Segir myndatökur á slysstað hafa valdið slysum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. september 2022 17:29 Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu Vísir/Arnar Árni Friðleifsson aðalvarðstjóri umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir að dæmi séu um að myndatökur á slysstað hafi valdið umferðaróhöppum. Hann kveðst svekktur yfir því að slíkar myndatökur færist í aukana. Landsmenn þurfi hreinlega að fara að skoða sinn gang. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis. Sjö ökumenn voru sektaðir fyrir notkun farsíma undir stýri en allir sjö voru gómaðir við að taka myndskeið af vettvangi slyss. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið á vettvangi slysa. Árni sagði að það hafi færst í aukana að ökumenn taki myndskeið á slysstað. „Í þessu tilviki eru þarna lögreglumenn sem einfaldlega ofbýður á hvaða stað við sem samfélag erum komin þegar menn þurfa að vera að mynda aðra í ógöngum en þarna er klárlega verið að sekta fyrir brot á umferðarlögum; notkun farsíma og annars fjarskiptabúnaðar. Það stendur alveg skýrt í lögum að stjórnanda ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsímann eins og gert var í þessu tilviki.“ Árni segir að lögreglan hafi ekki heimild til að hindra eða koma í veg fyrir myndatökur á opinberum vettvangi en bætir við að samkvæmt lögreglulögum geti lögreglan bannað myndatökur þegar þær varða rannsóknarhagsmuni eða hagsmuni þriðja aðila. „Við getum ímyndað okkur mjög alvarleg umferðarslys þar sem það er verið að mynda út úr bílum alvarlega slasaða einstaklinga og setja þetta á samfélagsmiðla. Það sér hver heilvita maður að svoleiðis hegðun er bara óeðlileg. Það vill enginn sjá á samfélagsmiðlum myndir af kannski ættingjum og vinum í vandræðum.“ Árni segir að þetta hafi færst mjög í aukana. Þetta finni slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn líka. Hann segir auk þess að slík iðja hafi valdið öðrum óhöppum og skapað hættu. „Við höfum fengið umferðaróhöpp vegna þess að fólk er einfaldlega upptekið af því að mynda ófarir annarra og lendir þá í umferðaróhappi. Þið sjáið það, það er bara svo margt sem er óeðlilegt í þessu, því miður.“ Lögreglumál Tengdar fréttir Biðla til fólks um að taka ekki myndskeið af vettvangi slysa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið af vettvangi slysa þar sem það skapar mikla hættu fyrir lögreglumenn og aðra vegfarendur. 5. september 2022 06:26 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira
Hann kveðst svekktur yfir því að slíkar myndatökur færist í aukana. Landsmenn þurfi hreinlega að fara að skoða sinn gang. Þetta sagði hann í Reykjavík síðdegis. Sjö ökumenn voru sektaðir fyrir notkun farsíma undir stýri en allir sjö voru gómaðir við að taka myndskeið af vettvangi slyss. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið á vettvangi slysa. Árni sagði að það hafi færst í aukana að ökumenn taki myndskeið á slysstað. „Í þessu tilviki eru þarna lögreglumenn sem einfaldlega ofbýður á hvaða stað við sem samfélag erum komin þegar menn þurfa að vera að mynda aðra í ógöngum en þarna er klárlega verið að sekta fyrir brot á umferðarlögum; notkun farsíma og annars fjarskiptabúnaðar. Það stendur alveg skýrt í lögum að stjórnanda ökutækis er við akstur óheimilt að nota farsímann eins og gert var í þessu tilviki.“ Árni segir að lögreglan hafi ekki heimild til að hindra eða koma í veg fyrir myndatökur á opinberum vettvangi en bætir við að samkvæmt lögreglulögum geti lögreglan bannað myndatökur þegar þær varða rannsóknarhagsmuni eða hagsmuni þriðja aðila. „Við getum ímyndað okkur mjög alvarleg umferðarslys þar sem það er verið að mynda út úr bílum alvarlega slasaða einstaklinga og setja þetta á samfélagsmiðla. Það sér hver heilvita maður að svoleiðis hegðun er bara óeðlileg. Það vill enginn sjá á samfélagsmiðlum myndir af kannski ættingjum og vinum í vandræðum.“ Árni segir að þetta hafi færst mjög í aukana. Þetta finni slökkviliðsmenn og sjúkraflutningamenn líka. Hann segir auk þess að slík iðja hafi valdið öðrum óhöppum og skapað hættu. „Við höfum fengið umferðaróhöpp vegna þess að fólk er einfaldlega upptekið af því að mynda ófarir annarra og lendir þá í umferðaróhappi. Þið sjáið það, það er bara svo margt sem er óeðlilegt í þessu, því miður.“
Lögreglumál Tengdar fréttir Biðla til fólks um að taka ekki myndskeið af vettvangi slysa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið af vettvangi slysa þar sem það skapar mikla hættu fyrir lögreglumenn og aðra vegfarendur. 5. september 2022 06:26 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira
Biðla til fólks um að taka ekki myndskeið af vettvangi slysa Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til ökumanna og annarra að taka ekki upp myndskeið af vettvangi slysa þar sem það skapar mikla hættu fyrir lögreglumenn og aðra vegfarendur. 5. september 2022 06:26