„Ekki verið minnst á orðið Holland í okkar hópi“ Sindri Sverrisson skrifar 2. september 2022 12:00 Þorsteinn Halldórsson vill ekkert vera að hugsa um yfirvofandi úrslitaleik við Holland strax. Getty/Charlotte Tattersall Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta, sá ekki ástæðu til þess að kvarta yfir því að fyrir úrslitaleik Hollands og Íslands um sæti á HM á þriðjudag þyrfti aðeins Ísland að spila annan mikilvægan mótsleik í dag, gegn Hvíta-Rússlandi. Holland á aðeins eftir heimaleikinn við Ísland á þriðjudag en Ísland á tvo leiki eftir, gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum í dag og svo leikinn í Utrecht. Ef að Ísland vinnur Hvíta-Rússland dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi á þriðjudag, og því er afar mikilvægt að stelpurnar okkar fari með sigur af hólmi í dag. Sigur í dag gæti jafnframt reynst liðinu mikilvægur tapi það gegn Hollandi, varðandi umspilið sem Ísland færi þá í. Hollendingar leika vináttulandsleik við Skotland í dag og geta nýtt þann leik að vild til þess að hafa sína leikmenn í sem bestu ástandi á þriðjudaginn. Ísland þarf hins vegar nauðsynlega sigur í dag. Þorsteinn lætur þá staðreynd ekki angra sig að leikjaniðurröðun UEFA valdi þessum mismun á milli tveggja bestu liða riðilsins. „Við erum bara í fimm liða riðli svo það er alltaf eitthvað lið sem situr hjá,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í gær. Hann þvertók fyrir það að geta leyft sér að stilla upp liði í dag út frá því hvernig hann hygðist stilla upp gegn Hollandi eftir fjóra daga. „Við erum bara að hugsa um leikinn [í dag]. Ég er ekkert að hugsa um uppstillinguna núna með tilliti til Hollandsleiksins. Þessi leikur [við Hvít-Rússa] er leikur sem við verðum að vinna og spila vel í. Ég er ekkert að spá í Holland. Það er bara Hvíta-Rússland og ekkert annað. Það hefur ekki verið minnst á orðið Holland í okkar hópi,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn hugsar ekkert um Holland Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar okkar beint á HM eða í flókið umspil sem teygir sig til Nýja-Sjálands Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei komist á HM en það gæti breyst strax næsta þriðjudagskvöld. Ef liðið nær ekki HM-sæti það kvöld bíður þess önnur leið sem gæti orðið hreint ævintýralega löng og flókin, og falið í sér umspilsleiki hinu megin á hnettinum í febrúar. 1. september 2022 08:01 „Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. 1. september 2022 15:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi Á morgun mætir Ísland liði Hvíta-Rússlands í mikilvægum leik í undankeppni HM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli. Í hádeginu fór þar fram blaðamannafundur sem var í beinni útsendingu á Vísi. 1. september 2022 12:35 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira
Holland á aðeins eftir heimaleikinn við Ísland á þriðjudag en Ísland á tvo leiki eftir, gegn Hvíta-Rússlandi í Laugardalnum í dag og svo leikinn í Utrecht. Ef að Ísland vinnur Hvíta-Rússland dugar liðinu jafntefli gegn Hollandi á þriðjudag, og því er afar mikilvægt að stelpurnar okkar fari með sigur af hólmi í dag. Sigur í dag gæti jafnframt reynst liðinu mikilvægur tapi það gegn Hollandi, varðandi umspilið sem Ísland færi þá í. Hollendingar leika vináttulandsleik við Skotland í dag og geta nýtt þann leik að vild til þess að hafa sína leikmenn í sem bestu ástandi á þriðjudaginn. Ísland þarf hins vegar nauðsynlega sigur í dag. Þorsteinn lætur þá staðreynd ekki angra sig að leikjaniðurröðun UEFA valdi þessum mismun á milli tveggja bestu liða riðilsins. „Við erum bara í fimm liða riðli svo það er alltaf eitthvað lið sem situr hjá,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í gær. Hann þvertók fyrir það að geta leyft sér að stilla upp liði í dag út frá því hvernig hann hygðist stilla upp gegn Hollandi eftir fjóra daga. „Við erum bara að hugsa um leikinn [í dag]. Ég er ekkert að hugsa um uppstillinguna núna með tilliti til Hollandsleiksins. Þessi leikur [við Hvít-Rússa] er leikur sem við verðum að vinna og spila vel í. Ég er ekkert að spá í Holland. Það er bara Hvíta-Rússland og ekkert annað. Það hefur ekki verið minnst á orðið Holland í okkar hópi,“ sagði Þorsteinn. Klippa: Þorsteinn hugsar ekkert um Holland Ísland mætir Hvíta-Rússlandi á Laugardalsvelli í dag klukkan 17:30 (miðasala á tix.is) og spilar svo gegn Hollandi ytra næsta þriðjudagskvöld, í síðustu leikjum sínum í undankeppni HM 2023.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar okkar beint á HM eða í flókið umspil sem teygir sig til Nýja-Sjálands Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei komist á HM en það gæti breyst strax næsta þriðjudagskvöld. Ef liðið nær ekki HM-sæti það kvöld bíður þess önnur leið sem gæti orðið hreint ævintýralega löng og flókin, og falið í sér umspilsleiki hinu megin á hnettinum í febrúar. 1. september 2022 08:01 „Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. 1. september 2022 15:46 Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi Á morgun mætir Ísland liði Hvíta-Rússlands í mikilvægum leik í undankeppni HM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli. Í hádeginu fór þar fram blaðamannafundur sem var í beinni útsendingu á Vísi. 1. september 2022 12:35 Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira
Stelpurnar okkar beint á HM eða í flókið umspil sem teygir sig til Nýja-Sjálands Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta hefur aldrei komist á HM en það gæti breyst strax næsta þriðjudagskvöld. Ef liðið nær ekki HM-sæti það kvöld bíður þess önnur leið sem gæti orðið hreint ævintýralega löng og flókin, og falið í sér umspilsleiki hinu megin á hnettinum í febrúar. 1. september 2022 08:01
„Ótrúlega hungraðar í HM eftir það sem gerðist á EM“ Það hefur verið skammt stórra högga á milli hjá Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur í sumar en hún er klár í slaginn við Hvít-Rússa og Hollendinga í síðustu leikjunum í undankeppni HM í fótbolta. 1. september 2022 15:46
Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Hvíta-Rússlandi Á morgun mætir Ísland liði Hvíta-Rússlands í mikilvægum leik í undankeppni HM kvenna í fótbolta á Laugardalsvelli. Í hádeginu fór þar fram blaðamannafundur sem var í beinni útsendingu á Vísi. 1. september 2022 12:35