Lokadagur félagsskiptagluggans: Arthur til Liverpool og Aubameyang snýr aftur til Lundúna Íþróttadeild Vísis skrifar 1. september 2022 23:25 Artur Melo er mættur til Liverpool og Pierre-Emerick Aubameyang er genginn til liðs við Chelsea. Vísir/Getty/Twitter Félagsskiptaglugginn í stærstu deildum Evrópu lokaði í kvöld og var nóg um að vera. Mörg félög sóttust eftir að styrkja sinn leikmannahóp áður en tíminn rann út og þar ber hæst að nefna félagsskipti Arthur Melo til Liverpool og Pierre-Emerick Aubameyang til Chelsea. Glugginn lokaði í fimm stærstu deildum Evrópu í dag en misjafnt er þó hversu langan tíma liðin höfðu til stefnu eftir því hvar þau eru staðsett. Lok glugga í Evrópu: Bundesliga - kl. 15.00 Serie A - kl. 15.00 Ligue 1 - kl. 21.00 Premier League - kl. 22.00 La Liga - kl. 22.00 Helstu félagsskipti dagsins eru þau að brasilíski miðjumaðurinn Arthur Melo er mættur til Liverpool á láni frá Juventus. Fyrstu fréttir voru þær að lánssamningurinn fól ekki í sér möguleika á kaupum að honum loknum, en samkvæmt tilkynningu Juventus getur Liverpool keypt leikmanninn fyrir 37,5 milljónir punda næsta sumar. Þá var framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang á leiðinni til Chelsea frá Barcelona í allan dag og þau félagsskipti voru loksins kyntt tæpri einni og hálfri klukkustund eftir að glugganum var lokað. Aubameyang var þó ekki eini leikmaðurinn sem stuðningsmenn Chelsea bíða eftir því miðjumaðurinn Denis Zakaria var einnig á leið til liðsins frá Juventus í dag. Our newest recruit, Pierre-Emerick Aubameyang! 😎 #AubameyangIsChelsea pic.twitter.com/ptrjqecDz2— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 1, 2022 Önnur áhugaverð félagsskipti sem áttu sér stað í dag eru þau að Brassinn Willian er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina, en þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea er genginn í raðir Fulham frá Corinthias í heimalandinu. Englendingurinn Daniel James fór einnig til Fulham frá Leeds. Martin Dubravka er mættur í Manchester United frá Newcastle og á að veita David de Gea samkeppni um markmansstöðuna, Hector Bellerin fór frá Arsenal til Barcelona, Memphis Depay og Frenkie de Jong verða um kyrrt hjá Börsungum og margt fleira, en allt það helsta sem gerðist í dag má sjá í lýsingunni hér fyrir neðan.
Glugginn lokaði í fimm stærstu deildum Evrópu í dag en misjafnt er þó hversu langan tíma liðin höfðu til stefnu eftir því hvar þau eru staðsett. Lok glugga í Evrópu: Bundesliga - kl. 15.00 Serie A - kl. 15.00 Ligue 1 - kl. 21.00 Premier League - kl. 22.00 La Liga - kl. 22.00 Helstu félagsskipti dagsins eru þau að brasilíski miðjumaðurinn Arthur Melo er mættur til Liverpool á láni frá Juventus. Fyrstu fréttir voru þær að lánssamningurinn fól ekki í sér möguleika á kaupum að honum loknum, en samkvæmt tilkynningu Juventus getur Liverpool keypt leikmanninn fyrir 37,5 milljónir punda næsta sumar. Þá var framherjinn Pierre-Emerick Aubameyang á leiðinni til Chelsea frá Barcelona í allan dag og þau félagsskipti voru loksins kyntt tæpri einni og hálfri klukkustund eftir að glugganum var lokað. Aubameyang var þó ekki eini leikmaðurinn sem stuðningsmenn Chelsea bíða eftir því miðjumaðurinn Denis Zakaria var einnig á leið til liðsins frá Juventus í dag. Our newest recruit, Pierre-Emerick Aubameyang! 😎 #AubameyangIsChelsea pic.twitter.com/ptrjqecDz2— Chelsea FC (@ChelseaFC) September 1, 2022 Önnur áhugaverð félagsskipti sem áttu sér stað í dag eru þau að Brassinn Willian er mættur aftur í ensku úrvalsdeildina, en þessi fyrrum leikmaður Arsenal og Chelsea er genginn í raðir Fulham frá Corinthias í heimalandinu. Englendingurinn Daniel James fór einnig til Fulham frá Leeds. Martin Dubravka er mættur í Manchester United frá Newcastle og á að veita David de Gea samkeppni um markmansstöðuna, Hector Bellerin fór frá Arsenal til Barcelona, Memphis Depay og Frenkie de Jong verða um kyrrt hjá Börsungum og margt fleira, en allt það helsta sem gerðist í dag má sjá í lýsingunni hér fyrir neðan.
Enski boltinn Spænski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Franski boltinn Mest lesið Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ Fótbolti Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Fótbolti Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fótbolti Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann Fótbolti Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Formúla 1 Fleiri fréttir Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Þrenna Mateta kom í veg fyrir að Bournemouth kæmist á toppinn Jafnt í Víkinni í lokaumferðinni Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Arsenal vann Lundúnaslaginn Haaland skaut City á toppinn Uppgjörið: Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Katla skoraði sigurmark Fiorentina gegn Milan í uppbótartíma Þriðja tap Norrköping í röð Postecoglou rekinn Dramatískt sigurmark Barcelona í uppbótartíma Hitnar enn undir Postecoglou Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Guéhi hafnaði samningstilboði frá Palace og fer næsta sumar Stjórinn og fyrirliðinn koma Wirtz til varnar Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Íslenski boltinn