Telur hótanir Hjörleifs settar fram í „geðshræringu og vanlíðan“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. september 2022 12:13 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kveðst vera miður sín vegna illdeilna innan flokksins. Þetta sá vandi sem hafi verið að gerjast lengi. Vísir/vilhelm Boðað hefur verið til stjórnarfundar Flokks fólksins síðdegis til að reyna að ráða fram úr vanda flokksins sem hverfist um fulltrúa hans á Akureyri. Sjálftitlaður „guðfaðir listans“ fyrir norðan hótar meiðyrðastefnu á hendur þremur konum flokksins, formanni hans og varaformanni. Í gær stigu þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving fram á blaðamannafundi og sökuðu Hjörleif Hallgrímsson, guðföður listans, um kynferðislega áreitni og Brynjólf Ingvason,oddvita,og Jón Hjaltason, í þriðja sætinu, um andlegt ofbeldi. Sá síðastnefndi sagðist ekki sjá neina lausn á málinu. Á meðan núverandi flokksforysta væri við stjórnvölinn gæti hann ekki starfað fyrir flokkinn. Jón gerði meinta kynferðislega áreitni Hjörleifs að umtalsefni í Bítinu í morgun. „Hannesína sagði okkur frá þessu karlagrobbi sem Hjörleifur á að hafa haft í frammi, að hann væri góður í rúminu, og húngerði það með þeim orðum að það hlógu allir, eins og náttúrulega er mjög eðlilegt,“ sagði Jón í Bítinu. Hjörleifur birti í gærkvöldi pistil á Akureyri.net þar sem hann kallar konurnar þrjár „svikakvendi“og „upphlaupsmanneskjur“og setti fram vangavelturum geðheilsu einnar þeirra. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tekur stöðu mála mjög nærri sér en þykir ekki mikið til skrifa Hjörleifs koma. „Mér finnst þessi skrif dæma sig sjálf. Hann rennir bara stoðum undir það sem kom fram á blaðamannafundinum hjá Hannesínu, Tinnu og Málfríði í gær finnst mér. Þannig að minnsta kosti slær það mig á þessu stigi.“ Undir lok pistilsins kveðst Hjörleifur íhuga alvarlega að stefna konunum og - ef til vill - Ingu og Guðmundi Inga varaformanni flokksins. „Ég var náttúrulega bara steinhissa vegna þess að ég er nú svo sem ekki meistari í lögum en ég er þó lögfræðingur og ég veit ekki alveg á hvaða forsendum hann ætti að geta fundið upp eitthvað til þess að stefna mér fyrir ég bara næ ekki utan um það. Ég held þetta sé nú meira sagt í geðshræringu og vanlíðan.“ Klukkan fimm hefst stjórnarfundur vegna stöðunnar í flokknum. „Ég legg þetta bara á borð stjórnar, þessa stöðu sem komin er upp núna. Það er líka ítrekað verið að ráðast á forystu Flokks fólksins,“ segir Inga sem bætir við að það, ásamt öðru, þurfi að ræða alvarlega. „Okkar lýðræðislega og fína stjórn mun taka faglega ákvörðun í framhaldi af því.“ Inga var spurð hvort það gæti jafnvel farið svo að karlaforystan fyrir norðan myndi starfa áfram sem óháðir bæjarfulltrúar. „Annað eins hefur nú svo sem skeð. Maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, við skulum sjá til. Í mínum villtustu draumum þá sá ég auðvitað fyrir mér að allt gæti fallið í ljúfa löð og að öll dýrin í skóginum orðið vinir eins og þar stendur. Fegurð, gleði, friður, mitt faðir vor, en það er ekki þar með sagt að allar óskir fáist uppfylltar.“ Flokkur fólksins Akureyri Sveitarstjórnarmál Bítið Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Karlagrobb Hjörleifs einungis brandari Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara. 20. september 2022 09:47 Hjörleifur hafi sagst aldrei leggja hendur á konur nema í rúminu Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester segjast fullar vanlíðunar og kvíða vegna samskipta sinna við þrjá karla á lista flokksins. Allir hafi beitt þær andlegu ofbeldi og einn gerst sekur um kynferðislega áreitni. 19. september 2022 15:13 Saka konurnar um lygar og segja varaformanninn hafðan að fífli Brynjólfur Ingvarsson, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, og Jón Hjaltason, þriðji maður á lista flokksins, segja fullyrðingar þriggja kvenna sem skipa annað, fjórða og fimmta sætið þess efnis að karlar í forystu flokksins fyrir norðan hafi sýnt þeim lítilsvirðingu og jafnvel áreitt þær, fjarri öllu sanni. 19. september 2022 06:40 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Í gær stigu þær Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving fram á blaðamannafundi og sökuðu Hjörleif Hallgrímsson, guðföður listans, um kynferðislega áreitni og Brynjólf Ingvason,oddvita,og Jón Hjaltason, í þriðja sætinu, um andlegt ofbeldi. Sá síðastnefndi sagðist ekki sjá neina lausn á málinu. Á meðan núverandi flokksforysta væri við stjórnvölinn gæti hann ekki starfað fyrir flokkinn. Jón gerði meinta kynferðislega áreitni Hjörleifs að umtalsefni í Bítinu í morgun. „Hannesína sagði okkur frá þessu karlagrobbi sem Hjörleifur á að hafa haft í frammi, að hann væri góður í rúminu, og húngerði það með þeim orðum að það hlógu allir, eins og náttúrulega er mjög eðlilegt,“ sagði Jón í Bítinu. Hjörleifur birti í gærkvöldi pistil á Akureyri.net þar sem hann kallar konurnar þrjár „svikakvendi“og „upphlaupsmanneskjur“og setti fram vangavelturum geðheilsu einnar þeirra. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, tekur stöðu mála mjög nærri sér en þykir ekki mikið til skrifa Hjörleifs koma. „Mér finnst þessi skrif dæma sig sjálf. Hann rennir bara stoðum undir það sem kom fram á blaðamannafundinum hjá Hannesínu, Tinnu og Málfríði í gær finnst mér. Þannig að minnsta kosti slær það mig á þessu stigi.“ Undir lok pistilsins kveðst Hjörleifur íhuga alvarlega að stefna konunum og - ef til vill - Ingu og Guðmundi Inga varaformanni flokksins. „Ég var náttúrulega bara steinhissa vegna þess að ég er nú svo sem ekki meistari í lögum en ég er þó lögfræðingur og ég veit ekki alveg á hvaða forsendum hann ætti að geta fundið upp eitthvað til þess að stefna mér fyrir ég bara næ ekki utan um það. Ég held þetta sé nú meira sagt í geðshræringu og vanlíðan.“ Klukkan fimm hefst stjórnarfundur vegna stöðunnar í flokknum. „Ég legg þetta bara á borð stjórnar, þessa stöðu sem komin er upp núna. Það er líka ítrekað verið að ráðast á forystu Flokks fólksins,“ segir Inga sem bætir við að það, ásamt öðru, þurfi að ræða alvarlega. „Okkar lýðræðislega og fína stjórn mun taka faglega ákvörðun í framhaldi af því.“ Inga var spurð hvort það gæti jafnvel farið svo að karlaforystan fyrir norðan myndi starfa áfram sem óháðir bæjarfulltrúar. „Annað eins hefur nú svo sem skeð. Maður veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, við skulum sjá til. Í mínum villtustu draumum þá sá ég auðvitað fyrir mér að allt gæti fallið í ljúfa löð og að öll dýrin í skóginum orðið vinir eins og þar stendur. Fegurð, gleði, friður, mitt faðir vor, en það er ekki þar með sagt að allar óskir fáist uppfylltar.“
Flokkur fólksins Akureyri Sveitarstjórnarmál Bítið Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Karlagrobb Hjörleifs einungis brandari Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara. 20. september 2022 09:47 Hjörleifur hafi sagst aldrei leggja hendur á konur nema í rúminu Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester segjast fullar vanlíðunar og kvíða vegna samskipta sinna við þrjá karla á lista flokksins. Allir hafi beitt þær andlegu ofbeldi og einn gerst sekur um kynferðislega áreitni. 19. september 2022 15:13 Saka konurnar um lygar og segja varaformanninn hafðan að fífli Brynjólfur Ingvarsson, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, og Jón Hjaltason, þriðji maður á lista flokksins, segja fullyrðingar þriggja kvenna sem skipa annað, fjórða og fimmta sætið þess efnis að karlar í forystu flokksins fyrir norðan hafi sýnt þeim lítilsvirðingu og jafnvel áreitt þær, fjarri öllu sanni. 19. september 2022 06:40 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir „Sorlega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Sjá meira
Karlagrobb Hjörleifs einungis brandari Jón Hjaltason segir allar ásakanir um andlegt ofbeldi sem konur í forystu Flokks fólksins hafa sakað hann og Brynjólf Ingvarsson um vera hreinan uppspuna. Hann segir konurnar fara ítrekað með rangfærslur. Þá segir hann kynferðislega áreitni Hjörleifs Hallgríms Herbertssonar hafa verið brandara. 20. september 2022 09:47
Hjörleifur hafi sagst aldrei leggja hendur á konur nema í rúminu Málfríður Þórðardóttir, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester segjast fullar vanlíðunar og kvíða vegna samskipta sinna við þrjá karla á lista flokksins. Allir hafi beitt þær andlegu ofbeldi og einn gerst sekur um kynferðislega áreitni. 19. september 2022 15:13
Saka konurnar um lygar og segja varaformanninn hafðan að fífli Brynjólfur Ingvarsson, oddviti Flokks fólksins á Akureyri, og Jón Hjaltason, þriðji maður á lista flokksins, segja fullyrðingar þriggja kvenna sem skipa annað, fjórða og fimmta sætið þess efnis að karlar í forystu flokksins fyrir norðan hafi sýnt þeim lítilsvirðingu og jafnvel áreitt þær, fjarri öllu sanni. 19. september 2022 06:40