Kallar eftir frelsun bænda Snorri Másson skrifar 16. september 2022 20:47 Daði Már Kristófersson prófessor í umhverfis- og auðlindafræði segir að aukin jarðrækt, grænmetis og annarra afurða, geti skipt sköpum í loftslagsmálum í framtíðinni en þá þurfi að frelsa bændur undan regluverki. Enginn mælanlegur árangur er af loftslagsaðgerðum stjórnvalda þrátt fyrir metnaðarfull áform þeirra að mati Einars Sveinbjörnssonar veðurfræðings. Það er dagur íslenskrar náttúru og í gær voru áhugamönnum um náttúruvernd og loftslagsmál fluttar slæmar fréttir. Bráðabirgðaútreikningar sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst á milli áranna 2020 og 2021, þegar öll viðleitni stjórnvalda miðar að hinu gagnstæða. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þetta þyngra en tárum taki: „Ég var bjartsýnn fyrir 5-10 árum og hélt að hlutirnir myndu ganga miklu hraðar fyrir sig, þannig að lesa þessar fréttir í gær 15. september, þetta var enginn sérstakur gleðidagur.“ Enginn mælanlegur árangur, segir Einar. En af hverju gengur þetta svona hægt þrátt fyrir allar nefndirnar og stefnurnar? Ísland er númer tvö í heiminum í rafbílaeign og nýtur þess að nota hreina orku, það er gott, en á sviði matvæla segir prófessor að draga mætti mjög úr losun. Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði, einnig fyrrverandi aðstoðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands.Vísir/Egill „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“ segir Daði Már. En aðstæður eru ekki hagfelldar til stóraukinnar jarðræktar á Íslandi, ekki vegna náttúrunnar eða veðursins, heldur vegna opinbera kerfisins, eins og bandaríkjamaður með lífrænan búskap á Suðurlandi lýsti fyrir fréttastofu. Nicholas Ian Robinson er garðyrkjubóndi í Reykjalundi í Grímsnesi og vinnur að doktorsrannsókn í landafræði.Vísir „Til þess að rækta eins og við viljum gera það þurfum við að eiga samtal um sértækan fjárhagsstuðning sem við þyrftum að fá frá stjórnvöldum,“ segir Nicholas Ian Robinson, bóndi á Suðurlandi. Daði Már segir einnig að kerfið stuðli ekki að grænmetisrækt. „Stóra vandamálið okkar er að landbúnaðarkerfið endurspeglar miklu frekar söguna en framtíðarþarfir Íslands. Þannig að það sem þarf að gera er að frelsa bændur frá regluverkinu og okinu sem hvílir á þeim. Þannig að þeir geti nýtt tækifærin sem eru á Íslandi í landbúnaðarframleiðslu. Ekki bara grænmeti heldur öll jarðrækt á Íslandi gæti verið miklu umfangsmeiri en hún er,“ segir Daði. Landbúnaður Umhverfismál Tengdar fréttir Þokkalegt hljóð í bændum eftir ellefu fundi um allt land Þrátt fyrir að bændur glími við ýmsa erfiðleika í búrekstrinum, ekki síst hækkanir á aðföngum, þá er nokkuð gott hljóð í þeim. 29. ágúst 2022 21:04 2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. 14. júní 2022 12:03 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira
Það er dagur íslenskrar náttúru og í gær voru áhugamönnum um náttúruvernd og loftslagsmál fluttar slæmar fréttir. Bráðabirgðaútreikningar sýna að losun gróðurhúsalofttegunda jókst á milli áranna 2020 og 2021, þegar öll viðleitni stjórnvalda miðar að hinu gagnstæða. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir þetta þyngra en tárum taki: „Ég var bjartsýnn fyrir 5-10 árum og hélt að hlutirnir myndu ganga miklu hraðar fyrir sig, þannig að lesa þessar fréttir í gær 15. september, þetta var enginn sérstakur gleðidagur.“ Enginn mælanlegur árangur, segir Einar. En af hverju gengur þetta svona hægt þrátt fyrir allar nefndirnar og stefnurnar? Ísland er númer tvö í heiminum í rafbílaeign og nýtur þess að nota hreina orku, það er gott, en á sviði matvæla segir prófessor að draga mætti mjög úr losun. Daði Már Kristófersson, prófessor í umhverfis- og auðlindahagfræði, einnig fyrrverandi aðstoðarrektor Landbúnaðarháskóla Íslands.Vísir/Egill „Ef við flytjum okkur á milli þess að neyta mikils prótíns úr dýraríkinu og nýta meira úr jurtaríkinu drögum við verulega úr losun í leiðinni. Vistspor allrar jarðræktar er bara brot af því sem hún er í framleiðslu af dýraafurðum,“ segir Daði Már. En aðstæður eru ekki hagfelldar til stóraukinnar jarðræktar á Íslandi, ekki vegna náttúrunnar eða veðursins, heldur vegna opinbera kerfisins, eins og bandaríkjamaður með lífrænan búskap á Suðurlandi lýsti fyrir fréttastofu. Nicholas Ian Robinson er garðyrkjubóndi í Reykjalundi í Grímsnesi og vinnur að doktorsrannsókn í landafræði.Vísir „Til þess að rækta eins og við viljum gera það þurfum við að eiga samtal um sértækan fjárhagsstuðning sem við þyrftum að fá frá stjórnvöldum,“ segir Nicholas Ian Robinson, bóndi á Suðurlandi. Daði Már segir einnig að kerfið stuðli ekki að grænmetisrækt. „Stóra vandamálið okkar er að landbúnaðarkerfið endurspeglar miklu frekar söguna en framtíðarþarfir Íslands. Þannig að það sem þarf að gera er að frelsa bændur frá regluverkinu og okinu sem hvílir á þeim. Þannig að þeir geti nýtt tækifærin sem eru á Íslandi í landbúnaðarframleiðslu. Ekki bara grænmeti heldur öll jarðrækt á Íslandi gæti verið miklu umfangsmeiri en hún er,“ segir Daði.
Landbúnaður Umhverfismál Tengdar fréttir Þokkalegt hljóð í bændum eftir ellefu fundi um allt land Þrátt fyrir að bændur glími við ýmsa erfiðleika í búrekstrinum, ekki síst hækkanir á aðföngum, þá er nokkuð gott hljóð í þeim. 29. ágúst 2022 21:04 2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. 14. júní 2022 12:03 Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Fleiri fréttir Strætó ekið á hjólreiðarmann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Sjá meira
Þokkalegt hljóð í bændum eftir ellefu fundi um allt land Þrátt fyrir að bændur glími við ýmsa erfiðleika í búrekstrinum, ekki síst hækkanir á aðföngum, þá er nokkuð gott hljóð í þeim. 29. ágúst 2022 21:04
2,5 milljarðar til að bregðast við alvarlegri stöðu í landbúnaði Sérstakur spretthópur matvælaráðherra hefur lagt til að greitt verði samtals um 2,5 milljarða álag á ákveðnar greiðslur samkvæmt gildandi búvörusamningum til bænda til að bregðast við alvarlegri stöðu í matvælaframleiðslu á Íslandi. 14. júní 2022 12:03