Ástæðulaust að fara með augljósa neyðarvörn fyrir dómstóla Sunna Sæmundsdóttir skrifar 31. ágúst 2022 13:14 Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari. Vísir/Vilhelm Ástæðulaust er að fara með mál fyrir dómstóla ef augljóst þykir að neyðarvörn hafi verið beitt, segir fyrrverandi hæstaréttardómari. Maðurinn sem varð fyrir skoti á heimili sínu á Blönduósi og sonur hans eru með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu. Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að því er Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri staðfestir í samtali við Fréttablaðið. Eiginkona Kára lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili hjónanna vopnaður skotvopni. Talið hefur verið að sonur þeirra sem var gestkomandi á heimilinu ásamt eiginkonu sinni og ungu barni hafi átt þátt í dauða árásarmannsins. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari, segir manndrápsmál ekki þurfa að fara í gegnum réttarkerfið þyki augljóst að ákvæði hegningarlaga um neyðarvörn eigi við. „Ákæruvaldið hefur vald til þess að leggja mat á þetta og í sumum tilfellum er þetta nokkuð augljóst. Ef maður kemur með hlaðið vopn og skýtur einn og beinir vopninu að næsta manni er kannski líklegt að hverju stefnir í því og ætli sá sem sóknin beinist að megi ekki beita neyðarvörn. Ákæruvaldið verður að meta þetta og það er ástæðulaust að fara með mál fyrir dómstóla sem er klárlega ekki refsivert,“ segir Jón Steinar. Samkvæmt ákvæðinu um neyðarvörn getur ólögmætur verknaður verið refsilaus ef hann er talinn nauðsynlegur til að afstýra árás. Ákveðnum mælikvarða er beitt á þetta og neyðarvörn má ekki vera í ósamræmi við yfirvofandi hættu. „Sá sem beitir neyðarvörn verður að taka afstöðu til þess í skjótri svipan hvort hún sé leyfileg eftir þessum mælikvarða og má ekki beita vörnum sem eru augsýnilega hættulegri en árásin,“ segir Jón Steinar. Til eru nokkur dómafordæmi þar sem neyðarvörn hefur verið borið við en dæmin eru ekki mörg í manndrápsmálum. „Ég man ekki eftir neinu á mínum starfsferli hvorki sem lögmaður eða dómari þar sem reyndi á þessa 12. gr almennra hegningarlaga um neyðarvörn,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson. Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
Kári Kárason, sem særðist alvarlega eftir að hafa verið skotinn í kviðinn á Blönduósi og sonur hans eru báðir með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að því er Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri staðfestir í samtali við Fréttablaðið. Eiginkona Kára lést í árásinni auk mannsins sem er grunaður um að hafa ráðist inn á heimili hjónanna vopnaður skotvopni. Talið hefur verið að sonur þeirra sem var gestkomandi á heimilinu ásamt eiginkonu sinni og ungu barni hafi átt þátt í dauða árásarmannsins. Jón Steinar Gunnlaugsson fyrrverandi hæstaréttardómari, segir manndrápsmál ekki þurfa að fara í gegnum réttarkerfið þyki augljóst að ákvæði hegningarlaga um neyðarvörn eigi við. „Ákæruvaldið hefur vald til þess að leggja mat á þetta og í sumum tilfellum er þetta nokkuð augljóst. Ef maður kemur með hlaðið vopn og skýtur einn og beinir vopninu að næsta manni er kannski líklegt að hverju stefnir í því og ætli sá sem sóknin beinist að megi ekki beita neyðarvörn. Ákæruvaldið verður að meta þetta og það er ástæðulaust að fara með mál fyrir dómstóla sem er klárlega ekki refsivert,“ segir Jón Steinar. Samkvæmt ákvæðinu um neyðarvörn getur ólögmætur verknaður verið refsilaus ef hann er talinn nauðsynlegur til að afstýra árás. Ákveðnum mælikvarða er beitt á þetta og neyðarvörn má ekki vera í ósamræmi við yfirvofandi hættu. „Sá sem beitir neyðarvörn verður að taka afstöðu til þess í skjótri svipan hvort hún sé leyfileg eftir þessum mælikvarða og má ekki beita vörnum sem eru augsýnilega hættulegri en árásin,“ segir Jón Steinar. Til eru nokkur dómafordæmi þar sem neyðarvörn hefur verið borið við en dæmin eru ekki mörg í manndrápsmálum. „Ég man ekki eftir neinu á mínum starfsferli hvorki sem lögmaður eða dómari þar sem reyndi á þessa 12. gr almennra hegningarlaga um neyðarvörn,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson.
Manndráp á Blönduósi Lögreglumál Húnabyggð Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira