríkin Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Fótbolti Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Fótbolti Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Sport Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Bein útsending: Arnar situr fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Sjá meira