Fjöldi kvenna í Kvennaathvarfinu þegar orðinn meiri en í fyrra Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. september 2022 14:27 Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins, segir samtökin finna fyrir aukinni aðsókn í þjónustu þeirra. Mynd/Ásta Kristjáns Fleiri konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu það sem af er ári en gerðu allt árið í fyrra. Aðsókn í viðtalsþjónustu athvarfsins hefur þá margfaldast frá árinu 2021. Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um fyrstu sex mánuði ársins kom í ljós að á hverjum degi berist lögreglu á landsvísu að meðaltali sjö tilkynningar um heimilisofbeldi og hafa tilkynningarnar aldrei verið fleiri. Tilkynningum um nauðganir fjölgaði einnig mikið eða um nærri þriðjung á milli ára. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, að þessar sláandi tölur yfir tilkynningar um ofbeldi geti átt sér skýringar í því að stjórnvöld hafi í störfum sínum lagt áherslu á að fækka brotum en ekki síst að fjölga tilkynningum. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir að aðsókn í viðtals-og dvalarþjónustu athvarfsins hafi aukist jafnt og þétt á síðustu árum. „Í ár eru konurnar sem dvelja hjá okkur í athvarfinu þegar orðnar fleiri en dvöldu hjá okkur allt árið í fyrra. Það gista svona að meðaltali 120-130 konur á ári með að meðaltali hundrað börn með sér og við erum sem sagt að ná upp í þá tölu á árinu,“ segir Linda Dröfn. „En stærsta stökkið sjáum við í viðtölunum hjá okkur. Við bjóðum sem sagt upp á viðtalsþjónustu fyrir konur sem búa við ofbeldi í nánu sambandi eða eru jafnvel að hugsa sér að komast út úr þannig sambandi eða vantar ráðgjöf og stuðning. Tölur yfir það hafa alveg margfaldast.“ En hvers vegna þessi mikla fjölgun, hafið þið einhverjar skýringar? „Það eru alltaf þessar pælingar með hvort þetta sé raunveruleg fjölgun eða meiri meðvitund og fleiri skráningar eða hvort fólk sé duglegra við að leita sér hjálpar. Það er alltaf pínu erfitt að greina þar á milli. Það er ekkert endilega okkar upplifun að ofbeldi í nánum samböndum hafi mikið aukist heldur frekar það að konur séu í auknum mæli að leita sér aðstoðar.“ Þá bendir Linda Dröfn á að aukningu í athvarfinu meiri einnig rekja til fleiri kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. „Þær þurfa oft meira á því að halda að leita sér athvarfs og hafa síður bakland til að leita í,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. 12. september 2022 21:14 Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45 Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um fyrstu sex mánuði ársins kom í ljós að á hverjum degi berist lögreglu á landsvísu að meðaltali sjö tilkynningar um heimilisofbeldi og hafa tilkynningarnar aldrei verið fleiri. Tilkynningum um nauðganir fjölgaði einnig mikið eða um nærri þriðjung á milli ára. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, að þessar sláandi tölur yfir tilkynningar um ofbeldi geti átt sér skýringar í því að stjórnvöld hafi í störfum sínum lagt áherslu á að fækka brotum en ekki síst að fjölga tilkynningum. Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf, segir að aðsókn í viðtals-og dvalarþjónustu athvarfsins hafi aukist jafnt og þétt á síðustu árum. „Í ár eru konurnar sem dvelja hjá okkur í athvarfinu þegar orðnar fleiri en dvöldu hjá okkur allt árið í fyrra. Það gista svona að meðaltali 120-130 konur á ári með að meðaltali hundrað börn með sér og við erum sem sagt að ná upp í þá tölu á árinu,“ segir Linda Dröfn. „En stærsta stökkið sjáum við í viðtölunum hjá okkur. Við bjóðum sem sagt upp á viðtalsþjónustu fyrir konur sem búa við ofbeldi í nánu sambandi eða eru jafnvel að hugsa sér að komast út úr þannig sambandi eða vantar ráðgjöf og stuðning. Tölur yfir það hafa alveg margfaldast.“ En hvers vegna þessi mikla fjölgun, hafið þið einhverjar skýringar? „Það eru alltaf þessar pælingar með hvort þetta sé raunveruleg fjölgun eða meiri meðvitund og fleiri skráningar eða hvort fólk sé duglegra við að leita sér hjálpar. Það er alltaf pínu erfitt að greina þar á milli. Það er ekkert endilega okkar upplifun að ofbeldi í nánum samböndum hafi mikið aukist heldur frekar það að konur séu í auknum mæli að leita sér aðstoðar.“ Þá bendir Linda Dröfn á að aukningu í athvarfinu meiri einnig rekja til fleiri kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. „Þær þurfa oft meira á því að halda að leita sér athvarfs og hafa síður bakland til að leita í,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Lögreglan Lögreglumál Tengdar fréttir Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. 12. september 2022 21:14 Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45 Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Sjá meira
Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. 12. september 2022 21:14
Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45
Tilkynnt um rúmlega tuttugu nauðganir á mánuði Lögregla á Íslandi skráði um 125 nauðganir fyrstu sex mánuði ársins 2022 og samsvarar það um 28 prósenta fjölgun frá því á síðasta ári. Ef borið er saman við sama tímabil síðustu þrjú ár þar á undan þá fjölgar skráðum nauðgunum um 30 prósent og eru nú að meðaltali skráðar tilkynningar um 21 nauðgun á mánuði hjá lögreglunni. 12. september 2022 13:11
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent