Ákærður fyrir að leka ríkisleyndarmálum Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 17. september 2022 18:01 Lars Findsen, fyrrverandi forstjóri leyniþjónustu danska hersins. Liselotte Sabroe/EPA-EFE Fyrrverandi forstjóri leyniþjónustu danska hersins hefur verið ákærður fyrir að hafa lekið viðkvæmum ríkisleyndarmálum. Málið er talið einstakt í danskri réttarsögu. Rekinn og handtekinn Lars Findsen var vikið frá störfum fyrir tveimur árum vegna gruns um að hafa lekið viðkvæmum ríkisleyndarmálum sem lúta að samstarfi danskra stjórnvalda við bandarísku þjóðaröryggisstofnunina, NSA. Samstarfið snýst um víðtækt eftirlit NSA með dönskum stofnunum og fyrirtækjum og nær aftur til 10. áratugarins. Hann var handtekinn með látum á Kastrup-flugvelli í desember í fyrra og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Honum var síðan sleppt, en rannsókn haldið áfram og hann hefur alla tíð haft réttarstöðu grunaðs. Honum var svo birt ákæra í 6 liðum á föstudag. Fylgst með hverri hreyfingu Findsens í tvö ár Ákæran snýst um samtöl Findsens við tvo blaðamenn og fjóra fjölskyldumeðlimi hans. Í þau tvö ár sem rannsóknin hefur staðið yfir hefur verið fylgst með hverri hreyfingu Findsens, og heimili hans og sumarhús hafa verið hleruð. Rannsókn málsins sætt nokkurri gagnrýni. Fullyrt er að danska leyniþjónustan hafi fundað með fjölda stjórnmálamanna í ferlinu og þar miðlað upplýsingum um Findsen sem í raun komi málinu ekkert við. Til að mynda hafi forstjóri leyniþjónustunnar, Finn Borch Andersen, greint nokkrum stjórnmálaleiðtogum frá kynlífi Findsens í talsverðum smáatriðum, en leyniþjónustan hlustaði á það, eins og allt annað í daglegu lífi Findsens, mánuðum saman. Mikil áhöld eru um alvarleika málsins í Danmörku og telja sumir lögspekingar sem fjölmiðlar hafa rætt við að ákæran byggi á næfurþunnum grunni. Danskir fjölmiðlar segja að þetta sé í fyrsta sinn í sögu Danmerkur sem yfirmaður innan leyniþjónustunnar sé ákærður fyrir brot á einni alvarlegustu grein danskra hegningarlaga. Segir ásakanirnar sturlaðar Findsen sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að ásakanirnar og núna ákærurnar á hendur honum séu hreinlega sturlaðar og hafnar þeim alfarið. Findsen hefur verið lykilmaður í dönsku leyniþjónustunni í tvo áratugi, hann hefur verið forstjóri dönsku leyniþjónustunnar, leyniþjónustu hersins og ráðuneytisstjóri í danska varnarmálaráðuneytinu. Þá hefur hann verið fastur meðlimur í þjóðaröryggisráði ríkisstjórnarinnar. Líklegt er talið að réttarhöldin yfir Findsen fari fram fyrir luktum dyrum og að ekkert af dómsskjölunum verði gert opinbert almenningi. Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira
Rekinn og handtekinn Lars Findsen var vikið frá störfum fyrir tveimur árum vegna gruns um að hafa lekið viðkvæmum ríkisleyndarmálum sem lúta að samstarfi danskra stjórnvalda við bandarísku þjóðaröryggisstofnunina, NSA. Samstarfið snýst um víðtækt eftirlit NSA með dönskum stofnunum og fyrirtækjum og nær aftur til 10. áratugarins. Hann var handtekinn með látum á Kastrup-flugvelli í desember í fyrra og úrskurðaður í gæsluvarðhald. Honum var síðan sleppt, en rannsókn haldið áfram og hann hefur alla tíð haft réttarstöðu grunaðs. Honum var svo birt ákæra í 6 liðum á föstudag. Fylgst með hverri hreyfingu Findsens í tvö ár Ákæran snýst um samtöl Findsens við tvo blaðamenn og fjóra fjölskyldumeðlimi hans. Í þau tvö ár sem rannsóknin hefur staðið yfir hefur verið fylgst með hverri hreyfingu Findsens, og heimili hans og sumarhús hafa verið hleruð. Rannsókn málsins sætt nokkurri gagnrýni. Fullyrt er að danska leyniþjónustan hafi fundað með fjölda stjórnmálamanna í ferlinu og þar miðlað upplýsingum um Findsen sem í raun komi málinu ekkert við. Til að mynda hafi forstjóri leyniþjónustunnar, Finn Borch Andersen, greint nokkrum stjórnmálaleiðtogum frá kynlífi Findsens í talsverðum smáatriðum, en leyniþjónustan hlustaði á það, eins og allt annað í daglegu lífi Findsens, mánuðum saman. Mikil áhöld eru um alvarleika málsins í Danmörku og telja sumir lögspekingar sem fjölmiðlar hafa rætt við að ákæran byggi á næfurþunnum grunni. Danskir fjölmiðlar segja að þetta sé í fyrsta sinn í sögu Danmerkur sem yfirmaður innan leyniþjónustunnar sé ákærður fyrir brot á einni alvarlegustu grein danskra hegningarlaga. Segir ásakanirnar sturlaðar Findsen sjálfur hefur ítrekað haldið því fram að ásakanirnar og núna ákærurnar á hendur honum séu hreinlega sturlaðar og hafnar þeim alfarið. Findsen hefur verið lykilmaður í dönsku leyniþjónustunni í tvo áratugi, hann hefur verið forstjóri dönsku leyniþjónustunnar, leyniþjónustu hersins og ráðuneytisstjóri í danska varnarmálaráðuneytinu. Þá hefur hann verið fastur meðlimur í þjóðaröryggisráði ríkisstjórnarinnar. Líklegt er talið að réttarhöldin yfir Findsen fari fram fyrir luktum dyrum og að ekkert af dómsskjölunum verði gert opinbert almenningi.
Danmörk Erlend sakamál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðavogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Haraldur Briem er látinn Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Sjá meira