„Það væri draumur að rætast“ Sindri Sverrisson skrifar 4. september 2022 21:46 Berglind Björg Þorvaldsdóttir og stöllur fagna einu af sex mörkum Íslands gegn Hvíta-Rússlandi á föstudag í sigrinum sem kom Íslandi á topp síns riðils, og í kjörstöðu fyrir leikinn gegn Hollandi á þriðjudag. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta æfði við fínar aðstæður í sól og þægilegum hita nálægt borginni Utrecht í dag, í aðdraganda stórleiksins við Holland á þriðjudag sem ræður því hvort liðanna fær öruggan farseðil á HM næsta sumar. Íslensku stelpurnar voru allar með á æfingunni í dag og voru nokkrir heimamenn, ungir sem aldnir, mættir til að fylgjast með ásamt íslensku fjölmiðlafólki. Ísland tapaði 2-0 fyrir Hollandi fyrr í undankeppni HM, á Laugardalsvelli, en dugar jafntefli á þriðjudaginn til að enda efst í riðlinum þar sem að Hollendingar hafa gert tvö jafntefli við Tékka í keppninni. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir hollenska liðið núna. Það er ár síðan að við mættum þeim síðast. En þær eru náttúrulega bara gríðarlega öflugt lið, bæði varnarlega og sóknarlega, svo við þurfum að eiga toppleik á þriðjudaginn,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji landsliðsins. Klippa: Berglind á æfingu í Hollandi Hollendingar, sem unnu silfur á síðasta HM, ráku þjálfarann sinn eftir að hafa „aðeins“ náð í 8-liða úrslit á EM í sumar. Nýr þjálfari liðsins, Andries Jonker, hefur því haft takmarkaðan tíma til að móta sitt lið: „Maður veit aldrei hvað þjálfarinn þeirra leggur upp með og við þurfum bara að fókusa á okkar leik og gera okkar besta,“ segir Berglind sem veit að sín bíður allt annað hlutverk en í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn: „Jú, klárlega. Ég býst við að við verðum ekki með mikinn tíma með boltann fram á við, en við þurfum bara að nýta skyndisóknir og aðrar sóknir okkar vel. Vonandi skilar það sér.“ Ísland hefur fjórum sinnum komist í lokakeppni EM en hefur aldrei verið eins nálægt því að fá að keppa við þær bestu í heimi, á sjálfu heimsmeistaramótinu, eins og nú: „Það væri draumur að rætast. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé komið að þessum leik. Maður er búinn að bíða eftir honum í smátíma núna. Það er frábært að það sé komið að honum og við erum allar gríðarlega spenntar,“ segir Berglind. Ísland og Holland mætast á þriðjudagskvöld í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Hollendingar hituðu upp fyrir leikinn gegn Íslandi með sigri Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2-1 sigur gegn því skoska í vináttulandsleik í kvöld. Hollendingar mæta íslensku stelpunum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. 2. september 2022 20:00 „Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41 Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Íslensku stelpurnar voru allar með á æfingunni í dag og voru nokkrir heimamenn, ungir sem aldnir, mættir til að fylgjast með ásamt íslensku fjölmiðlafólki. Ísland tapaði 2-0 fyrir Hollandi fyrr í undankeppni HM, á Laugardalsvelli, en dugar jafntefli á þriðjudaginn til að enda efst í riðlinum þar sem að Hollendingar hafa gert tvö jafntefli við Tékka í keppninni. „Við eigum eftir að fara aðeins betur yfir hollenska liðið núna. Það er ár síðan að við mættum þeim síðast. En þær eru náttúrulega bara gríðarlega öflugt lið, bæði varnarlega og sóknarlega, svo við þurfum að eiga toppleik á þriðjudaginn,“ segir Berglind Björg Þorvaldsdóttir, framherji landsliðsins. Klippa: Berglind á æfingu í Hollandi Hollendingar, sem unnu silfur á síðasta HM, ráku þjálfarann sinn eftir að hafa „aðeins“ náð í 8-liða úrslit á EM í sumar. Nýr þjálfari liðsins, Andries Jonker, hefur því haft takmarkaðan tíma til að móta sitt lið: „Maður veit aldrei hvað þjálfarinn þeirra leggur upp með og við þurfum bara að fókusa á okkar leik og gera okkar besta,“ segir Berglind sem veit að sín bíður allt annað hlutverk en í 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudaginn: „Jú, klárlega. Ég býst við að við verðum ekki með mikinn tíma með boltann fram á við, en við þurfum bara að nýta skyndisóknir og aðrar sóknir okkar vel. Vonandi skilar það sér.“ Ísland hefur fjórum sinnum komist í lokakeppni EM en hefur aldrei verið eins nálægt því að fá að keppa við þær bestu í heimi, á sjálfu heimsmeistaramótinu, eins og nú: „Það væri draumur að rætast. Það er eiginlega ótrúlegt að það sé komið að þessum leik. Maður er búinn að bíða eftir honum í smátíma núna. Það er frábært að það sé komið að honum og við erum allar gríðarlega spenntar,“ segir Berglind. Ísland og Holland mætast á þriðjudagskvöld í Utrecht í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapliðið fer í umspil. Vísir er á staðnum og flytur fréttir heim af stelpunum okkar.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Tengdar fréttir Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00 Hollendingar hituðu upp fyrir leikinn gegn Íslandi með sigri Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2-1 sigur gegn því skoska í vináttulandsleik í kvöld. Hollendingar mæta íslensku stelpunum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. 2. september 2022 20:00 „Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41 Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Stelpurnar okkar enn nær HM án þess að hreyfa legg eða lið Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta er þessa stundina á leiðinni til Utrecht í Hollandi þar sem liðið mætir heimakonum á þriðjudagskvöld í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. HM-draumurinn er orðinn mjög raunverulegur. 4. september 2022 11:00
Hollendingar hituðu upp fyrir leikinn gegn Íslandi með sigri Hollenska kvennalandsliðið í knattspyrnu vann 2-1 sigur gegn því skoska í vináttulandsleik í kvöld. Hollendingar mæta íslensku stelpunum í hreinum úrslitaleik um beint sæti á HM næstkomandi þriðjudag. 2. september 2022 20:00
„Getum loksins farið að einbeita okkur að þessum leik á þriðjudaginn“ Glódís Perla Viggósdóttir gat leyft sér að brosa eftir öruggan 6-0 sigur Íslands gegn Hvíta-Rússlandi í kvöld. Glódís skoraði fjóra mark Íslands og segir leikinn gott veganesti í leikinn gegn Hollendingum. 2. september 2022 20:41
Umfjöllun: Ísland - Hvíta-Rússland 6-0 | Komnar skrefi nær HM eftir stórsigur Ísland steig stórt skref í átt að því að komast á HM kvenna í fótbolta í fyrsta sinn með 6-0 stórsigri á Hvíta-Rússlandi í kvöld. 2. september 2022 19:50