Foreldrar Madeleine McCann töpuðu hjá Mannréttindadómstólnum Kjartan Kjartansson skrifar 20. september 2022 09:21 Kate og Gerry McCann við dómshús í Lissabon á meðan á meiðyrðamáli þeirra gegn Amaral lögreglumanni stóð árið 2014. Vísir/EPA Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að foreldrar Madeleine McCann hafi fengið réttláta málsmeðferð í meiðyrðamáli sem þeir höfðuðu gegn lögreglumanni í Portúgal. Gerry og Kate McCann, foreldrar Madeleine, stefndu Goncalo Amaral, lögreglumanni sem tók þátt í rannsókn á hvarfi dóttur þeirra í Portúgal árið 2007. Amaral leiddi að því líkur í bók sem hann skrifaði að þau kynnu að hafa verið viðriðin hvarfið. Portúgalskur dómstóll dæmdi þeim í vil og gerði Amaral að greiða þeim bætur árið 2015 en tveimur árum síðar var dómnum snúið við af hæstarétti landsins. Skutu hjónin þá málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu og héldu því fram að þau hefðu ekki notið réttlátrar málsmeðferðar, tjáningarfrelsis og rétts til friðhelgis einkalífs í Portúgal. Mannréttindadómstóllinn hafnaði því að portúgalska réttarkerfið hefði brugðist skyldu sinni að gæta réttinda þeirra. Töldu dómararnir að rök foreldranna um að þau skyldu talin saklaus uns sekt yrði sönnuð illa ígrunduð, að því er segir í frétt Reuters. „Jafnvel þó að gengið væri út frá að mannorð þeirra hefði beðið skaða af þá var það ekki vegna röksemda sem bókarhöfundurinn setti fram heldur vegna grunsemda sem hafa vaknað um þau,“ sagði í dómsorðinu. Fyrr á þessu ári greindu portúgölsk yfirvöld frá því að þýskur karlmaður lægi undir grun um að tengjast hvarfi Madeleine McCann. Bretland Madeleine McCann Portúgal Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Madeleine McCann: Foreldrarnir hafa ekki tapað voninni Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007, segjast ekki hafa tapað voninni á að endurheimta dóttur sína. Þau segjast jafnframt fagna því að manni hafi formlega verið veitt staða sakbornings. 22. apríl 2022 19:13 Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007. 21. apríl 2022 22:59 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira
Gerry og Kate McCann, foreldrar Madeleine, stefndu Goncalo Amaral, lögreglumanni sem tók þátt í rannsókn á hvarfi dóttur þeirra í Portúgal árið 2007. Amaral leiddi að því líkur í bók sem hann skrifaði að þau kynnu að hafa verið viðriðin hvarfið. Portúgalskur dómstóll dæmdi þeim í vil og gerði Amaral að greiða þeim bætur árið 2015 en tveimur árum síðar var dómnum snúið við af hæstarétti landsins. Skutu hjónin þá málinu til Mannréttindadómstóls Evrópu og héldu því fram að þau hefðu ekki notið réttlátrar málsmeðferðar, tjáningarfrelsis og rétts til friðhelgis einkalífs í Portúgal. Mannréttindadómstóllinn hafnaði því að portúgalska réttarkerfið hefði brugðist skyldu sinni að gæta réttinda þeirra. Töldu dómararnir að rök foreldranna um að þau skyldu talin saklaus uns sekt yrði sönnuð illa ígrunduð, að því er segir í frétt Reuters. „Jafnvel þó að gengið væri út frá að mannorð þeirra hefði beðið skaða af þá var það ekki vegna röksemda sem bókarhöfundurinn setti fram heldur vegna grunsemda sem hafa vaknað um þau,“ sagði í dómsorðinu. Fyrr á þessu ári greindu portúgölsk yfirvöld frá því að þýskur karlmaður lægi undir grun um að tengjast hvarfi Madeleine McCann.
Bretland Madeleine McCann Portúgal Mannréttindadómstóll Evrópu Tengdar fréttir Madeleine McCann: Foreldrarnir hafa ekki tapað voninni Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007, segjast ekki hafa tapað voninni á að endurheimta dóttur sína. Þau segjast jafnframt fagna því að manni hafi formlega verið veitt staða sakbornings. 22. apríl 2022 19:13 Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007. 21. apríl 2022 22:59 Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fleiri fréttir Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Sjá meira
Madeleine McCann: Foreldrarnir hafa ekki tapað voninni Foreldrar Madeleine McCann, sem hvarf árið 2007, segjast ekki hafa tapað voninni á að endurheimta dóttur sína. Þau segjast jafnframt fagna því að manni hafi formlega verið veitt staða sakbornings. 22. apríl 2022 19:13
Liggur formlega undir grun vegna hvarfs Madeleine McCann Saksóknarar í Portúgal hafa nú tilkynnt að þýskur karlmaður liggi undir grun í tengslum við hvarf Madeleine McCann árið 2007. Þetta er í fyrsta sinn sem portúgölsk yfirvöld hafa tilkynnt að einhver liggi formlega undir grun í málinu frá því að foreldrar Madeleine lágu undir grun árið 2007. 21. apríl 2022 22:59