Rændi eigin sparifé til að borga krabbameinsmeðferð systur sinnar Samúel Karl Ólason skrifar 14. september 2022 11:46 Sali Hafiz og hópur fólks sem fylgdi henni rændu banka í Beirút. AP/Hussein Malla/Facebook Vopnuð kona og hópur aðgerðasinna brutust inn í banka í Beirút í Líbanon í morgun. Konan tók rúmlega þrettán þúsund dali úr bankanum, sem hún sagði vera sparifé sitt og systur sinnar og sagðist hún ætla að nota það til að borga fyrir krabbameinsmeðferð systur sinnar. Konan var vopnuð skammbyssu og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook þegar hún og hitt fólkið fór fyrst inn í útibú BLOM-bankans í Beirút. Eftir það tók hún upp byssuna og hún og hinir helltu bensíni á gólfið og veggi bankans. Þá hótuðu þau að kveikja í bensíninu. Starfsmenn bankans segja að konan, sem heitir Sali Hafiz, hafi einnig hótað því að skjóta útibússtjórann ef hún fengi ekki peninginn sem hún sagði sinn. „Ég kom ekki hingað til að drepa neinn eða kveikja eld. Ég krefst þess sem ég á,“ sagði hún samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hún fékk að endingu peninginn en fólkið komst á brott með því að brjóta rúðu. Ránið stóð yfir í tæpa klukkustund en þrátt fyrir það voru öryggissveitir ekki mættar á vettvang þegar fólkið yfirgaf svæðið. Miklar takmarkanir eru á því hve mikinn pening fólk í Líbanon má taka úr bönkum. Þær takmarkanir hafa verið í gildi frá 2019, vegna gífurlegra efnahagsvandræða í landinu. AP fréttaveitan segir um þrjá af hverjum fjórum í Líbanon vera undir fátæktarmörkum og ástandið fari stöðugt versnandi. Í síðasta mánuði tók maður tíu manns í gíslingu í öðrum banka í Beirút og krafðist þess að fá að taka út sparifé sitt. Hann hélt fólkinu í gíslingu í nokkrar klukkustundir en almenningur í Líbanon hyllti manninn sem hetju. Sjá einnig: Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Hann vildi fá peninga sína til að borga fyrir læknameðferð föður síns. Eftir gíslatökuna var hann handtekinn en honum var sleppt skömmu síðar. Það sama er upp á teningnum að þessu sinni. AFP segir almenning taka hylla konuna eftir bankaránið. Sjá einnig: Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Viðræður ráðamanna í Líbanon við forsvarsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um neyðaraðstoð hafa engan árangur borið en auk þess að ganga í gegnum mikla efnahagskrísu hefur mikil stjórnmálakreppa verið í Líbanon. Líbanon Tengdar fréttir SÞ ítrekað hundsað beiðnir um afhendingu gagna vegna sprengingarinnar í Beirút Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað hundsað beiðnir fjölskyldna þeirra, sem fórust í sprengingunni í Beirút í fyrra, um afhendingu upplýsinga sem myndu hjálpa til við rannsókn málsins. 219 fórust í sprengingunni í ágúst í fyrra og hundruð til viðbótar slösuðust. 22. nóvember 2021 11:50 Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14. október 2021 11:34 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. 12. október 2021 10:27 Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Konan var vopnuð skammbyssu og sýndi frá því í beinni útsendingu á Facebook þegar hún og hitt fólkið fór fyrst inn í útibú BLOM-bankans í Beirút. Eftir það tók hún upp byssuna og hún og hinir helltu bensíni á gólfið og veggi bankans. Þá hótuðu þau að kveikja í bensíninu. Starfsmenn bankans segja að konan, sem heitir Sali Hafiz, hafi einnig hótað því að skjóta útibússtjórann ef hún fengi ekki peninginn sem hún sagði sinn. „Ég kom ekki hingað til að drepa neinn eða kveikja eld. Ég krefst þess sem ég á,“ sagði hún samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hún fékk að endingu peninginn en fólkið komst á brott með því að brjóta rúðu. Ránið stóð yfir í tæpa klukkustund en þrátt fyrir það voru öryggissveitir ekki mættar á vettvang þegar fólkið yfirgaf svæðið. Miklar takmarkanir eru á því hve mikinn pening fólk í Líbanon má taka úr bönkum. Þær takmarkanir hafa verið í gildi frá 2019, vegna gífurlegra efnahagsvandræða í landinu. AP fréttaveitan segir um þrjá af hverjum fjórum í Líbanon vera undir fátæktarmörkum og ástandið fari stöðugt versnandi. Í síðasta mánuði tók maður tíu manns í gíslingu í öðrum banka í Beirút og krafðist þess að fá að taka út sparifé sitt. Hann hélt fólkinu í gíslingu í nokkrar klukkustundir en almenningur í Líbanon hyllti manninn sem hetju. Sjá einnig: Tók banka í gíslingu til að geta tekið út sparifé sitt Hann vildi fá peninga sína til að borga fyrir læknameðferð föður síns. Eftir gíslatökuna var hann handtekinn en honum var sleppt skömmu síðar. Það sama er upp á teningnum að þessu sinni. AFP segir almenning taka hylla konuna eftir bankaránið. Sjá einnig: Reyna að semja við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um björgunaraðgerðir Viðræður ráðamanna í Líbanon við forsvarsmenn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um neyðaraðstoð hafa engan árangur borið en auk þess að ganga í gegnum mikla efnahagskrísu hefur mikil stjórnmálakreppa verið í Líbanon.
Líbanon Tengdar fréttir SÞ ítrekað hundsað beiðnir um afhendingu gagna vegna sprengingarinnar í Beirút Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað hundsað beiðnir fjölskyldna þeirra, sem fórust í sprengingunni í Beirút í fyrra, um afhendingu upplýsinga sem myndu hjálpa til við rannsókn málsins. 219 fórust í sprengingunni í ágúst í fyrra og hundruð til viðbótar slösuðust. 22. nóvember 2021 11:50 Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14. október 2021 11:34 Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. 12. október 2021 10:27 Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41 Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00 Mest lesið Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
SÞ ítrekað hundsað beiðnir um afhendingu gagna vegna sprengingarinnar í Beirút Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað hundsað beiðnir fjölskyldna þeirra, sem fórust í sprengingunni í Beirút í fyrra, um afhendingu upplýsinga sem myndu hjálpa til við rannsókn málsins. 219 fórust í sprengingunni í ágúst í fyrra og hundruð til viðbótar slösuðust. 22. nóvember 2021 11:50
Minnst fimm fallnir í skothríð í Beirút Minnst fimm liggja í valnum og margir eru sagðir særðir eftir að skothríð hófst á mótmælum í Beirút í morgun. Bandamenn hryðjuverkasamtakanna Hezbollah, sem eru valdamesta fylking Líbanons, komu saman til að mótmæla því að dómari sem hefur unnið að rannsókn á sprengingunni í Beirút gaf út handtökuskipun gagnvart fyrrverandi ráðherra sem er bandamaður Hezbollah. 14. október 2021 11:34
Handtökuskipun gefin út á hendur fyrrverandi ráðherra vegna sprengingarinnar Dómarinn sem fer fyrir rannsókn á sprengingunni í Beirút, sem varð fyrir rúmu ári síðan, hefur gefið út handtökuskipun á hendur Ali Hassan Khalil, fyrrverandi efnahagsráðherra Líbanon eftir að hann neitaði að mæta til skýrslutöku vegna málsins. 12. október 2021 10:27
Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30. september 2021 11:41
Ár frá sprengingunni í Beirút: Ráðamenn hunsuðu hættuna Embættismenn í Líbanon vissu af hættunni af um 2.750 tonnum af ammóníum nítrati sem geymt var í vöruskemmu á hafnarsvæðinu í Beirút. Þá sættu þeir sig við þá hættu en efnin sprungu í loft upp fyrir ári síðan í einni stærstu sprengingu jarðarinnar, séu kjarnorkusprengingar ekki taldar með. 3. ágúst 2021 13:00