„Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni?“ Sindri Sverrisson skrifar 31. ágúst 2022 13:01 Íslenskir stuðningsmenn vöktu verðskuldaða athygli á EM í Englandi í sumar. vísir/vilhelm Í umræðu um kvennalandsliðið í fótbolta í Bestu mörkunum veltu sérfræðingarnir fyrir sér miðasölu á leik Íslands við Hvíta-Rússlands, sem er síðasti heimaleikur liðsins á árinu og jafnframt fyrsti heimaleikurinn eftir Evrópumótið í sumar. Íslendingar fylgdust spenntir með kvennalandsliðinu á EM í sumar og til að mynda sáu 63% landsmanna síðasta leik liðsins á mótinu, auk þess sem þúsundir ferðuðust til Englands að styðja liðið. Samt sem áður hefur miðasala á leikinn mikilvæga við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag farið hægt af stað. Mikið er undir í leiknum því ef Ísland nær í fjögur stig úr þeim leik og gegn Hollandi ytra á þriðjudag tryggir liðið sér sæti á HM í fyrsta sinn. Samkvæmt svari frá KSÍ voru nú í hádeginu um 2.500 miðar farnir út úr kerfinu og því enn rúmlega 7.000 sæti ónýtt en miðasala er í fullum gangi á tix.is. Helena Ólafsdóttir velti því fyrir sér í Bestu mörkunum í gær hvort ekki hefði verið hægt að nýta meðbyrinn frá EM betur með því að hefja miðasöluna strax eftir mótið: „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni á þennan leik, því það var stemning fyrir liðinu?“ spurði Helena og Adda Baldursdóttir tók undir: „Nýta mómentið, ég er alveg sammála því. Mér hefur fundist lítið fara fyrir þessari miðasölu núna. Ég veit ekki hvort það er bara það að maður sjái það ekki. En ég er alveg sammála því að það megi nýta mómentin betur til að selja á þessa leiki. Þetta eru ofboðslega mikilvægir leikir fyrir okkur,“ sagði Adda. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um miðasölu Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira
Íslendingar fylgdust spenntir með kvennalandsliðinu á EM í sumar og til að mynda sáu 63% landsmanna síðasta leik liðsins á mótinu, auk þess sem þúsundir ferðuðust til Englands að styðja liðið. Samt sem áður hefur miðasala á leikinn mikilvæga við Hvíta-Rússland á Laugardalsvelli á föstudag farið hægt af stað. Mikið er undir í leiknum því ef Ísland nær í fjögur stig úr þeim leik og gegn Hollandi ytra á þriðjudag tryggir liðið sér sæti á HM í fyrsta sinn. Samkvæmt svari frá KSÍ voru nú í hádeginu um 2.500 miðar farnir út úr kerfinu og því enn rúmlega 7.000 sæti ónýtt en miðasala er í fullum gangi á tix.is. Helena Ólafsdóttir velti því fyrir sér í Bestu mörkunum í gær hvort ekki hefði verið hægt að nýta meðbyrinn frá EM betur með því að hefja miðasöluna strax eftir mótið: „Af hverju notaði KSÍ ekki tækifærið og dúndraði inn miðasölunni á þennan leik, því það var stemning fyrir liðinu?“ spurði Helena og Adda Baldursdóttir tók undir: „Nýta mómentið, ég er alveg sammála því. Mér hefur fundist lítið fara fyrir þessari miðasölu núna. Ég veit ekki hvort það er bara það að maður sjái það ekki. En ég er alveg sammála því að það megi nýta mómentin betur til að selja á þessa leiki. Þetta eru ofboðslega mikilvægir leikir fyrir okkur,“ sagði Adda. Klippa: Bestu mörkin - Umræða um miðasölu Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli á föstudag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Fleiri fréttir Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Sjá meira