Guardian greinir frá því að tilkynningarnar til starfsmanna hafi verið gefnar út á meðan á athöfn til heiðurs Elísabetar II Bretlandsdrottningar stóð í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg á mánudag.
Starfsliðið er sagt vera bálreitt vegna breytinganna en þessa dagana hafi það verið að vinna að því að greiða leið Karls að konungssætinu og eiga við breytingarnar sem því fylgi. Ekkert hafi bent til þess að þessara fregna mætti vænta en margt starfsfólk hafi staðið í þeirri trú að þau myndu fylgja hjónunum í nýjum embættum.
Engar lokaákvarðanir eru sagðar hafa verið teknar enn en búist sé við því að það starfslið úr Clarence House sem metið sé óþarfi og muni ekki þjónusta hjónin áfram verði aðstoðað við að finna störf annarsstaðar innan konunglegra húsnæða, eða utan þeirra.
Hluti starfsliðsins sem fékk tilkynninguna hafi unnið við Clarence House í áratugi en ekki sé búist við því að Karl vilji endilega búa í Buckingham-höll.