Stelpurnar okkar beint á HM eða í flókið umspil sem teygir sig til Nýja-Sjálands Sindri Sverrisson skrifar 1. september 2022 08:01 Dagný Brynjarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir glaðbeittar á EM í sumar. Þær ætla sér að komast á HM í fyrsta sinn. Getty/Joe Prior Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei komist á HM en það gæti breyst strax næsta þriðjudagskvöld. Ef liðið nær ekki HM-sæti það kvöld bíður þess önnur leið sem gæti orðið hreint ævintýralega löng og flókin, og falið í sér umspilsleiki hinu megin á hnettinum í febrúar. Stelpurnar okkar hafa fjórum sinnum komist í lokakeppni EM og lengst náð í 8-liða úrslit en draumurinn um HM hefur ekki enn ræst. Ef Ísland vinnur hins vegar Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli annað kvöld, og nær að minnsta kosti jafntefli við Holland í Utrecht á þriðjudag, rætist draumurinn og Íslendingar fagna sæti á sjálfu heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Ef það gengur hins vegar ekki upp tekur við alveg furðulega flókið umspil, þar sem Ísland gæti mögulega þurft að sigrast á samtals fjórum andstæðingum eða mögulega bara þurft að vinna einn leik. Staðan í riðli Íslands: Ísland er í 2. sæti síns riðils en á eftir tvo leiki á meðan að Holland, sem gerði jafntefli í báðum leikjum sínum við Tékkland, á aðeins eftir heimaleikinn við Ísland næsta þriðjudag. Efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil.ksi.is Ef að Ísland tapar gegn Hollandi endar íslenska liðið í 2. sæti síns riðils og fer í umspil um sæti á HM. Þó að umspilið sé flókið er það tilraunarinnar virði að reyna að útskýra það hér, og af hverju Íslendingar ættu til dæmis að vonast til þess að Belgía vinni ekki Noreg og að Austurríki vinni ekki England, nú um helgina. Umspilið um sæti á HM: Liðin níu sem enda í 2. sæti síns riðils fara í umspil sem skiptist í þrjá hluta. Þau þrjú lið sem ná flestum stigum í sínum riðli (leikir gegn liði í 6. sæti riðils teljast ekki með) fara beint í seinni hluta Evrópuumspilsins. Ísland á fína möguleika á að ná því endi liðið í 2. sæti. Hin sex liðin fara í fyrri hlutann, þar sem leikin verða þrjú einvígi 6. október. Um er að ræða eins leiks einvígi og er dregið um hvaða lið verða á heimavelli. Fyrir seinni hluta umspilsins er dregið í þrjú einvígi, og geta liðin þrjú sem fóru beint í seinni hlutann ekki dregist hvert gegn öðru. Dregið er um hvaða lið verða á heimavelli og fara leikirnir fram 11. október. Tvö liðanna sem vinna í seinni hluta Evrópuumspilsins komast beint á HM en þriðja liðið fer í aukaumspil í Nýja-Sjálandi 17.-23. febrúar. Það verður það lið sem fær fæst stig samtals úr riðlakeppninni og seinni hluta umspilsins. Í aukaumspilinu í Nýja-Sjálandi leikur því ein Evrópuþjóð ásamt samtals níu landsliðum úr öðrum heimsálfum, þar sem leikið verður í þremur aðskildum keppnum um síðustu þrjú sætin á HM, með undanúrslitum og úrslitaleik í hverri keppni. Lið geta því þurft að vinna tvo leiki í aukaumspilinu til að komast á HM. Ef að Ísland endar í 2. sæti og kemst ekki beint á HM skiptir því afar miklu máli hve mörgum stigum liðið safnaði í riðlakeppninni. Jafnvel hve mörg mörk liðið skoraði. Ísland og Holland berjast um að komast beint á HM og sleppa við flókið umspil.vísir/Hulda Margrét Sigur gegn Hvíta-Rússlandi og tap gegn Hollandi gæti þannig dugað Íslandi til að komast beint í seinni hluta umspilsins, og jafnvel dugað til að sleppa við hættuna á aukaumspilinu í Nýja-Sjálandi. Staða Íslands í samanburði við liðin í 2. sæti hinna riðlanna er góð eins og sjá má hér að neðan. Staðan hjá liðunum sem eru í 2. sæti síns riðils, fyrir lokaleikina í riðlakeppninni. Liðin þrjú með bestan árangur komast beint í seinni umferð Evrópuumspilsins.Wikipedia Með sigri gegn Hvíta-Rússlandi næði Ísland að vera með 18 stig sem telja (Í sex liða riðlunum telja ekki úrslit gegn neðsta liðinu) og það yrði betra en hjá 2. sætinu í flestum hinna riðlanna. Þó er líklegt að liðið í 2. sæti G-riðils endi með betri árangur. Einnig gæti liðið í 2. sæti F-riðils endað með betri árangur en 18 gild stig, tapi Noregur gegn Belgíu á morgun, og ef Austurríki vinnur England á laugardag getur liðið í D-riðli einnig endað með meira en 18 stig. Lið í hinum fimm riðlunum eiga óraunhæfa eða enga möguleika á að enda með betri árangur en Ísland í 2. sæti. Einfaldast og best væri þó að Ísland ynni einfaldlega sinn riðil, með því að ná í að minnsta kosti fjögur stig úr leikjunum við Hvíta-Rússland og Holland á næstu dögum. Annars bíður liðsins Krísuvíkurleiðin inn á fyrsta 32 liða heimsmeistaramótið í sögu knattspyrnu kvenna. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Stelpurnar okkar hafa fjórum sinnum komist í lokakeppni EM og lengst náð í 8-liða úrslit en draumurinn um HM hefur ekki enn ræst. Ef Ísland vinnur hins vegar Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli annað kvöld, og nær að minnsta kosti jafntefli við Holland í Utrecht á þriðjudag, rætist draumurinn og Íslendingar fagna sæti á sjálfu heimsmeistaramótinu sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi næsta sumar. Ef það gengur hins vegar ekki upp tekur við alveg furðulega flókið umspil, þar sem Ísland gæti mögulega þurft að sigrast á samtals fjórum andstæðingum eða mögulega bara þurft að vinna einn leik. Staðan í riðli Íslands: Ísland er í 2. sæti síns riðils en á eftir tvo leiki á meðan að Holland, sem gerði jafntefli í báðum leikjum sínum við Tékkland, á aðeins eftir heimaleikinn við Ísland næsta þriðjudag. Efsta liðið kemst beint á HM en liðið í 2. sæti fer í umspil.ksi.is Ef að Ísland tapar gegn Hollandi endar íslenska liðið í 2. sæti síns riðils og fer í umspil um sæti á HM. Þó að umspilið sé flókið er það tilraunarinnar virði að reyna að útskýra það hér, og af hverju Íslendingar ættu til dæmis að vonast til þess að Belgía vinni ekki Noreg og að Austurríki vinni ekki England, nú um helgina. Umspilið um sæti á HM: Liðin níu sem enda í 2. sæti síns riðils fara í umspil sem skiptist í þrjá hluta. Þau þrjú lið sem ná flestum stigum í sínum riðli (leikir gegn liði í 6. sæti riðils teljast ekki með) fara beint í seinni hluta Evrópuumspilsins. Ísland á fína möguleika á að ná því endi liðið í 2. sæti. Hin sex liðin fara í fyrri hlutann, þar sem leikin verða þrjú einvígi 6. október. Um er að ræða eins leiks einvígi og er dregið um hvaða lið verða á heimavelli. Fyrir seinni hluta umspilsins er dregið í þrjú einvígi, og geta liðin þrjú sem fóru beint í seinni hlutann ekki dregist hvert gegn öðru. Dregið er um hvaða lið verða á heimavelli og fara leikirnir fram 11. október. Tvö liðanna sem vinna í seinni hluta Evrópuumspilsins komast beint á HM en þriðja liðið fer í aukaumspil í Nýja-Sjálandi 17.-23. febrúar. Það verður það lið sem fær fæst stig samtals úr riðlakeppninni og seinni hluta umspilsins. Í aukaumspilinu í Nýja-Sjálandi leikur því ein Evrópuþjóð ásamt samtals níu landsliðum úr öðrum heimsálfum, þar sem leikið verður í þremur aðskildum keppnum um síðustu þrjú sætin á HM, með undanúrslitum og úrslitaleik í hverri keppni. Lið geta því þurft að vinna tvo leiki í aukaumspilinu til að komast á HM. Ef að Ísland endar í 2. sæti og kemst ekki beint á HM skiptir því afar miklu máli hve mörgum stigum liðið safnaði í riðlakeppninni. Jafnvel hve mörg mörk liðið skoraði. Ísland og Holland berjast um að komast beint á HM og sleppa við flókið umspil.vísir/Hulda Margrét Sigur gegn Hvíta-Rússlandi og tap gegn Hollandi gæti þannig dugað Íslandi til að komast beint í seinni hluta umspilsins, og jafnvel dugað til að sleppa við hættuna á aukaumspilinu í Nýja-Sjálandi. Staða Íslands í samanburði við liðin í 2. sæti hinna riðlanna er góð eins og sjá má hér að neðan. Staðan hjá liðunum sem eru í 2. sæti síns riðils, fyrir lokaleikina í riðlakeppninni. Liðin þrjú með bestan árangur komast beint í seinni umferð Evrópuumspilsins.Wikipedia Með sigri gegn Hvíta-Rússlandi næði Ísland að vera með 18 stig sem telja (Í sex liða riðlunum telja ekki úrslit gegn neðsta liðinu) og það yrði betra en hjá 2. sætinu í flestum hinna riðlanna. Þó er líklegt að liðið í 2. sæti G-riðils endi með betri árangur. Einnig gæti liðið í 2. sæti F-riðils endað með betri árangur en 18 gild stig, tapi Noregur gegn Belgíu á morgun, og ef Austurríki vinnur England á laugardag getur liðið í D-riðli einnig endað með meira en 18 stig. Lið í hinum fimm riðlunum eiga óraunhæfa eða enga möguleika á að enda með betri árangur en Ísland í 2. sæti. Einfaldast og best væri þó að Ísland ynni einfaldlega sinn riðil, með því að ná í að minnsta kosti fjögur stig úr leikjunum við Hvíta-Rússland og Holland á næstu dögum. Annars bíður liðsins Krísuvíkurleiðin inn á fyrsta 32 liða heimsmeistaramótið í sögu knattspyrnu kvenna.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Fleiri fréttir Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Sjáðu mörkin úr öruggum Evrópusigrum United og Spurs Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Juventus-parið hætt saman Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ „Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Þetta var hið fullkomna kvöld“ „Þetta er ekki búið“ Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Mark undir lok leiks gefur Norðmönnum von Albert byrjaði í naumu tapi í Andalúsíu Chelsea með annan fótinn í úrslit Jóhann Berg skoraði í mikilvægum endurkomu sigri Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjá meira
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Handbolti