Í færslunni baðst hún einnig afsökunar á því að hún muni aldrei gleyma sársaukanum sem hún hefur þurft að fara í gegnum og að hún eigi erfitt með að sætta sig við það sem fjölskyldan gerði henni, „það verður erfitt fyrir mig út lífið,“ segir hún.

Aðeins tíu mánuðir síðan
Hún minnir á að það séu aðeins tíu mánuðir síðan hún hlaut sjálfræði sitt aftur eftir að faðir hennar fór með það í þrettán ár. Stuttu áður birti hún fimm myndbönd í röð með engu nema hljóði. Í þeim byrjaði hún á því að útskýra að hún þyrfti að tjá sig. Aðdáendur sendu henni skilaboð undir myndböndin og hvöttu hana í að nýta málfrelsi sitt.
Elskar börnin sín
„Það eina sem ég veit er að ást mín á börnunum mínum er meiri en allt og fyrirgefið ef ég gerði eitthvað til að særa ykkur,“ sagði hún meðal annars í einu myndbandinu. „Ég skil ekki hvernig það er svona auðvelt fyrir þá að loka á mig, ég skil það ekki,“ segir hún einnig um strákana sína.
Í myndböndunum opnaði hún sig einnig um þá sálfræðiaðstoð sem hún er að sækja sér, sem felur meðal annars í sér samskipti við hesta. Britney segist eiga erfitt með að ná tengingu við fólk á ný eftir að hafa liðið eins og hún væri tilraunadýr á einhverjum tímapunkti á ævinni.