Íþróttafélag og kynlífstækjaverslun hvetja bæjarbúa til að fjölga sér Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. september 2022 14:30 Marteinn er framkvæmdastjóri Þróttar Vogum. Hér sést hann í einkennislitum félagsins, ásamt Petru Ruth Rúnarsdóttur formanni. Aðsend Íþróttafélagið Þróttur Vogum stendur nú að átaki sem ætlað er að fjölga iðkendum félagsins til framtíðar. Félagið stendur að ástarmánuði í samstarfi við þekkta kynlífstækjaverslun, og hvetur íbúa til að fagna ástinni, með þá von að hún beri ávöxt. „Nemendum hefur fækkað í grunnskóla og iðkendum hefur sömuleiðis fækkað í barna og unglingastarfi UMFÞ,“ segir meðal annars í stuttri Facebook-færslu félagsins, þar sem tilkynnt er að septembermánuður sé Ástarmánuður Þróttar í Vogum. Til að ýta átakinu úr vör fá íbúar í Vogum þá tíu prósenta afslátt af vörum hjá kynlífstækjaversluninni Blush. Afslátturinn gildir þó ekki um getnaðarvarnir, enda liggur í hlutarins eðli að þær eru ekki til þess fallnar að hjálpa notendum að fjölga mannkyninu. Iðkendum fækkað verulega Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Marteins Ægissonar, framkvæmdastjóra Þróttar Vogum, var hann í óðaönn að setja upp skráningarkerfi fyrir iðkendur félagsins. Nokkuð viðeigandi, í ljósi átaksins sem félagið hefur nú ýtt úr vör. En hvernig kemur þetta til? „Þetta kemur til vegna þess að síðustu ár, sérstaklega síðustu þrjú ár, hefur iðkendum verið að fækka allverulega hjá okkur. Við vorum farin að finna fyrir því að við vorum farin að draga einn og einn fótboltaflokk úr Íslandsmóti og það var erfiðara að manna flokka, á sama tíma og íbúum í plássinu var að fjölga. Þegar við fórum að rýna í stöðuna kom líka í ljós að nemendum var líka að fækka í Stóru-Vogaskóla,“ segir Marteinn. Hann segir mikið kapp hafa verið lagt á það að undanförnu að fá fleiri iðkendur inn til félagsins. Það hafi þó litlu skilað. „Engu að síður er gott starf í gangi og við erum að halda því ágætlega úti. En við erum bara að benda á að það þarf að fjölga iðkendum til að halda úti íþróttastarfinu,“ segir Marteinn. Ekki erfitt að sannfæra fólk um að taka þátt Hvað viðbrögð bæjarbúa við átakinu varðar segir Marteinn þau hafa verið góð. „Eðlilega, þegar verið er að hvetja til ástarleikja,“ segir hann. „Það er alveg verið að pikka í fólk, sérstaklega þau sem eiga eitt, tvö börn og eru á góðum aldri, og hvetja það til að taka þátt til að efla félagið og hafa áhrif á þetta.“ Marteinn er nokkuð bjartsýnn á að átakið beri ávöxt. „Að það komi einhver börn í vor og eins erum við bjartsýn á að barnafjölskyldur flytji í Vogana. Öll börn sem fæðast næsta vor fá frítt í íþróttaskóla barna hjá okkur frá og með 2025 til 2027 og við munum taka vel á móti þeim og forráðamönnum þeirra,“ segir Marteinn. Vandamálið sem átakinu sé ætlað að leysa sé þó ekki þess eðlis að íbúar í Vogum eða aðstandendur Þróttar þurfi mikið að óttast. „Þetta er ekki stórkostlegt vandamál, bara eitthvað skemmtilegt sem félagið þarf að leysa í sátt við samfélagið. Annað hvort með því að fólk eignist fleiri börn eða fá fleiri barnafjölskyldur til að flytja í bæinn og gera hann söluvænlegri. Það er gott starf unnið hér á öllum vígstöðvum, þannig að eftir er tekið, bæði í íþróttafélaginu og skólanum.“ Kann Blush-liðum bestu þakkir Átakið var sett af stað að frumkvæði Þróttar Vogum, en Marteinn segir aðstandendur Blush hafa tekið vel í það frá byrjun. „Við gerðum ekki einu sinni boð á undan okkur og Karen verslunarstjóri tók hrikalega vel á móti okkur, enda er þetta skemmtilegt. Það er gaman að vera með svona öðruvísi átak.“ Vogar Ástin og lífið Börn og uppeldi Íþróttir barna Skóla - og menntamál Kynlíf Þróttur Vogum Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira
„Nemendum hefur fækkað í grunnskóla og iðkendum hefur sömuleiðis fækkað í barna og unglingastarfi UMFÞ,“ segir meðal annars í stuttri Facebook-færslu félagsins, þar sem tilkynnt er að septembermánuður sé Ástarmánuður Þróttar í Vogum. Til að ýta átakinu úr vör fá íbúar í Vogum þá tíu prósenta afslátt af vörum hjá kynlífstækjaversluninni Blush. Afslátturinn gildir þó ekki um getnaðarvarnir, enda liggur í hlutarins eðli að þær eru ekki til þess fallnar að hjálpa notendum að fjölga mannkyninu. Iðkendum fækkað verulega Þegar blaðamaður sló á þráðinn til Marteins Ægissonar, framkvæmdastjóra Þróttar Vogum, var hann í óðaönn að setja upp skráningarkerfi fyrir iðkendur félagsins. Nokkuð viðeigandi, í ljósi átaksins sem félagið hefur nú ýtt úr vör. En hvernig kemur þetta til? „Þetta kemur til vegna þess að síðustu ár, sérstaklega síðustu þrjú ár, hefur iðkendum verið að fækka allverulega hjá okkur. Við vorum farin að finna fyrir því að við vorum farin að draga einn og einn fótboltaflokk úr Íslandsmóti og það var erfiðara að manna flokka, á sama tíma og íbúum í plássinu var að fjölga. Þegar við fórum að rýna í stöðuna kom líka í ljós að nemendum var líka að fækka í Stóru-Vogaskóla,“ segir Marteinn. Hann segir mikið kapp hafa verið lagt á það að undanförnu að fá fleiri iðkendur inn til félagsins. Það hafi þó litlu skilað. „Engu að síður er gott starf í gangi og við erum að halda því ágætlega úti. En við erum bara að benda á að það þarf að fjölga iðkendum til að halda úti íþróttastarfinu,“ segir Marteinn. Ekki erfitt að sannfæra fólk um að taka þátt Hvað viðbrögð bæjarbúa við átakinu varðar segir Marteinn þau hafa verið góð. „Eðlilega, þegar verið er að hvetja til ástarleikja,“ segir hann. „Það er alveg verið að pikka í fólk, sérstaklega þau sem eiga eitt, tvö börn og eru á góðum aldri, og hvetja það til að taka þátt til að efla félagið og hafa áhrif á þetta.“ Marteinn er nokkuð bjartsýnn á að átakið beri ávöxt. „Að það komi einhver börn í vor og eins erum við bjartsýn á að barnafjölskyldur flytji í Vogana. Öll börn sem fæðast næsta vor fá frítt í íþróttaskóla barna hjá okkur frá og með 2025 til 2027 og við munum taka vel á móti þeim og forráðamönnum þeirra,“ segir Marteinn. Vandamálið sem átakinu sé ætlað að leysa sé þó ekki þess eðlis að íbúar í Vogum eða aðstandendur Þróttar þurfi mikið að óttast. „Þetta er ekki stórkostlegt vandamál, bara eitthvað skemmtilegt sem félagið þarf að leysa í sátt við samfélagið. Annað hvort með því að fólk eignist fleiri börn eða fá fleiri barnafjölskyldur til að flytja í bæinn og gera hann söluvænlegri. Það er gott starf unnið hér á öllum vígstöðvum, þannig að eftir er tekið, bæði í íþróttafélaginu og skólanum.“ Kann Blush-liðum bestu þakkir Átakið var sett af stað að frumkvæði Þróttar Vogum, en Marteinn segir aðstandendur Blush hafa tekið vel í það frá byrjun. „Við gerðum ekki einu sinni boð á undan okkur og Karen verslunarstjóri tók hrikalega vel á móti okkur, enda er þetta skemmtilegt. Það er gaman að vera með svona öðruvísi átak.“
Vogar Ástin og lífið Börn og uppeldi Íþróttir barna Skóla - og menntamál Kynlíf Þróttur Vogum Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Sjá meira