Þær Þórunn Björg Bjarnadóttir, landbúnaðarverkakona, og dóttir hennar Jenný Ósk Vignisdóttir, hafa sagt af sér varaþingmennsku fyrir flokkinn. Þetta kom fram á þingsetningarfundi Alþingis, mbl.is greindi fyrst frá.
Þær skipuðu annað og níunda sæti flokksins í Norðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í fyrrahaust.
Formanninum blöskraði
Mikið hefur verið fjallað um bónda í Borgarfirði sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa. Þórunn Björg hefur samkvæmt upplýsingum fréttastofu komið að ræktun hrossanna ásamt bóndanum.
„Það kom okkur gjörsamlega í okkar skjöldu,“ sagði Inga Sæland í Reykjavík síðdegis eftir að málið kom upp.
Nágrannar hafa lýst yfir miklum áhyggjum af meintu dýraníði enda hafi þeir endurtekið í sumar kallað eftir aðgerðum frá Matvælastofnun til að bjarga dýrunum. Fyrri eigendur hesta hafa kallað eftir því að endurheimta þau eftir að hafa séð myndir af fyrri skepnum sínum þar sem þau virðast vannærð.