„Ég treysti þeim í allt“ Sindri Sverrisson skrifar 6. september 2022 11:30 Amanda Andradóttir kom við sögu í einum leik á EM og hefur leikið átta A-landsleiki, aðeins 18 ára gömul. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Samanlagður aldur vinstri vængsins í íslenska landsliðsinu í fótbolta síðastliðið föstudagskvöld var undir fertugu. Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segist hins vegar treysta Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur og Amöndu Andradóttur fullkomlega til að spila úrslitaleikinn stóra gegn Hollandi í kvöld. Takist Íslandi að forðast tap hér í Utrecht í kvöld kemst liðið í fyrsta sinn á HM. Annars þarf liðið að fara í umspil í október. Ólíklegt er að Þorsteinn geri miklar breytingar á byrjunarliði sínu frá 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld en helst mætti búast við að hin 18 ára Amanda, sem þó var frábær á föstudaginn, taki sæti á varamannabekknum og Svava Rós Guðmundsdóttir komi inn í hennar stað. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á ferðinni gegn Hvít-Rússum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Dreymir um að spila svona leiki Áslaug Munda er að taka við vinstri bakvarðarstöðunni sem Hallbera Guðný Gísladóttir sá um í svo mörg ár, en Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem lék sem vinstri kantmaður gegn Hvít-Rússum. Á blaðamannafundi í gær sagðist Þorsteinn treysta þeim Amöndu og Áslaugu Mundu fullkomlega til að byrja stórleikinn í kvöld: „Já, algjörlega. Þetta eru leikmenn sem eru efnilegir og verða góðir, og ég treysti þeim í allt. Ég efast ekkert um það að þær séu tilbúnar að spila þennan leik. Þó að þetta sé stærri leikur en við spiluðum á föstudaginn þá vilja allir leikmenn og dreymir um að spila svona leiki, og það er bara tilhlökkun og spenna í hópnum. Þetta er það sem þessir leikmenn elska að gera. Spila svona leiki sem geta gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn sem var spurður sérstaklega út í frammistöðu Amöndu á föstudaginn: „Amanda var bara góð. Við fengum frá henni það sem við óskuðum og vonuðumst eftir. Gæði í sendingum, sem myndu nýtast okkur í föstum leikatriðum. Hún gerði það sem við þurftum á að halda í þeim leik og stóð sig vel.“ Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar. Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Sjá meira
Takist Íslandi að forðast tap hér í Utrecht í kvöld kemst liðið í fyrsta sinn á HM. Annars þarf liðið að fara í umspil í október. Ólíklegt er að Þorsteinn geri miklar breytingar á byrjunarliði sínu frá 6-0 sigrinum gegn Hvíta-Rússlandi á föstudagskvöld en helst mætti búast við að hin 18 ára Amanda, sem þó var frábær á föstudaginn, taki sæti á varamannabekknum og Svava Rós Guðmundsdóttir komi inn í hennar stað. Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir á ferðinni gegn Hvít-Rússum.VÍSIR/HULDA MARGRÉT Dreymir um að spila svona leiki Áslaug Munda er að taka við vinstri bakvarðarstöðunni sem Hallbera Guðný Gísladóttir sá um í svo mörg ár, en Amanda er sókndjarfur miðjumaður sem lék sem vinstri kantmaður gegn Hvít-Rússum. Á blaðamannafundi í gær sagðist Þorsteinn treysta þeim Amöndu og Áslaugu Mundu fullkomlega til að byrja stórleikinn í kvöld: „Já, algjörlega. Þetta eru leikmenn sem eru efnilegir og verða góðir, og ég treysti þeim í allt. Ég efast ekkert um það að þær séu tilbúnar að spila þennan leik. Þó að þetta sé stærri leikur en við spiluðum á föstudaginn þá vilja allir leikmenn og dreymir um að spila svona leiki, og það er bara tilhlökkun og spenna í hópnum. Þetta er það sem þessir leikmenn elska að gera. Spila svona leiki sem geta gert svo mikið fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn sem var spurður sérstaklega út í frammistöðu Amöndu á föstudaginn: „Amanda var bara góð. Við fengum frá henni það sem við óskuðum og vonuðumst eftir. Gæði í sendingum, sem myndu nýtast okkur í föstum leikatriðum. Hún gerði það sem við þurftum á að halda í þeim leik og stóð sig vel.“ Ísland mætir Hollandi í Utrecht í kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, í úrslitaleik um öruggt sæti á HM. Tapi Ísland fer liðið í umspil í október. Vísir er á staðnum og flytur fréttir í allan dag af stelpunum okkar.
Landslið kvenna í fótbolta HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Fótbolti Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Sjá meira