Forsetinn segir Dönum að súkkulaðihúða smurbrauðið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. september 2022 15:20 Guðni Th. Jóhannesson forseti segir ekkert danskt við súkkulaðihúðaðan lakkrís. Hann sé jafn íslenskur og álfar og jöklar. Vísir/Vilhelm/Lakrids by Bülow Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur blandað sér í umræðuna um súkkulaðihúðaðan lakkrís, og hvort um sé að ræða danska eða íslenska uppfinningu, sem hefur farið hátt síðustu daga. Í gær fjallaði Vísir um kynningartexta sem danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow hefur stuðst við, þar sem sagði að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hefði árið 2009 fengið þá snjöllu hugmynd að blanda saman lakkrís og súkkulaði. Honum hafi verið sagt að það væri, einfaldlega, ekki hægt. Hann hafi hins vegar sýnt efasemdarmönnum í tvo heimana og gert nákvæmlega það. Bent hefur verið á að saga súkkulaðihúðaðs lakkríss sé ögn lengri en 13 ár. Það gerði framkvæmdastjóri Freyju, Pétur Thor Gunnarsson, meðal annars, og benti á að sambland lakkríss og súkkulaðis mætti kalla áratugagamla hefð hér á landi. Danir væru þarna að reyna að eigna sér heiðurinn af þeirri hefð. Í morgun birtist síðan tíst frá aðgangi danska sælgætisframleiðandans, þar sem gengist var við því að um væri að ræða íslenska nammihefð, og unnið væri að breytingum á kynningartextanum. Súkkulaði og lakkrís jafn íslenskt og jöklar og álfar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, hefur nú blandað sér í málið. Í svari við tísti Lakrids by Bülow segir hann súkkulaðihúðaðan lakkrís vera jafn íslenskan og „jöklar og álfar, eldfjöll og fossar.“ „Ekkert danskt við það, með fullri virðingu. Prófið frekar að setja súkkulaði á ykkar ástkæra smurbrauð eða svínasteik, kæru dönsku vinir. Það gæti verið eitthvað,“ skrifar forsetinn á sínum opinbera reikningi. Chocolate-coated liquorice is as Icelandic as glaciers and elves, volcanoes and waterfalls. Nothing Danish there, with all due respect. Try instead putting chocolate on your beloved smørrebrød or stegt flæsk, dear friends in Denmark. That could be something.— President of Iceland (@PresidentISL) September 6, 2022 Ljóst er að forsetinn gat ekki látið það átölulaust að fólk velktist í vafa um uppruna súkkulaðihúðaðs lakkríss, miðað við þessi orð. Raunar herma heimildir fréttastofu að Guðni sé mikill aðdándi íslensks lakkríss, og hafi meðal annars boðið upp á hann í samkvæmum tengdum útgáfu á bókum hans. Því standi málið honum nær en ella. Sælgæti Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Í gær fjallaði Vísir um kynningartexta sem danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow hefur stuðst við, þar sem sagði að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hefði árið 2009 fengið þá snjöllu hugmynd að blanda saman lakkrís og súkkulaði. Honum hafi verið sagt að það væri, einfaldlega, ekki hægt. Hann hafi hins vegar sýnt efasemdarmönnum í tvo heimana og gert nákvæmlega það. Bent hefur verið á að saga súkkulaðihúðaðs lakkríss sé ögn lengri en 13 ár. Það gerði framkvæmdastjóri Freyju, Pétur Thor Gunnarsson, meðal annars, og benti á að sambland lakkríss og súkkulaðis mætti kalla áratugagamla hefð hér á landi. Danir væru þarna að reyna að eigna sér heiðurinn af þeirri hefð. Í morgun birtist síðan tíst frá aðgangi danska sælgætisframleiðandans, þar sem gengist var við því að um væri að ræða íslenska nammihefð, og unnið væri að breytingum á kynningartextanum. Súkkulaði og lakkrís jafn íslenskt og jöklar og álfar Guðni Th. Jóhannesson, forseti lýðveldisins, hefur nú blandað sér í málið. Í svari við tísti Lakrids by Bülow segir hann súkkulaðihúðaðan lakkrís vera jafn íslenskan og „jöklar og álfar, eldfjöll og fossar.“ „Ekkert danskt við það, með fullri virðingu. Prófið frekar að setja súkkulaði á ykkar ástkæra smurbrauð eða svínasteik, kæru dönsku vinir. Það gæti verið eitthvað,“ skrifar forsetinn á sínum opinbera reikningi. Chocolate-coated liquorice is as Icelandic as glaciers and elves, volcanoes and waterfalls. Nothing Danish there, with all due respect. Try instead putting chocolate on your beloved smørrebrød or stegt flæsk, dear friends in Denmark. That could be something.— President of Iceland (@PresidentISL) September 6, 2022 Ljóst er að forsetinn gat ekki látið það átölulaust að fólk velktist í vafa um uppruna súkkulaðihúðaðs lakkríss, miðað við þessi orð. Raunar herma heimildir fréttastofu að Guðni sé mikill aðdándi íslensks lakkríss, og hafi meðal annars boðið upp á hann í samkvæmum tengdum útgáfu á bókum hans. Því standi málið honum nær en ella.
Sælgæti Danmörk Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02 Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27 Mest lesið Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Sjá meira
Fullnaðarsigur Íslands í nammideilu við Dani Danska sælgætisfyrirtækið Lakrids by Bülow segir ljóst að hin klassíska blanda sem svo margir Íslendingar þekkja, lakkrís og súkkulaði, sé sannarlega rammíslensk hefð. Fyrirtækið hefur hingað til stuðst við kynningarefni þar sem því hefur verið haldið fram að Johan Bülow, stofnandi fyrirtækisins, hafi fyrstur manna blandað saman lakkrís og súkkulaði árið 2009. 6. september 2022 11:02
Danir reyni að eigna sér heiðurinn af gamalli nammihefð Íslendinga Það er mikill misskilningur að Danir hafi fundið upp á þeirri vinsælu framleiðsluaðferð sælgætis, að húða lakkrís með súkkulaði, líkt og forsvarsmenn danska fyrirtækisins Lakrids by Bülow virðast halda fram. Þetta segir framkvæmdastjóri Freyju. 5. september 2022 11:27