„Það er mikilvægt að þessi mál séu í lagi“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. september 2022 14:01 Lyfjaskortur getur reglulega komið upp en fyrr á árinu var til að mynda skortur á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir mikilvægt að koma í veg fyrir lyfjaskort á landinu eftir að greint var frá því fyrr á árinu að skortur væri á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn. Um sé að ræða viðvarandi verkefni og unnið sé að umbótum á ýmsum sviðum. Bæta þurfi meðal annars upplýsingamiðlun til stofnana og heilbrigðisstarfsmanna og auka samstarf við Norðurlöndin. Fjallað var um skort á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn fyrr á árinu en Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, sagði þá í viðtali við RÚV að dæmi um slíkt hafi ítrekað komið upp undanfarin ár. Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður Velferðarnefndar, segir beiðni hafa borist frá nefndarmanni um að taka málið fyrir og komst nefndin fyrst í það núna. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður velferðarnefndar Alþingis. „Við fengum til okkur fulltrúa frá Landspítalanum, heilbrigðisráðuneytinu, Lyfjastofnun, Sjúkratryggingum, landlækni og fulltrúa þeirra sem selja lyf, bara til þess að átta okkur hvernig kerfið okkar í kringum lyfsölu er byggt og hvert er hlutverk hvers og eins,“ segir Líneik. Mikilvægt að umbætur gangi eftir Lyfjaskortur geti komið upp hvenær sem er en yfirleitt takist að leysa úr málunum þar sem Lyfjastofnun hafi það hlutverk að vinna gegn skorti og leiðbeina heilbrigðisstarfsmönnum í því samhengi. Hluti af vandanum sé þó að ýmis lyf sem séu með markaðsleyfi hér á landi séu ekki á markaði hér og því geti Lyfjastofnun síður fylgst með gangi mála. „Þess vegna hefur eins og á síðustu árum verið farið meira í samstarf við til dæmis Norðurlöndin við innkaup á lyfjum og það er eitthvað sem þarf að horfa til í framtíðinni enn frekar, sýnist mér,“ segir Líneik og vísar þar meðal annars til lyfja sem fáir nota hér á landi. Nefndin muni fylgja málinu eftir í vetur og fylgjast með þeim verkefnum sem séu í gangi til að leysa málið, sem snúi meðal annars að bættri upplýsingamiðlun til Sjúkratrygginga og Lyfjastofnunar og hvernig bæta megi upplýsingaflæði til heilbrigðisstarfmanna um birgðastöðu lyfja. „Það er mikilvægt að þessi mál séu í lagi. Það er margt vel gert, það er verið að vinna að umbótum og það er mikilvægt að þær umbætur gangi eftir,“ segir Líneik. Lyf Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira
Fjallað var um skort á lífsnauðsynlegum lyfjum fyrir börn fyrr á árinu en Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, sagði þá í viðtali við RÚV að dæmi um slíkt hafi ítrekað komið upp undanfarin ár. Líneik Anna Sævarsdóttir, formaður Velferðarnefndar, segir beiðni hafa borist frá nefndarmanni um að taka málið fyrir og komst nefndin fyrst í það núna. Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður velferðarnefndar Alþingis. „Við fengum til okkur fulltrúa frá Landspítalanum, heilbrigðisráðuneytinu, Lyfjastofnun, Sjúkratryggingum, landlækni og fulltrúa þeirra sem selja lyf, bara til þess að átta okkur hvernig kerfið okkar í kringum lyfsölu er byggt og hvert er hlutverk hvers og eins,“ segir Líneik. Mikilvægt að umbætur gangi eftir Lyfjaskortur geti komið upp hvenær sem er en yfirleitt takist að leysa úr málunum þar sem Lyfjastofnun hafi það hlutverk að vinna gegn skorti og leiðbeina heilbrigðisstarfsmönnum í því samhengi. Hluti af vandanum sé þó að ýmis lyf sem séu með markaðsleyfi hér á landi séu ekki á markaði hér og því geti Lyfjastofnun síður fylgst með gangi mála. „Þess vegna hefur eins og á síðustu árum verið farið meira í samstarf við til dæmis Norðurlöndin við innkaup á lyfjum og það er eitthvað sem þarf að horfa til í framtíðinni enn frekar, sýnist mér,“ segir Líneik og vísar þar meðal annars til lyfja sem fáir nota hér á landi. Nefndin muni fylgja málinu eftir í vetur og fylgjast með þeim verkefnum sem séu í gangi til að leysa málið, sem snúi meðal annars að bættri upplýsingamiðlun til Sjúkratrygginga og Lyfjastofnunar og hvernig bæta megi upplýsingaflæði til heilbrigðisstarfmanna um birgðastöðu lyfja. „Það er mikilvægt að þessi mál séu í lagi. Það er margt vel gert, það er verið að vinna að umbótum og það er mikilvægt að þær umbætur gangi eftir,“ segir Líneik.
Lyf Heilbrigðismál Alþingi Mest lesið Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Innlent „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fleiri fréttir Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Tollum Evrópusambandsins frestað um óákveðinn tíma Aukin gæsla og breytt snið á Menningarnótt Eldur á Kleppsvegi Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Grétar Br. Kristjánsson lögmaður látinn Ögurstund í Washington, spilavandi ungra karla og aukin gæsla á Menningarnótt Fólk verði oft samdauna sérkennilegum aðstæðum í vinnunni „Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Í gæsluvarðhaldi fram í september Fullir í flugi Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Sjá meira