Ósýnilegu börnin Guðlaugur Kristmundsson skrifar 6. september 2022 07:31 Undanfarna mánuði hefur Barna- og fjölskyldustofa staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum sem miðar að því að hvetja fólk að gerast fósturforeldrar. Ástæðan? „Það hefur verið fækkun [fósturforeldra] á milli ára en þörf barnanna [sem þurfa fósturheimili] hefur aukist jafnt og þétt,“ var haft eftir forstjóra Barna- og fjölskyldustofu í fréttum RÚV á dögunum. Það verður að segjast eins og er að herferðin vekur upp ýmsar spurningar hjá okkur í forystu Félags fósturforeldra um stöðu kerfisins. Núna eru liðin meira en tíu ár síðan Íslenska ríkið fékk alvarlegar ábendingar frá alþjóðasamfélaginu um að við hefðum aldrei gert könnun á afdrifum uppkominna fósturbarna, þrátt fyrir skuldbindingar okkar í þeim efnum. En á sama tíma hefur verið ráðist í ýmsar kerfisbreytingar í þágu barna á Íslandi, en gerum ekkert og höfum ekkert gert til að leggja mat á þær mest íþyngjandi aðgerðir sem kerfið ræðst í; að ráðstafa börnum á fósturheimili. Þessi börn eru sannarlega tekin úr erfiðum og óásættanlegum aðstæðum, en við sem samfélag höfum aldrei lagt mat á það með könnunum eða rannsóknum hvaða aðgerðir skila bestum eða ásættanlegum árangri. Það hlýtur að segja sig sjálf að ef við vitum ekki hvernig fósturbörnum vegnar sem fullorðnum einstaklingum í samfélaginu, þá getum við varla lagt mat á það hvernig kerfið okkar virkar, hvaða aðferðir virka best og hvar séu tækifærin til úrbóta. Hvernig getum við sem samfélag á þessum mikla uppgangstíma á síðasta áratug og á meðan allri þessari umbótavinnu á kerfi fyrir börn, látið hjá liggja að gera þessa afdrifakönnun meðal uppkominna fósturbarna? Við hjá Félagi fósturforeldra ásamt UNICEF, Barnaheillum og SOS Barnaþorpum höfum, með fundum, bréfaskriftum og greinaskrifum, þrýst á þáverandi Barnaverndastofu, ráðuneyti og barnamálaráðherra um úrbætur í þessum málum. Við höfum hvatt til þess að staða uppkominna fósturbarna verði skoðuð. Verkefni sem ætti ekki að vera flókið í framkvæmd þar sem uppkomin fósturbörn eru „þekkt mengi“ og þar af leiðandi ætti að vera hægt að bera saman líðan þeirra, fjölskyldustöðu, menntun, tekjur og stöðu að öðru leyti við almenning í þessu landi. Kannski reiðir uppkomnum fósturbörnum betur en öðrum. Kannski ekki. Við bara vitum það ekki. Það virðist að minnsta kosti afskaplega lítill áhugi fyrir því að að kanna stöðu þeirra og vita hverskonar einstaklingar koma úr fósturkerfinu á Íslandi. Það er eins og það sé bara langþægilegast að börnin sem voru ósýnileg í kerfinu verði það áfram eftir að þau komast á fullorðinsár. Þá þarf heldur ekki að „flækja málin“ og áfram er hægt að hreykja sér af umbótum í þágu allra barna á Íslandi en þessi ósýnilegu sitja áfram eftir. Höfundur er formaður Félags fósturforeldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Kristmundsson Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur Barna- og fjölskyldustofa staðið fyrir herferð á samfélagsmiðlum sem miðar að því að hvetja fólk að gerast fósturforeldrar. Ástæðan? „Það hefur verið fækkun [fósturforeldra] á milli ára en þörf barnanna [sem þurfa fósturheimili] hefur aukist jafnt og þétt,“ var haft eftir forstjóra Barna- og fjölskyldustofu í fréttum RÚV á dögunum. Það verður að segjast eins og er að herferðin vekur upp ýmsar spurningar hjá okkur í forystu Félags fósturforeldra um stöðu kerfisins. Núna eru liðin meira en tíu ár síðan Íslenska ríkið fékk alvarlegar ábendingar frá alþjóðasamfélaginu um að við hefðum aldrei gert könnun á afdrifum uppkominna fósturbarna, þrátt fyrir skuldbindingar okkar í þeim efnum. En á sama tíma hefur verið ráðist í ýmsar kerfisbreytingar í þágu barna á Íslandi, en gerum ekkert og höfum ekkert gert til að leggja mat á þær mest íþyngjandi aðgerðir sem kerfið ræðst í; að ráðstafa börnum á fósturheimili. Þessi börn eru sannarlega tekin úr erfiðum og óásættanlegum aðstæðum, en við sem samfélag höfum aldrei lagt mat á það með könnunum eða rannsóknum hvaða aðgerðir skila bestum eða ásættanlegum árangri. Það hlýtur að segja sig sjálf að ef við vitum ekki hvernig fósturbörnum vegnar sem fullorðnum einstaklingum í samfélaginu, þá getum við varla lagt mat á það hvernig kerfið okkar virkar, hvaða aðferðir virka best og hvar séu tækifærin til úrbóta. Hvernig getum við sem samfélag á þessum mikla uppgangstíma á síðasta áratug og á meðan allri þessari umbótavinnu á kerfi fyrir börn, látið hjá liggja að gera þessa afdrifakönnun meðal uppkominna fósturbarna? Við hjá Félagi fósturforeldra ásamt UNICEF, Barnaheillum og SOS Barnaþorpum höfum, með fundum, bréfaskriftum og greinaskrifum, þrýst á þáverandi Barnaverndastofu, ráðuneyti og barnamálaráðherra um úrbætur í þessum málum. Við höfum hvatt til þess að staða uppkominna fósturbarna verði skoðuð. Verkefni sem ætti ekki að vera flókið í framkvæmd þar sem uppkomin fósturbörn eru „þekkt mengi“ og þar af leiðandi ætti að vera hægt að bera saman líðan þeirra, fjölskyldustöðu, menntun, tekjur og stöðu að öðru leyti við almenning í þessu landi. Kannski reiðir uppkomnum fósturbörnum betur en öðrum. Kannski ekki. Við bara vitum það ekki. Það virðist að minnsta kosti afskaplega lítill áhugi fyrir því að að kanna stöðu þeirra og vita hverskonar einstaklingar koma úr fósturkerfinu á Íslandi. Það er eins og það sé bara langþægilegast að börnin sem voru ósýnileg í kerfinu verði það áfram eftir að þau komast á fullorðinsár. Þá þarf heldur ekki að „flækja málin“ og áfram er hægt að hreykja sér af umbótum í þágu allra barna á Íslandi en þessi ósýnilegu sitja áfram eftir. Höfundur er formaður Félags fósturforeldra.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun