Meðferðarkjarninn rís - vandi krabbameinsdeildar er óleystur Halla Þorvaldsdóttir skrifar 15. september 2022 07:01 Húsnæðismál Landspítala voru til umræðu á Morgunvaktinni á Rás 1 í síðustu viku. Nýr meðferðarkjarni er farinn að rísa upp úr grunninum og eðlilegt að telja að mjög styttist í að húsnæðisvandi Landspítala verði úr sögunni og aðstaða verði til fyrirmyndar. Nýr meðferðarkjarni leysir hins vegar ekki öll mál. Hann leysir til dæmis ekki húsnæðisvanda dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga þar sem flest þeirra sem greinast með illkynja blóðsjúkdóma og krabbamein fá lyfjameðferð. Meðferð sem í mörgum tilvikum reynir mjög á bæði sjúklinga og aðstandendur, fólk sem oft er að takast á við eitt erfiðasta verkefni lífs síns. Húsnæði deildarinnar er löngu sprungið. Plássið er allt of lítið. Engin aðstaða er fyrir aðstandendur, ekki aðstaða til að matast og sjúklingar hafa takmarkaða möguleika á að eiga trúnaðarsamtöl í næði við heilbrigðisstarfsfólk. Aðgengi að snyrtingum er stórlega ábótavant. Starfsfólki er illmögulegt að sinna sínum störfum og annast um fólk með þeim hætti sem ætlast er til. Þessi deild verður ekki hluti af nýja meðferðarkjarnanum sem nú rís. Bjargast þetta ekki eins og hingað til? Nei, þetta bjargast ekki, það verður að koma aðstöðunni í lag. Spár um fjölgun krabbameinstilvika hér á landi gera ráð fyrir að krabbameinstilvikum muni fjölga um 40% til ársins 2035. Sífellt meiri árangur er af meðferð, sem þýðir bæði að fleiri læknast af krabbameinum og lifa með krabbamein sem langvinna sjúkdóma. Það kallar hins vegar oft á áframhaldandi þjónustu. Krabbameinsfélagið hefur ítrekað vakið athygli á bráðri nauðsyn þess að leysa húsnæðisvanda deildarinnar til að tryggja sjúklingum bestu þjónustu sem möguleg er og starfsfólki aðstæður sem eru til þess fallnar að það þrífist vel í starfi. Félagið gekk svo langt að lofa fjármagni til byggingar nýrrar deildar til að flýta fyrir. Því miður skilaði það ekki tilætluðum árangri. Í svörum stjórnvalda við fyrirspurnum Krabbameinsfélagsins hefur komið fram að skýrsla um ástandsmat á byggingum Landspítala er forsenda ákvarðana um framtíðarhúsnæði deildarinnar. Skýrslan átti að liggja fyrir í lok júní sl. en er væntanleg á næstu dögum. Krabbameinsfélagið bindur vonir við að með skýrslunni verði lögð fram tímasett áætlun um nýja dagdeild þar sem mögulegt er að mæta þeim verkefnum sem við blasa nú þegar og fram á veginn. Það einfaldlega þolir ekki bið. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Þorvaldsdóttir Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Að mása sig hása til að tefja Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismál Landspítala voru til umræðu á Morgunvaktinni á Rás 1 í síðustu viku. Nýr meðferðarkjarni er farinn að rísa upp úr grunninum og eðlilegt að telja að mjög styttist í að húsnæðisvandi Landspítala verði úr sögunni og aðstaða verði til fyrirmyndar. Nýr meðferðarkjarni leysir hins vegar ekki öll mál. Hann leysir til dæmis ekki húsnæðisvanda dagdeildar blóð- og krabbameinslækninga þar sem flest þeirra sem greinast með illkynja blóðsjúkdóma og krabbamein fá lyfjameðferð. Meðferð sem í mörgum tilvikum reynir mjög á bæði sjúklinga og aðstandendur, fólk sem oft er að takast á við eitt erfiðasta verkefni lífs síns. Húsnæði deildarinnar er löngu sprungið. Plássið er allt of lítið. Engin aðstaða er fyrir aðstandendur, ekki aðstaða til að matast og sjúklingar hafa takmarkaða möguleika á að eiga trúnaðarsamtöl í næði við heilbrigðisstarfsfólk. Aðgengi að snyrtingum er stórlega ábótavant. Starfsfólki er illmögulegt að sinna sínum störfum og annast um fólk með þeim hætti sem ætlast er til. Þessi deild verður ekki hluti af nýja meðferðarkjarnanum sem nú rís. Bjargast þetta ekki eins og hingað til? Nei, þetta bjargast ekki, það verður að koma aðstöðunni í lag. Spár um fjölgun krabbameinstilvika hér á landi gera ráð fyrir að krabbameinstilvikum muni fjölga um 40% til ársins 2035. Sífellt meiri árangur er af meðferð, sem þýðir bæði að fleiri læknast af krabbameinum og lifa með krabbamein sem langvinna sjúkdóma. Það kallar hins vegar oft á áframhaldandi þjónustu. Krabbameinsfélagið hefur ítrekað vakið athygli á bráðri nauðsyn þess að leysa húsnæðisvanda deildarinnar til að tryggja sjúklingum bestu þjónustu sem möguleg er og starfsfólki aðstæður sem eru til þess fallnar að það þrífist vel í starfi. Félagið gekk svo langt að lofa fjármagni til byggingar nýrrar deildar til að flýta fyrir. Því miður skilaði það ekki tilætluðum árangri. Í svörum stjórnvalda við fyrirspurnum Krabbameinsfélagsins hefur komið fram að skýrsla um ástandsmat á byggingum Landspítala er forsenda ákvarðana um framtíðarhúsnæði deildarinnar. Skýrslan átti að liggja fyrir í lok júní sl. en er væntanleg á næstu dögum. Krabbameinsfélagið bindur vonir við að með skýrslunni verði lögð fram tímasett áætlun um nýja dagdeild þar sem mögulegt er að mæta þeim verkefnum sem við blasa nú þegar og fram á veginn. Það einfaldlega þolir ekki bið. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélagsins.
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun