Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins tryggði vettvang. Senda þurfti reykkafara inn á elliheimilið til þess að sinna reykræstingu.
Varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að allt tiltækt slökkvilið hafi verið kallað út. Eldurinn hafi þó verið minni en talið var í upphafi. Hann kveðst ekki hafa upplýsingar um hvort einhver hafi slasast að svo stöddu.