Leikskóli áfram í Staðarhverfi Skúli Helgason skrifar 6. september 2022 11:01 Nokkrir íbúar í Staðarhverfi í Grafarvogi skrifuðu grein hér á Vísi á dögunum um leikskólamál í hverfinu þar sem ég er sérstaklega ávarpaður. Nú er ég reyndar ekki lengur í forsvari fyrir skólamálin í borginni en hef þó haft aðkomu að þessu máli sem greinin fjallar um og sjálfsagt að upplýsa um það sem ég þekki til málsins. Málið snýst um leikskólann Bakka í Staðarhverfi sem undanfarin ár hefur verið sameinaður leikskólanum Hamra sem er í næsta nágrenni. Bakki hefur leyfi fyrir 58 börnum en undanfarin ár hafa verið mun færri börn þar í vistun og um þessar mundir eru einungis 20 börn í leikskólanum. Það gerir Bakka að fámennasta leikskóla borgarinnar. Greinarhöfundar velta því upp hvort fámennið þýði að leikskólanum verði lokað og er mikilvægt að tala skýrt um það að við sem myndum meirihluta borgarstjórnar höfum engin áform um að hætta leikskólastarfsemi í húsinu. Ég hef sjálfur aldrei ljáð máls á því enda er það stefna okkar að fjölga leikskólaplássum og auka þjónustu við foreldra yngstu barnanna en ekki fækka plássunum og draga úr þjónustunni. Skóla- og frístundasvið fékk það verkefni frá borgarráði að leita allra leiða til að nýta núverandi húsnæði borgarinnar betur svo að fjölga mætti dvalarrýmum í leikskólum. Ein hugmynd var að gera þær breytingar að börn sem nú eru vistuð í Bakka færu yfir í Hamra en foreldrar lýstu andstöðu við þá hugmynd og hefur hún í kjölfarið verið lögð til hliðar. Það verður því áfram rekinn leikskóli í Staðarhverfi og börnin sem nú eru í Bakka geta verið þar áfram en til greina kemur að skoða samstarf við leikskólann Engjaborg en foreldrar m.a. í fyrrnefndri grein hafa fært ágæt rök fyrir því að slíkt samstarf myndi skapa betri samfellu við grunnskólagöngu barnanna sem færu þá saman upp í Engjaskóla að loknum leikskóla. Það er hluti af stefnu meirihlutans um betri nýtingu húsnæðis að opna tvær nýjar deildir á Bakka til að nýta þau lausu pláss sem þar eru. Strax í september verður byrjað að taka á móti börnum sem innrituð hafa verið í væntanlegan leikskóla í Vogabyggð og þau munu starfa í Bakka þar til Ævintýraborgin í Vogabyggð opnar, sem stefnt er að því að verði í desember. Næstu vikur verða notaðar til að kynna Bakka sem góðan kost fyrir foreldra í nærliggjandi hverfum, bæði í Grafarvogi en líka í Grafarholti og Úlfarsárdal þar sem mikil eftirspurn er eftir leikskólarýmum en lítið um laus pláss. Gott aðgengi er að Bakka fyrir íbúa í Grafarholti og greiðar samgöngur þar á milli. Á fundi með foreldrum síðastliðinn fimmtudag var það niðurstaðan að skóla- og frístundasvið og foreldrar myndu sameinast um að kynna Bakka fyrir foreldrum yngstu barnanna og freista þess þannig að nýta þau lausu pláss sem þar eru og treysta þannig starfsgrundvöll leikskólans til framtíðar. Það er í takt við stefnu meirihlutans í Reykjavík sem lítur á það sem sitt forgangsverkefni að fjölga leikskólaplássum í borginni til að geta boðið börnum frá 12 mánaða aldri að njóta þess afburða starfs sem starfsfólk og stjórnendur leikskólanna halda úti á hverjum degi og stenst jöfnuð við það sem best gerist í löndunum í kringum okkur. Samhliða fjölgun plássa munum við halda ótrauð áfram að bæta starfsumhverfi leikskólanna til að laða ungt fólk og annað hæfileikafólk til liðs við þennan mikilvæga málaflokk sem fyrsta skólastigið sannarlega er. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um leikskólauppbyggingu í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Nokkrir íbúar í Staðarhverfi í Grafarvogi skrifuðu grein hér á Vísi á dögunum um leikskólamál í hverfinu þar sem ég er sérstaklega ávarpaður. Nú er ég reyndar ekki lengur í forsvari fyrir skólamálin í borginni en hef þó haft aðkomu að þessu máli sem greinin fjallar um og sjálfsagt að upplýsa um það sem ég þekki til málsins. Málið snýst um leikskólann Bakka í Staðarhverfi sem undanfarin ár hefur verið sameinaður leikskólanum Hamra sem er í næsta nágrenni. Bakki hefur leyfi fyrir 58 börnum en undanfarin ár hafa verið mun færri börn þar í vistun og um þessar mundir eru einungis 20 börn í leikskólanum. Það gerir Bakka að fámennasta leikskóla borgarinnar. Greinarhöfundar velta því upp hvort fámennið þýði að leikskólanum verði lokað og er mikilvægt að tala skýrt um það að við sem myndum meirihluta borgarstjórnar höfum engin áform um að hætta leikskólastarfsemi í húsinu. Ég hef sjálfur aldrei ljáð máls á því enda er það stefna okkar að fjölga leikskólaplássum og auka þjónustu við foreldra yngstu barnanna en ekki fækka plássunum og draga úr þjónustunni. Skóla- og frístundasvið fékk það verkefni frá borgarráði að leita allra leiða til að nýta núverandi húsnæði borgarinnar betur svo að fjölga mætti dvalarrýmum í leikskólum. Ein hugmynd var að gera þær breytingar að börn sem nú eru vistuð í Bakka færu yfir í Hamra en foreldrar lýstu andstöðu við þá hugmynd og hefur hún í kjölfarið verið lögð til hliðar. Það verður því áfram rekinn leikskóli í Staðarhverfi og börnin sem nú eru í Bakka geta verið þar áfram en til greina kemur að skoða samstarf við leikskólann Engjaborg en foreldrar m.a. í fyrrnefndri grein hafa fært ágæt rök fyrir því að slíkt samstarf myndi skapa betri samfellu við grunnskólagöngu barnanna sem færu þá saman upp í Engjaskóla að loknum leikskóla. Það er hluti af stefnu meirihlutans um betri nýtingu húsnæðis að opna tvær nýjar deildir á Bakka til að nýta þau lausu pláss sem þar eru. Strax í september verður byrjað að taka á móti börnum sem innrituð hafa verið í væntanlegan leikskóla í Vogabyggð og þau munu starfa í Bakka þar til Ævintýraborgin í Vogabyggð opnar, sem stefnt er að því að verði í desember. Næstu vikur verða notaðar til að kynna Bakka sem góðan kost fyrir foreldra í nærliggjandi hverfum, bæði í Grafarvogi en líka í Grafarholti og Úlfarsárdal þar sem mikil eftirspurn er eftir leikskólarýmum en lítið um laus pláss. Gott aðgengi er að Bakka fyrir íbúa í Grafarholti og greiðar samgöngur þar á milli. Á fundi með foreldrum síðastliðinn fimmtudag var það niðurstaðan að skóla- og frístundasvið og foreldrar myndu sameinast um að kynna Bakka fyrir foreldrum yngstu barnanna og freista þess þannig að nýta þau lausu pláss sem þar eru og treysta þannig starfsgrundvöll leikskólans til framtíðar. Það er í takt við stefnu meirihlutans í Reykjavík sem lítur á það sem sitt forgangsverkefni að fjölga leikskólaplássum í borginni til að geta boðið börnum frá 12 mánaða aldri að njóta þess afburða starfs sem starfsfólk og stjórnendur leikskólanna halda úti á hverjum degi og stenst jöfnuð við það sem best gerist í löndunum í kringum okkur. Samhliða fjölgun plássa munum við halda ótrauð áfram að bæta starfsumhverfi leikskólanna til að laða ungt fólk og annað hæfileikafólk til liðs við þennan mikilvæga málaflokk sem fyrsta skólastigið sannarlega er. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður stýrihóps um leikskólauppbyggingu í Reykjavík.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun