Íslenskukennsla fyrir erlent starfsfólk Ólafur Sveinsson skrifar 15. september 2022 07:30 Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra "Gastarbeiter" frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. Það var gert ráð fyrir að þetta ódýra vinnuafl yrði aðeins nokkur ár í landinu en snéri síðan heim og það þótti ástæðulaust að fólkið, til að byrja með voru það einkum karlmenn, síðar komu konurnar þeirra og enn síðar börnin, lærðu þýsku. Í dag eru hartnær allir flokkar á þýska þinginu sammála um að þetta hafi verið mikil mistök. Fólk einangraðist, það urðu til gettó og í mjög mörgum tilvikum eru börn af annari og þriðju kynslóð, sem eru í langflestum tilvikum þýskir ríkisborgarar, vart mælandi á þýska tungu þegar þau hefja skólagöngu sína. Það veldur þeim miklum erfiðleikum í skóla, sérstaklega í borgarhlutum þar sem meirihluti íbúanna hefur þýsku ekki sem móðurmál, og þau verða oftar en ekki undir í samfélaginu. Það er hlutfallslega mikið atvinnuleysi meðal þeirra, flest lenda í illa launuðum störfum og eiga litla möguleika á að komast til mennta, þó undantekningar séu auðvitað til, heldur festast í lágstéttum samfélagsins. Hefði verið hlúð að þýskukennslu strax í byrjun, væri ástandið ekki jafn slæmt og það er víða meðal þessara innflytjenda og afkomenda þeirra. Um það eru nánast allir sammála sem að hafa rannsakað þessi mál. Vissulega spilar það líka ákveðna rullu að flestir þeirra sem komu sem "Gastarbeiter" var lítt eða ekkert menntað fólk frá afskekktum hlutum Tyrklands og margt mjög fastheldið á aldagamlar hefðir. Svipaða reynslu hafa margar aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu haft að segja af þeim innflytjendum sem fluttir voru inn til að vinna illa launaða vinnu meðan skortur var á vinnuafli. Það sama er að gerast á Íslandi núna og það er sorglegt ef íslenskt samfélag ber ekki gæfu til að læra af þeim mistökum sem að nágranaþjóðirnar gerðu og eru enn að gera. Tungmálið er lykill að því að vera fullgildur meðlimur samfélagsins, um það eru allir sammála sem þessi mál hafa rannsakað. Tillaga Eiríks Rögnvaldssonar um íslenskunám sem fram fer í vinnutíma er því algerlega rökrétt og tillaga hans um að það verði tekið inní kjarasamninga líka. En að sjálfsögðu á ríkið að koma að / sjá um kennsluna á einn eða annan hátt og þeir sem halda því fram að Eiríkur vilji að vinnuveitendur sjái um / greiði fyrir kennsluna og hann leggi einnig til að að hún fari fram á vinnstöðum, fara vísvitandi með rangt mál til að gera tillögu hans ótrúverðuga. Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar hefur að dómi margra sem til þekkja lyft grettistaki í málum þeirra sem að lægst hafa launin og ef rétt er, ber að sjálfsögðu að fagna því. En þó hefur stuðningsfólk hennar hefur brugðist ókvæða við þessari tillögu Eiríks eftir að hún hafði stór orð um hversu vitlaus hún væri. Það kann að vera að það henti ekki að halda þessari kröfu á lofti í komandi kjarasamningum og hugsanlega má finna betri leið en þá sem að Eiríkur leggur til. En það er jafnframt ljóst að án aðkomu verkalýðshreifingarinnar á einn eða annan hátt er útilokað að íslenskukennsla í vinnutíma verði að veruleika. Eins og Sólveig og stuðningmenn hennar hafa réttilega bent á er vart hægt að ætlast til þess að þeir sem vinna langan vinnudag í líkamlega erfiðum láglaunastörfum og hafa margir hverjir fjölskyldu sem þeir / þær framfæra, sæki námskeið í íslensku utan vinnutíma. En sú ályktun sem Sólveig og hennar ágæta og oft á tíðum háværa stuðningsfólk virðist draga af þessu, að best sé að sleppa einfaldlega íslenskukennslu fyrir láglaunafólk er mjög sérkennileg og svo sannarlega ekki líkleg til að bæta hag þess og barna þeirra. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslensk tunga Ólafur Sveinsson Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Ég hef alllengi verið búsettur í Þýskalandi og á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar kom fjöldi svokallaðra "Gastarbeiter" frá Tyrklandi til að vinna láglaunavinnu í Þýskalandi. Það var gert ráð fyrir að þetta ódýra vinnuafl yrði aðeins nokkur ár í landinu en snéri síðan heim og það þótti ástæðulaust að fólkið, til að byrja með voru það einkum karlmenn, síðar komu konurnar þeirra og enn síðar börnin, lærðu þýsku. Í dag eru hartnær allir flokkar á þýska þinginu sammála um að þetta hafi verið mikil mistök. Fólk einangraðist, það urðu til gettó og í mjög mörgum tilvikum eru börn af annari og þriðju kynslóð, sem eru í langflestum tilvikum þýskir ríkisborgarar, vart mælandi á þýska tungu þegar þau hefja skólagöngu sína. Það veldur þeim miklum erfiðleikum í skóla, sérstaklega í borgarhlutum þar sem meirihluti íbúanna hefur þýsku ekki sem móðurmál, og þau verða oftar en ekki undir í samfélaginu. Það er hlutfallslega mikið atvinnuleysi meðal þeirra, flest lenda í illa launuðum störfum og eiga litla möguleika á að komast til mennta, þó undantekningar séu auðvitað til, heldur festast í lágstéttum samfélagsins. Hefði verið hlúð að þýskukennslu strax í byrjun, væri ástandið ekki jafn slæmt og það er víða meðal þessara innflytjenda og afkomenda þeirra. Um það eru nánast allir sammála sem að hafa rannsakað þessi mál. Vissulega spilar það líka ákveðna rullu að flestir þeirra sem komu sem "Gastarbeiter" var lítt eða ekkert menntað fólk frá afskekktum hlutum Tyrklands og margt mjög fastheldið á aldagamlar hefðir. Svipaða reynslu hafa margar aðrar þjóðir í Vestur-Evrópu haft að segja af þeim innflytjendum sem fluttir voru inn til að vinna illa launaða vinnu meðan skortur var á vinnuafli. Það sama er að gerast á Íslandi núna og það er sorglegt ef íslenskt samfélag ber ekki gæfu til að læra af þeim mistökum sem að nágranaþjóðirnar gerðu og eru enn að gera. Tungmálið er lykill að því að vera fullgildur meðlimur samfélagsins, um það eru allir sammála sem þessi mál hafa rannsakað. Tillaga Eiríks Rögnvaldssonar um íslenskunám sem fram fer í vinnutíma er því algerlega rökrétt og tillaga hans um að það verði tekið inní kjarasamninga líka. En að sjálfsögðu á ríkið að koma að / sjá um kennsluna á einn eða annan hátt og þeir sem halda því fram að Eiríkur vilji að vinnuveitendur sjái um / greiði fyrir kennsluna og hann leggi einnig til að að hún fari fram á vinnstöðum, fara vísvitandi með rangt mál til að gera tillögu hans ótrúverðuga. Sólveig Jónsdóttir formaður Eflingar hefur að dómi margra sem til þekkja lyft grettistaki í málum þeirra sem að lægst hafa launin og ef rétt er, ber að sjálfsögðu að fagna því. En þó hefur stuðningsfólk hennar hefur brugðist ókvæða við þessari tillögu Eiríks eftir að hún hafði stór orð um hversu vitlaus hún væri. Það kann að vera að það henti ekki að halda þessari kröfu á lofti í komandi kjarasamningum og hugsanlega má finna betri leið en þá sem að Eiríkur leggur til. En það er jafnframt ljóst að án aðkomu verkalýðshreifingarinnar á einn eða annan hátt er útilokað að íslenskukennsla í vinnutíma verði að veruleika. Eins og Sólveig og stuðningmenn hennar hafa réttilega bent á er vart hægt að ætlast til þess að þeir sem vinna langan vinnudag í líkamlega erfiðum láglaunastörfum og hafa margir hverjir fjölskyldu sem þeir / þær framfæra, sæki námskeið í íslensku utan vinnutíma. En sú ályktun sem Sólveig og hennar ágæta og oft á tíðum háværa stuðningsfólk virðist draga af þessu, að best sé að sleppa einfaldlega íslenskukennslu fyrir láglaunafólk er mjög sérkennileg og svo sannarlega ekki líkleg til að bæta hag þess og barna þeirra. Höfundur er kvikmyndagerðarmaður.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Skoðun Eru samskiptin á milli mannvera og huldufólks kennsludæmi? Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun