Patrekur segir Birgittu ekki hafa átt neðanbeltishöggin skilið Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 3. september 2022 07:00 Patrekur segið málið hafa verið misskilning. Vísir Íslensku raunveruleikaþættirnir Æði sem sýndir eru á Stöð 2 hafa notið mikilla vinsælda en fjórar seríur hafa verið framleiddar. Á dögunum lýsti Patrekur Jamie úr Æði hópnum, yfir óánægju sinni vegna ummæla sem Birgitta Líf, meðlimur LXS vinkvennahópsins sem er miðpunktur nýrrar raunveruleikaseríu lét falla. Patrekur segir nú málið hafa verið misskilning. Í ummælum Birgittu Lífar má hvergi heyra raunveruleikaþátt Patreks nefndan á nafn en hann tók ummælunum sem skoti sem væri beint að honum og hans vinum í Æði. Í samtali við Ísland í dag í vikunni sagði Birgitta, „þetta eru raunveruleikaþættir um líf okkar og kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir. Ekkert leikið, ekkert „script-að“, ekkert tekið aftur.“ Í kjölfarið fór Patrekur á Instagram og lét í sér heyra, hann sagði meðal annars að hann og vinir hans hefðu opinberað sig fyrir framan myndavélina og ummæli Birgittu væru kjaftshögg. „Við höfum gert mjög mikið fyrir minnihlutahópa hér á landi og það er ekki í lagi að þið séuð að taka það frá okkur,“ skrifaði Patrekur. Í kjölfarið baðst Birgitta Líf afsökunar á ummælum sínum í Veislunni á FM957 og útskýrði hvað hún meinti með ummælunum. „Þarna er ég, að ég hélt, að segja hvað okkur finnst LXS vera, hvað við lögðum upp með framleiðslunni hvernig þetta ætti að vera. Aldrei að tala illa gagnvart neinum öðrum,“ sagði Birgitta. Í útvarpsþættinum FM95Blö í dag sagðist Patrekur ekki lengur pirraður út í út í stelpurnar í LXS hópnum, ágreiningurinn hafi verið misskilningur. Hann viðurkenndi að hann hefði komið komið nokkrum „low blows“ eða neðanbeltishöggum að á Instagram. Birgitta Líf hafi ekki átt ummælin skilið en hann biðjist afsökunar á þeim. „Við erum náttúrulega alveg vinir, þetta eru tveir vinahópar basically. Við djömmum saman og höfum farið til útlanda einhver af okkur,“ segir Patrekur. Hann segist hafa rætt við Birgittu og Sunnevu sem báðar eru í LXS þáttunum og nú sé málið útkljáð. Viðtalið við Patrek í FM957 má hlusta á hér að neðan en viðtalið hefst á 37:44. LXS Æði Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira
Í ummælum Birgittu Lífar má hvergi heyra raunveruleikaþátt Patreks nefndan á nafn en hann tók ummælunum sem skoti sem væri beint að honum og hans vinum í Æði. Í samtali við Ísland í dag í vikunni sagði Birgitta, „þetta eru raunveruleikaþættir um líf okkar og kannski svona mest alvöru raunveruleikaþættir sem hafa verið gerðir. Ekkert leikið, ekkert „script-að“, ekkert tekið aftur.“ Í kjölfarið fór Patrekur á Instagram og lét í sér heyra, hann sagði meðal annars að hann og vinir hans hefðu opinberað sig fyrir framan myndavélina og ummæli Birgittu væru kjaftshögg. „Við höfum gert mjög mikið fyrir minnihlutahópa hér á landi og það er ekki í lagi að þið séuð að taka það frá okkur,“ skrifaði Patrekur. Í kjölfarið baðst Birgitta Líf afsökunar á ummælum sínum í Veislunni á FM957 og útskýrði hvað hún meinti með ummælunum. „Þarna er ég, að ég hélt, að segja hvað okkur finnst LXS vera, hvað við lögðum upp með framleiðslunni hvernig þetta ætti að vera. Aldrei að tala illa gagnvart neinum öðrum,“ sagði Birgitta. Í útvarpsþættinum FM95Blö í dag sagðist Patrekur ekki lengur pirraður út í út í stelpurnar í LXS hópnum, ágreiningurinn hafi verið misskilningur. Hann viðurkenndi að hann hefði komið komið nokkrum „low blows“ eða neðanbeltishöggum að á Instagram. Birgitta Líf hafi ekki átt ummælin skilið en hann biðjist afsökunar á þeim. „Við erum náttúrulega alveg vinir, þetta eru tveir vinahópar basically. Við djömmum saman og höfum farið til útlanda einhver af okkur,“ segir Patrekur. Hann segist hafa rætt við Birgittu og Sunnevu sem báðar eru í LXS þáttunum og nú sé málið útkljáð. Viðtalið við Patrek í FM957 má hlusta á hér að neðan en viðtalið hefst á 37:44.
LXS Æði Bíó og sjónvarp Mest lesið Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Lífið Ísrael sendir kvörtun til EBU Lífið Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Lífið Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Lífið Í kossaflensi á Beyoncé Lífið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Lífið Arnar og Sara gáfu syninum nafn Lífið Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Fleiri fréttir Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Sjá meira