Leikið var í Bergen í Noregi og hóf Svava Rós leikinn upp á topp hjá Brann. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk hún sendingu inn fyrir vörn gestanna en var í nokkuð þröngu færi hægra megin í teignum. Svava Rós lét það ekki á sig fá og þrumaði boltanum upp í þaknetið og kom heimaliðinu yfir.
Brann hefur birt markið á Instagram-síðu sinni og sjá má það hér að neðan.
Forysta heimaliðsins entist þangað til á 78. mínútu en þá jafnaði Rosengård metin og lauk leiknum með 1-1 jafntefli. Það er því allt jafnt fyrir síðari leikinn sem fer fram í Svíþjóð eftir viku.