Eftir innrás Rússland inn í Úkraínu var ákveðið að öll lands- og félagslið Rússlands myndu ekki fá að taka þátt í mótum á vegum UEFA né FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Átti Ísland til að mynda að vera með Rússlandi í riðli í Þjóðadeildinni en Rússlandi var meinuð þátttaka.
Þó stríðið geysi enn í Úkraínu þá hafa Rússar alltaf talið að ekki væri lagalegur grundvöllur fyrir ákvörðun FIFA og UEFA. Samkvæmt rússneska ríkisfjölmiðlinum Tass hefur UEFA staðfest að ekki sé búið að taka ákvörðun hvort Rússlandi verði með í undankeppni EM 2024 en dregið verður í hana í næsta mánuði.
Rússneska knattspyrnusambandið er allavega farið að undirbúa karlalandslið sitt undir endurkomu en þrír æfingaleikir eru á döfinni. Bosnía mætir í Sankti Pétursborg í nóvember og þá mun Rússland einnig mæta Íran og Kirgistan fyrir áramót.