„Við þurfum að gera miklu betur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. september 2022 09:12 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, flaug til Akureyrar í gær til að ræða óánægju með innanlandsflug flugfélagsins. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að flugfélagið þurfi einfaldlega að gera miklu betur í innanlandsfluginu en raunin hefur verið að undanförnu, til að ná upp trausti á innanlandsflugið. Eins og fram hefur komið í fréttum hefur gætt mikillar óánægju með þjónustu Icelandair í innanlandsfluginu síðustu mánuði. Tíðar frestanir og niðurfellingar á ferðum félagsins hafa skapað óánægju og rætt hefur verið um að íbúar á landsbyggðinni geti ekki lengur treyst á innanlandsflugið sem fararmáta. Lára Halldór Eiríksdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar SSNE.Vísir Bogi hélt til fundar með fulltrúum sveitarstjórna á Norðurlandi eystra í gær. Fundurinn var haldinn á Akureyri og var markmið fundarins að gefa fulltrúum Icelandair tækifæri á að útskýra stöðuna frá sjónarhóli fyrirtæksins. Að sama skapi fengu sveitarstjórnarfulltrúar tækifæri til að viðra óánægju sína og útskýra mikilvægi þess að geta treyst á innanlandsflugið. Dæmi um að sérfræðilæknar hafi ekki komist norður Lára Halldóra Eiríksdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE. Í samtali við fréttastofu útskýrði hún mikilvægi þess fyrir íbúa landsbyggðarinnar að geta treyst á innanlandsflugið. „Auðvitað er bara mjög mikilvægt að geta treyst á flug. Ef að þú ætlar að fara til læknis eða á fund eða til lengri erinda þá verðuru að geta treyst fluginu. Varðandi fyrirtæki og stofnanir hérna í bænum, þá skiptir máli svo að við getum haldið öllu gangandi hér að fólk geti treyst því að hér séu góðar samgöngur. Varðandi heilbrigðisþjónustu þá höfum við lent í því að sérfræðilæknar hafi ekki komist norður vegna seinkana í flugi. Það er auðvitað bara óásættanlegt,“ segir Lára í samtali við Vísi. Heyra mátti á fundarmönnum á Hótel Kea eftir fund í gær að fundurinn hafi verið gagnlegur. Þar fór Bogi Nils yfir áherslu fyrirtæksins og ástæður þess að innanlandsflugið hefur ekki gengið sem skyldi í sumar og haust. „Þetta snýst náttúrulega bara um flugáætlunina, að hún standist og þar skiptir flotinn miklu máli. Hann er núna allur að verða til reiðu. Við erum búin að vera með einar til tvær vélar í einhverju viðhaldi í allt sumar, stór viðhaldsverkefni sem að töfðust mikið út af Covid og ýmsu. En það er ýmislegt sem við getum gert betur líka sem við ætlum að gera,“ segir Bogi. Frá Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Hann segir að Icelandair ætli að láta verkin tala til byggja upp traust að nýju. „Við þurfum að gera miklu betur til að ná upp þessu trausti og það er mjög mikill fókus á það innan okkar fyrirtækis,“ segir Bogi. „Það eina sem við getum gert er að láta verkin tala og gera betur í þessum efnum til þess að byggja traustið upp aftur. Við ætlum svo sannarlega að gera það.“ Snýst um að láta verkin tala Lára sagðist vera ánægð með að heyra að fulltrúar Icelandair viðurkenni að félagið hafi ekki verið að standa sig nógu vel í innanlandsfluginu að undanförnu. „Vissulega eru skýringar á öllum málum, alltaf. Það sem ég er ánægð með eftir þennan fund er að mér finnst þeir viðurkenna vandann. Þeir segja að þeir séu ekki að uppfylla þau markmið sem þeir sjálfir hafa varðandi flugáætlun, þeir vilji breyta þessu og við trúum því og treystum að þeir ætli að gera það. Þeir verða að auka traustið aftur.“ Reglubundin viðhaldsverkefni á flugvélum Icelandair í innanlandsfluginu hafa dregist á langinn í vor og sumar, sem hefur haft keðjuverkandi áhrif á flutáætlun Icelandair í innanlandsfluginu í sumar.Vísir Sjálfur segist Bogi vera ánægður með að fá tækifærið til að ræða við fulltrúa svæðisins, augliti til auglitis. „Það er mjög gott að fá svona tækifæri og eiga bara hreinskiptið samtal og fara yfir hlutina opinskátt. Fá líka bara ábendingar sem við getum nýtt okkur í okkar starfsemi. En þetta snýst bara um að láta verkin tala og að flugáætlun okkar standist þannig að fólk hér og annars staðar geti bara treyst því sem við erum að bjóða upp á, að við stöndum við vöru- og þjónustuloforð okkar.“ Þú hefur þá trú á því að þetta fari batnandi á næstunni? „Við trúum því og treystum að þetta horfi allt til betri vegar núna.“ Byggðamál Icelandair Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Eins og fram hefur komið í fréttum hefur gætt mikillar óánægju með þjónustu Icelandair í innanlandsfluginu síðustu mánuði. Tíðar frestanir og niðurfellingar á ferðum félagsins hafa skapað óánægju og rætt hefur verið um að íbúar á landsbyggðinni geti ekki lengur treyst á innanlandsflugið sem fararmáta. Lára Halldór Eiríksdóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar SSNE.Vísir Bogi hélt til fundar með fulltrúum sveitarstjórna á Norðurlandi eystra í gær. Fundurinn var haldinn á Akureyri og var markmið fundarins að gefa fulltrúum Icelandair tækifæri á að útskýra stöðuna frá sjónarhóli fyrirtæksins. Að sama skapi fengu sveitarstjórnarfulltrúar tækifæri til að viðra óánægju sína og útskýra mikilvægi þess að geta treyst á innanlandsflugið. Dæmi um að sérfræðilæknar hafi ekki komist norður Lára Halldóra Eiríksdóttir er bæjarfulltrúi á Akureyri og formaður stjórnar Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE. Í samtali við fréttastofu útskýrði hún mikilvægi þess fyrir íbúa landsbyggðarinnar að geta treyst á innanlandsflugið. „Auðvitað er bara mjög mikilvægt að geta treyst á flug. Ef að þú ætlar að fara til læknis eða á fund eða til lengri erinda þá verðuru að geta treyst fluginu. Varðandi fyrirtæki og stofnanir hérna í bænum, þá skiptir máli svo að við getum haldið öllu gangandi hér að fólk geti treyst því að hér séu góðar samgöngur. Varðandi heilbrigðisþjónustu þá höfum við lent í því að sérfræðilæknar hafi ekki komist norður vegna seinkana í flugi. Það er auðvitað bara óásættanlegt,“ segir Lára í samtali við Vísi. Heyra mátti á fundarmönnum á Hótel Kea eftir fund í gær að fundurinn hafi verið gagnlegur. Þar fór Bogi Nils yfir áherslu fyrirtæksins og ástæður þess að innanlandsflugið hefur ekki gengið sem skyldi í sumar og haust. „Þetta snýst náttúrulega bara um flugáætlunina, að hún standist og þar skiptir flotinn miklu máli. Hann er núna allur að verða til reiðu. Við erum búin að vera með einar til tvær vélar í einhverju viðhaldi í allt sumar, stór viðhaldsverkefni sem að töfðust mikið út af Covid og ýmsu. En það er ýmislegt sem við getum gert betur líka sem við ætlum að gera,“ segir Bogi. Frá Akureyrarflugvelli.Vísir/Tryggvi Hann segir að Icelandair ætli að láta verkin tala til byggja upp traust að nýju. „Við þurfum að gera miklu betur til að ná upp þessu trausti og það er mjög mikill fókus á það innan okkar fyrirtækis,“ segir Bogi. „Það eina sem við getum gert er að láta verkin tala og gera betur í þessum efnum til þess að byggja traustið upp aftur. Við ætlum svo sannarlega að gera það.“ Snýst um að láta verkin tala Lára sagðist vera ánægð með að heyra að fulltrúar Icelandair viðurkenni að félagið hafi ekki verið að standa sig nógu vel í innanlandsfluginu að undanförnu. „Vissulega eru skýringar á öllum málum, alltaf. Það sem ég er ánægð með eftir þennan fund er að mér finnst þeir viðurkenna vandann. Þeir segja að þeir séu ekki að uppfylla þau markmið sem þeir sjálfir hafa varðandi flugáætlun, þeir vilji breyta þessu og við trúum því og treystum að þeir ætli að gera það. Þeir verða að auka traustið aftur.“ Reglubundin viðhaldsverkefni á flugvélum Icelandair í innanlandsfluginu hafa dregist á langinn í vor og sumar, sem hefur haft keðjuverkandi áhrif á flutáætlun Icelandair í innanlandsfluginu í sumar.Vísir Sjálfur segist Bogi vera ánægður með að fá tækifærið til að ræða við fulltrúa svæðisins, augliti til auglitis. „Það er mjög gott að fá svona tækifæri og eiga bara hreinskiptið samtal og fara yfir hlutina opinskátt. Fá líka bara ábendingar sem við getum nýtt okkur í okkar starfsemi. En þetta snýst bara um að láta verkin tala og að flugáætlun okkar standist þannig að fólk hér og annars staðar geti bara treyst því sem við erum að bjóða upp á, að við stöndum við vöru- og þjónustuloforð okkar.“ Þú hefur þá trú á því að þetta fari batnandi á næstunni? „Við trúum því og treystum að þetta horfi allt til betri vegar núna.“
Byggðamál Icelandair Akureyrarflugvöllur Fréttir af flugi Samgöngur Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira