Innlent

Handtekinn fyrir fíkniefnasölu en grunaður um ólöglega dvöl

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fátt var um að vera hjá lögreglu ef marka má dagbók hennar.
Fátt var um að vera hjá lögreglu ef marka má dagbók hennar. Vísir/Vilhelm

Ökumaður bíls, sem var stöðvaður af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í reglubundnu eftirliti í nótt, er grunaður um að hafa komið ólöglega inn á Schengen-svæðið. 

Maðurinn var handtekinn vegna gruns um sölu fíkniefna en gistir nú fangageymslu. Fram kemur í dagbók lögreglu að rannsaka þurfi frekar meinta ólöglega dvöl hans innan Schengen. 

Lítið var um að vera hjá lögreglu í nótt ef marka má dagbókina. Lögregla var kölluð út þegar tilkynnt var um ágreining konu og manns á almannafæri en þau voru auk þess nokkuð ölvuð. Eftir samtal við lögreglu héldu þau leiðar sinnar og þótti ekki ástæða til frekara inngrips. 

Þá var tilkynnt um árekstur og slys og var bifreið fjarlægð af dráttarbíl. Einn varð fyrir minniháttar meiðslum en ekki þótti tilefni til að kalla til sjúkrabíl. 

Þá var ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna og sviptur ökuréttindum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×