Rekinn vegna auglýsingar: „Ekki hægt að segja að ég sé siðlaus og gráðugur“ Sindri Sverrisson skrifar 20. september 2022 13:00 Brian Laudrup á ströndinni í Dúbaí í auglýsingunni sem leiddi til brottrekstrar hans. skjáskot/youtube Danska fótboltagoðsögnin Brian Laudrup hefur misst starf sitt hjá dönsku sjónvarpsstöðinni TV2, sem og hjá Politiken, eftir að hafa tekið þátt í að auglýsa borgina Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Laudrup tók þátt í langri auglýsingu sem finna má á Youtube þar sem fjallað var um staði sem spennandi væri að heimsækja í Dúbaí, meðal annars með tilvísun í það að borgin tæki vel á móti stuðningsmönnum sem ætli á HM í nágrannaríkinu Katar í vetur. Þetta féll illa í kramið hjá forsvarsmönnum TV2 sem ráku Laudrup úr starfi fótboltaspekings en hann átti meðal annars að tjá sig í kringum komandi leiki Danmerkur við Króatíu og Frakkland í Þjóðadeildinni. „Það er ekki hægt að segja að ég hafi orðið eitthvað andlit [Dúbaí] en fyrir mér snerist þetta um fótbolta. Það má alveg kalla mig barnalegan og gagnrýna dómgreind mína,“ sagði Laudrup við Jyllands-Posten. „En það er ekki hægt að segja að ég sé siðlaus og gráðugur, það er yfir strikið,“ sagði Laudrup sem í auglýsingunni rifjaði meðal annars upp frægt mark sitt og fagn gegn Brasilíu á HM 1998, en hann var einnig ein af stjörnum danska landsliðsins sem varð Evrópumeistari árið 1992. Brian Laudrup vakti heimsathygli með fagninu sínu gegn Brasilíu á HM 1998. Sonur hans fékk hann til að fagna með skemmtilegum hætti.Getty/Marcus Brandt Brian Laudrup segir að hann hefði ekki tekið þátt í auglýsingunni fyrir Dúbaí hefði hann vitað að það stangaðist á við störf hans fyrir TV2. Politiken ákvað einnig að hætta með hlaðvarpsþættina „Brian og boltinn“ eftir aðeins einn þátt, og ljóst að þessum fyrrverandi vinnuveitendum Laudrup hugnaðist ekki að hann auglýsti ferðamannastað í landi þar sem mannréttindi þykja fótum troðin. „Ég sagði ekki að Dúbaí væri besti staður í heimi til að vera á. Ég var spurður hvort ég vildi tala um fögnuð fótboltans, sem var alveg einstakt,“ sagði Laudrup og ítrekaði að hann hefði tekið þátt í auglýsingunni í góðri trú. Danski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjá meira
Laudrup tók þátt í langri auglýsingu sem finna má á Youtube þar sem fjallað var um staði sem spennandi væri að heimsækja í Dúbaí, meðal annars með tilvísun í það að borgin tæki vel á móti stuðningsmönnum sem ætli á HM í nágrannaríkinu Katar í vetur. Þetta féll illa í kramið hjá forsvarsmönnum TV2 sem ráku Laudrup úr starfi fótboltaspekings en hann átti meðal annars að tjá sig í kringum komandi leiki Danmerkur við Króatíu og Frakkland í Þjóðadeildinni. „Það er ekki hægt að segja að ég hafi orðið eitthvað andlit [Dúbaí] en fyrir mér snerist þetta um fótbolta. Það má alveg kalla mig barnalegan og gagnrýna dómgreind mína,“ sagði Laudrup við Jyllands-Posten. „En það er ekki hægt að segja að ég sé siðlaus og gráðugur, það er yfir strikið,“ sagði Laudrup sem í auglýsingunni rifjaði meðal annars upp frægt mark sitt og fagn gegn Brasilíu á HM 1998, en hann var einnig ein af stjörnum danska landsliðsins sem varð Evrópumeistari árið 1992. Brian Laudrup vakti heimsathygli með fagninu sínu gegn Brasilíu á HM 1998. Sonur hans fékk hann til að fagna með skemmtilegum hætti.Getty/Marcus Brandt Brian Laudrup segir að hann hefði ekki tekið þátt í auglýsingunni fyrir Dúbaí hefði hann vitað að það stangaðist á við störf hans fyrir TV2. Politiken ákvað einnig að hætta með hlaðvarpsþættina „Brian og boltinn“ eftir aðeins einn þátt, og ljóst að þessum fyrrverandi vinnuveitendum Laudrup hugnaðist ekki að hann auglýsti ferðamannastað í landi þar sem mannréttindi þykja fótum troðin. „Ég sagði ekki að Dúbaí væri besti staður í heimi til að vera á. Ég var spurður hvort ég vildi tala um fögnuð fótboltans, sem var alveg einstakt,“ sagði Laudrup og ítrekaði að hann hefði tekið þátt í auglýsingunni í góðri trú.
Danski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Danmörk Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjá meira