„Við erum allar mjög góðar fyrirmyndir“ Stefán Árni Pálsson skrifar 31. ágúst 2022 11:31 Hópurinn í heild sinni. Raunveruleikaþættirnir LXS hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en í þáttunum er fylgst með lífi vinsælustu samfélagsmiðlastjarna landsins. Þær Birgitta Líf, Ástrós Trausta, Magnea Björg, Sunneva Einars og Ína María mynda þennan umtalaða vinkonuhóp sem fylgst er með í þáttunum. Sindri Sindrason hitti þessar flottu konur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að kynnast hópnum fyrir komandi þætti í seríunni en þættirnir LXS eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. „Þetta byrjaði allt með að Birgitta Líf fékk skilaboð á Instagram og var hún spurð út í það hvort við værum tilbúnar í þetta verkefni,“ segir Sunneva Einarsdóttir en þær voru ekki alveg tilbúnar að segja áhorfendum frá því fyrir hvað LXS stæði fyrir. Sunneva er með flesta fylgjendur á Instagram eða um 57 þúsund. Hópurinn fær oft á tíðum yfir sig heldur ósmekklegar athugasemdir á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Eir Einarsdóttir 🦋 (@sunnevaeinarss) Þær segjast allar ekkert lesa athugasemdirnar, allar nema Magnea Björg. „Ég hugsa bara hvað skildi vera fara í gegnum hausinn á fólki sem er að commenta undir grein á Facebook,“ segir Magnea. „Því fleiri comment, því lengra fer fréttin og þannig að endilega commentið eins og þið viljið,“ segir Ástrós og horfir ákveðin inn í myndavélina. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) Sindri spurði þær hvort það yrði eitthvað drama í seríunni. „Það verður eitthvað drama en við stöndum hér allar hlið við hlið í dag og erum ennþá vinkonur,“ segir Sunneva sem var spurð hver væri mesta dramadrottningin. „Hún er þarna á endanum,“ segir Sunneva og benti á Birgittu Líf. „Ha? Er ég mesta dramadrottningin? Nú verður drama,“ segir Birgitta og hlær. „Ég skal alveg segja að ég er alveg mesta frekjan og ef það er að vera dramadrottning, þá bara já.“ Stundum er umræða um að þessar konur séu ekki góðar fyrirmyndir. Þá tekur Birgitta Líf boltann. „Ég get heilshugar sagt að við erum allar mjög góðar fyrirmyndir. Við erum ótrúlega heilbrigðar og erum að gera ótrúlega flotta hluti. Við erum sjálfstæðar með gott sjálfstraust og ég myndi vilja að dætur mínar í framtíðinni myndu horfa á okkur,“ segir Birgitta Líf. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag LXS Samfélagsmiðlar Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira
Þær Birgitta Líf, Ástrós Trausta, Magnea Björg, Sunneva Einars og Ína María mynda þennan umtalaða vinkonuhóp sem fylgst er með í þáttunum. Sindri Sindrason hitti þessar flottu konur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi og fékk að kynnast hópnum fyrir komandi þætti í seríunni en þættirnir LXS eru á dagskrá Stöðvar 2 á miðvikudagskvöldum. „Þetta byrjaði allt með að Birgitta Líf fékk skilaboð á Instagram og var hún spurð út í það hvort við værum tilbúnar í þetta verkefni,“ segir Sunneva Einarsdóttir en þær voru ekki alveg tilbúnar að segja áhorfendum frá því fyrir hvað LXS stæði fyrir. Sunneva er með flesta fylgjendur á Instagram eða um 57 þúsund. Hópurinn fær oft á tíðum yfir sig heldur ósmekklegar athugasemdir á samfélagsmiðlum. View this post on Instagram A post shared by Sunneva Eir Einarsdóttir 🦋 (@sunnevaeinarss) Þær segjast allar ekkert lesa athugasemdirnar, allar nema Magnea Björg. „Ég hugsa bara hvað skildi vera fara í gegnum hausinn á fólki sem er að commenta undir grein á Facebook,“ segir Magnea. „Því fleiri comment, því lengra fer fréttin og þannig að endilega commentið eins og þið viljið,“ segir Ástrós og horfir ákveðin inn í myndavélina. View this post on Instagram A post shared by Birgitta Líf Björnsdóttir (@birgittalif) Sindri spurði þær hvort það yrði eitthvað drama í seríunni. „Það verður eitthvað drama en við stöndum hér allar hlið við hlið í dag og erum ennþá vinkonur,“ segir Sunneva sem var spurð hver væri mesta dramadrottningin. „Hún er þarna á endanum,“ segir Sunneva og benti á Birgittu Líf. „Ha? Er ég mesta dramadrottningin? Nú verður drama,“ segir Birgitta og hlær. „Ég skal alveg segja að ég er alveg mesta frekjan og ef það er að vera dramadrottning, þá bara já.“ Stundum er umræða um að þessar konur séu ekki góðar fyrirmyndir. Þá tekur Birgitta Líf boltann. „Ég get heilshugar sagt að við erum allar mjög góðar fyrirmyndir. Við erum ótrúlega heilbrigðar og erum að gera ótrúlega flotta hluti. Við erum sjálfstæðar með gott sjálfstraust og ég myndi vilja að dætur mínar í framtíðinni myndu horfa á okkur,“ segir Birgitta Líf. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag LXS Samfélagsmiðlar Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Sjá meira