„Auðvitað hef ég mínar áhyggjur“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 09:30 Tom Brady og Gisele Bündchen fögnuðu vel þegar Brady og félagar í Tama Bay Buccaneers höfðu landað NFL-meistaratitlinum í febrúar 2021. Getty/Kevin C. Cox Ofurfyrirsætan Gisele Bündchen hefur nú í fyrsta sinn tjáð sig um þá ákvörðun eiginmanns síns, 45 ára gömlu NFL-stjörnunnar Toms Brady, að hætta við að leggja skóna á hilluna. Brady hafði lýst því yfir að hann væri hættur í amerískum fótbolta en sneri þeirri ákvörðun í sumar. Gisele ræddi um málið í viðtali við tímaritið Elle en miklar vangaveltur hafa verið í bandarískum fjölmiðlum um hjónabandið eftir að Brady fékk hlé frá æfingum Tamba Bay Buccaneers í ágúst, „til að sinna einkaerindum“. Orðrómur var uppi um að ákvörðun Brady hefði valdið mikilli togstreitu í sambandinu og Gisele viðurkennir að hafa reynt að tala um fyrir eiginmanni sínum. Ofbeldisfull íþrótt og myndi vilja að hann væri meira heima „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur. Þetta er mjög ofbeldisfull íþrótt og ég er með börnin mín og myndi vilja að hann væri meira hjá okkur,“ sagði Gisele en þau Brady hafa verið gift í þrettán ár. Saman eiga þau tvö börn, 9 og 12 ára, auk þess að ala upp 15 ára son Brady úr fyrra sambandi. „Ég hef svo sannarlega átt þessi samtöl við hann aftur og aftur [um þá ákvörðun að halda áfram keppni]. En þegar allt kemur til alls þá þurfa allir að taka þá ákvörðun sem hentar þeim. Hann verður líka að elta það sem veitir honum ánægju,“ sagði Gisele. Gisele Bundchen finally has broken her silence on her husband's decision to return to football this season. #GoBucs pic.twitter.com/p7B8DsJEMW— AS USA (@English_AS) September 14, 2022 Fjölskyldan flutti frá Boston árið 2020, þar sem Brady varð sex sinnum NFL-meistari með New England Patriots, og til Tampa þar sem Brady vann svo sjöunda meistaratitilinn sinn árið 2021 en það er met. Með langan lista af hlutum til að gera Gisele segist hafa notið þess að verja tíma með börnunum sínum, eftir að hafa minnkað við sig í fyrirsætustörfunum, en ítrekar í viðtalinu við Elle að hún eigi sér sína drauma og markmið sem hún vilji enn ná. „Ég er búin að gera mitt með því að standa við bakið á Tom. Ég flutti til Boston og einbeitti mér að því að búa til öruggt og ástríkt umhverfi sem börnin mín gætu alist upp í, og að styðja við hann og hans drauma. Að sjá börnunum mínum vegna vel, og sjá hann ná árangri og því sem hann ætlaði sér á sínum ferli, hefur glatt mig. Á þessum tímapunkti í lífinu finnst mér ég hafa staðið mig vel hvað það varðar. En ég er með langan lista af hlutum sem ég verð að gera, sem ég vil gera. Verandi 42 ára gömul þá finnst mér ég betur tengd því sem ég ætla mér. Mér finnst ég mjög fullnægð, sem móðir og eiginkona, og núna er komið að mér,“ sagði Gisele. NFL Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira
Brady hafði lýst því yfir að hann væri hættur í amerískum fótbolta en sneri þeirri ákvörðun í sumar. Gisele ræddi um málið í viðtali við tímaritið Elle en miklar vangaveltur hafa verið í bandarískum fjölmiðlum um hjónabandið eftir að Brady fékk hlé frá æfingum Tamba Bay Buccaneers í ágúst, „til að sinna einkaerindum“. Orðrómur var uppi um að ákvörðun Brady hefði valdið mikilli togstreitu í sambandinu og Gisele viðurkennir að hafa reynt að tala um fyrir eiginmanni sínum. Ofbeldisfull íþrótt og myndi vilja að hann væri meira heima „Auðvitað hef ég mínar áhyggjur. Þetta er mjög ofbeldisfull íþrótt og ég er með börnin mín og myndi vilja að hann væri meira hjá okkur,“ sagði Gisele en þau Brady hafa verið gift í þrettán ár. Saman eiga þau tvö börn, 9 og 12 ára, auk þess að ala upp 15 ára son Brady úr fyrra sambandi. „Ég hef svo sannarlega átt þessi samtöl við hann aftur og aftur [um þá ákvörðun að halda áfram keppni]. En þegar allt kemur til alls þá þurfa allir að taka þá ákvörðun sem hentar þeim. Hann verður líka að elta það sem veitir honum ánægju,“ sagði Gisele. Gisele Bundchen finally has broken her silence on her husband's decision to return to football this season. #GoBucs pic.twitter.com/p7B8DsJEMW— AS USA (@English_AS) September 14, 2022 Fjölskyldan flutti frá Boston árið 2020, þar sem Brady varð sex sinnum NFL-meistari með New England Patriots, og til Tampa þar sem Brady vann svo sjöunda meistaratitilinn sinn árið 2021 en það er met. Með langan lista af hlutum til að gera Gisele segist hafa notið þess að verja tíma með börnunum sínum, eftir að hafa minnkað við sig í fyrirsætustörfunum, en ítrekar í viðtalinu við Elle að hún eigi sér sína drauma og markmið sem hún vilji enn ná. „Ég er búin að gera mitt með því að standa við bakið á Tom. Ég flutti til Boston og einbeitti mér að því að búa til öruggt og ástríkt umhverfi sem börnin mín gætu alist upp í, og að styðja við hann og hans drauma. Að sjá börnunum mínum vegna vel, og sjá hann ná árangri og því sem hann ætlaði sér á sínum ferli, hefur glatt mig. Á þessum tímapunkti í lífinu finnst mér ég hafa staðið mig vel hvað það varðar. En ég er með langan lista af hlutum sem ég verð að gera, sem ég vil gera. Verandi 42 ára gömul þá finnst mér ég betur tengd því sem ég ætla mér. Mér finnst ég mjög fullnægð, sem móðir og eiginkona, og núna er komið að mér,“ sagði Gisele.
NFL Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Fleiri fréttir „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Hera hafnaði í fimmta sæti á Evrópumótinu Scheffler tryggði sér sinn fjórða risatitil Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Gömul Boston Celtics stjarna semur við Los Angeles Lakers Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Giftu sig en gáfu síðan allar brúðkaupsgjafirnar Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kærastinn kom henni í opna skjöldu í markinu eftir hundrað kílómetra hlaup Þjóðverjar sendu íslensku strákana niður í B-deildina Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fengu gullverðlaun sín loksins afhent 28 árum of seint Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið „Forréttindi fyrir okkur sem eru nærri honum að fá að verða vitni að þessu“ Fyrsta konan til að þjálfa karlalið í Brasilíu Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Sjá meira