Íbúafundur í Ráðhúsinu Þorsteinn Sæmundsson skrifar 6. september 2022 13:31 Nú nýlega fjölmenntu foreldrar barna sem bíða eftir plássi á leikskóla á fund borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur til að rukka inn síendurtekin kosningaloforð. Sjá mátti áhyggjusvip á andlitum meirihlutafulltrúanna, jafnvel óttasvip, því alltíeinu var komið inn á gafl til þeirra venjulegt fólk með alvöru vandamál. Þetta fólk var ekki hægt að afgreiða á hefðbundinn hátt borgarstjórnarmeirihlutans með glærusýningu og léttum veitingum. Þau kröfðust svara. Þau kröfðust þess að einhver sýndi ábyrgð. Nýjustu hækjunni í hjálpartækjabanka borgarstjórans var brugðið um stund en tilheyrandi stjórnmálaflokki sem svíkur öll loforð áður en blýið þornar á atkvæðaseðlinum mun hann sjálfsagt jafna sig fyrr en varir. Borgarstjóri brást við með hefðbundnum hætti þegar ekki er hægt að leysa mál með því að skella í góm fyrir framan myndavél. Fór í felur og sendi tindáta á vettvang til að svara erfiðustu spurningunum þangað til vandamálið hverfur. Þetta vandamál er hinsvegar ekki líklegt til að hverfa. Borgarstjórnarmeirihlutinn á engar lausnir. Hann ætlaði sér aldrei að standa við loforðið um leikskólapláss fyrir 12 mánaða og eldri. Það hafa engar ráðstafanir verið gerðar sem tryggja nauðsynlega uppbyggingu og mönnun. Foreldrar eru heldur ekki líklegir til að láta af mótmælum og láta sér nægja froðu í stað framkvæmda. Það er því meira en líklegt að fjölmennt verði í Ráðhús Reykjavíkur á næstunni þar til boðleg niðurstaða er fengin. Klúðrið í leikskólamálum er fráleitt það eina sem stendur uppá borgarstjórnarmeirihlutann. Ástandið í húsnæðismálum er fyrir neðan allar hellur. Auðmönnum og bröskurum hefur verið afhent skipulagsvaldið og þeir tóku glaðir við. Fæst af þeim íbúðum sem nú eru í smíðum í borginni eru á verðlagi við alþýðuskap eða greiðslugetu. Nú er til dæmis verið að byggja á tveim stöðum í Vesturbæ, við Borgartún og Suðurlandsbraut/Grenásveg. Þar er ekki að finna fyrstu kaupa íbúðir eða íbúðir sem falla undir froðu barnamálaráðherrans um hlutdeildarlán. Það er reyndar sjálfstætt rannsóknarefni að komast að því hversu mörg slík lán hafa þegar verið veitt á Höfuðborgarsvæðinu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ungt fólk hefur flúið Höfuðborgina vegna skorts á leikskólarýmum og ástandsins í húsnæðismálum. Þau sem eftir sitja reyna að skipuleggja barneignir sínar til að freista þess að börnin komist að á leikskóla í samræmi við loforð meirihlutans. Fólk á leigumarkaði býr einnig við óþolandi óvissu og okurverð fákeppnisleigusala. Það er rétt að hvetja þá sem hafa ekki fengið húsnæði við hæfi til að slást í hópinn og mæta á tröppurnar hjá borgarstjóra og hjálpartækjabanka hans. Þriðji hópurinn sem á sannarlega erindi við borgarráð eru þau sem bíða eftir félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar. Það er full ástæða fyrir þann hóp að mæta til fundar við borgarstjóra og borgarráð þannig að valdafólkið geti skipst á skoðunum við íbúa öðru vísi en með glærusýningum og léttum veitingum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Sæmundsson Leikskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Miðflokkurinn Mest lesið Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Nú nýlega fjölmenntu foreldrar barna sem bíða eftir plássi á leikskóla á fund borgarráðs í Ráðhúsi Reykjavíkur til að rukka inn síendurtekin kosningaloforð. Sjá mátti áhyggjusvip á andlitum meirihlutafulltrúanna, jafnvel óttasvip, því alltíeinu var komið inn á gafl til þeirra venjulegt fólk með alvöru vandamál. Þetta fólk var ekki hægt að afgreiða á hefðbundinn hátt borgarstjórnarmeirihlutans með glærusýningu og léttum veitingum. Þau kröfðust svara. Þau kröfðust þess að einhver sýndi ábyrgð. Nýjustu hækjunni í hjálpartækjabanka borgarstjórans var brugðið um stund en tilheyrandi stjórnmálaflokki sem svíkur öll loforð áður en blýið þornar á atkvæðaseðlinum mun hann sjálfsagt jafna sig fyrr en varir. Borgarstjóri brást við með hefðbundnum hætti þegar ekki er hægt að leysa mál með því að skella í góm fyrir framan myndavél. Fór í felur og sendi tindáta á vettvang til að svara erfiðustu spurningunum þangað til vandamálið hverfur. Þetta vandamál er hinsvegar ekki líklegt til að hverfa. Borgarstjórnarmeirihlutinn á engar lausnir. Hann ætlaði sér aldrei að standa við loforðið um leikskólapláss fyrir 12 mánaða og eldri. Það hafa engar ráðstafanir verið gerðar sem tryggja nauðsynlega uppbyggingu og mönnun. Foreldrar eru heldur ekki líklegir til að láta af mótmælum og láta sér nægja froðu í stað framkvæmda. Það er því meira en líklegt að fjölmennt verði í Ráðhús Reykjavíkur á næstunni þar til boðleg niðurstaða er fengin. Klúðrið í leikskólamálum er fráleitt það eina sem stendur uppá borgarstjórnarmeirihlutann. Ástandið í húsnæðismálum er fyrir neðan allar hellur. Auðmönnum og bröskurum hefur verið afhent skipulagsvaldið og þeir tóku glaðir við. Fæst af þeim íbúðum sem nú eru í smíðum í borginni eru á verðlagi við alþýðuskap eða greiðslugetu. Nú er til dæmis verið að byggja á tveim stöðum í Vesturbæ, við Borgartún og Suðurlandsbraut/Grenásveg. Þar er ekki að finna fyrstu kaupa íbúðir eða íbúðir sem falla undir froðu barnamálaráðherrans um hlutdeildarlán. Það er reyndar sjálfstætt rannsóknarefni að komast að því hversu mörg slík lán hafa þegar verið veitt á Höfuðborgarsvæðinu. Það er kunnara en frá þurfi að segja að ungt fólk hefur flúið Höfuðborgina vegna skorts á leikskólarýmum og ástandsins í húsnæðismálum. Þau sem eftir sitja reyna að skipuleggja barneignir sínar til að freista þess að börnin komist að á leikskóla í samræmi við loforð meirihlutans. Fólk á leigumarkaði býr einnig við óþolandi óvissu og okurverð fákeppnisleigusala. Það er rétt að hvetja þá sem hafa ekki fengið húsnæði við hæfi til að slást í hópinn og mæta á tröppurnar hjá borgarstjóra og hjálpartækjabanka hans. Þriðji hópurinn sem á sannarlega erindi við borgarráð eru þau sem bíða eftir félagslegu húsnæði á vegum borgarinnar. Það er full ástæða fyrir þann hóp að mæta til fundar við borgarstjóra og borgarráð þannig að valdafólkið geti skipst á skoðunum við íbúa öðru vísi en með glærusýningum og léttum veitingum. Höfundur situr í stjórn Miðflokksins.
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Fráflæðisvandi Landspítala kostar samfélagið yfir 3 milljarða á hverju ári Heiða Lind Baldvinsdóttir, Steinn Thoroddsen Halldórsson og Eva Hrund Hlynsdóttir Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun