Jón fjárfestir í HPP Solutions og verður stjórnarformaður Atli Ísleifsson skrifar 22. september 2022 09:24 Jón Sigurðsson lét af störfum hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri þann 1. apríl á þessu ári eftir 26 ár sem forstjóri. HPP Solutions Jón Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Össurar, hefur tekið við sem stjórnarformaður HPP Solutions ehf. samhliða kaupum á eignarhlut í félaginu. Jón lét af störfum hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri þann 1. apríl á þessu ári eftir 26 ár sem forstjóri. Í tilkynningu kemur fram að HPP framleiði verksmiðjur sem vinni hágæða prótein og olíur úr hvítfisk, uppsjávarfisk, laxfiskum og skeldýrum. „Þær eru smíðaðar í mismunandi stærð eftir því hvort þær eru fyrir skip eða landvinnslu. HPP próteinverksmiðjur hafa verið seldar til útgerða og landvinnsla í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Færeyjum, Englandi, Finnlandi, Frakklands og Noregs. Hér á landi hafa verið seldar fjórar HPP verksmiðjur. Þar á meðal er ein um borð í fullkomnasta fiskiskipi Norðurslóða, Ilivileq í eigu Brims og á Neskaupsstað er að rísa 380 tonna HPP verksmiðja sem er smíðuð fyrir Síldarvinnsluna,“ segir í tilkynningunni. Sjálfstætt félag Héðins HPP Solutions varð sjálfstætt dótturfélag Héðins um síðustu áramót en er nú orðið sjálfstætt félag að fullu leyti og eignarhlutir afhentir hluthöfum Héðins. „HPP próteinverksmiðjan er íslenskt nýsköpunarverkefni HPP sem var í þróun hjá Vélsmiðjunni Héðni í um fimmtán ár og sprettur beint upp úr langri reynslu fyrirtækisins í íslenskum sjávarútvegi. Sérstaða HPP próteinverksmiðja felst í því að þær taka um þriðjungi minni pláss en hefðbundnar fiskimjölverksmiðjur, eru með um 30 prósent færri íhlutum og eyða 30 prósent minni orku. Í skipum með HPP verksmiðju um borð fer ekki einn uggi til spillis. Aflinn er nýttur 100 prósent. Tólf HPP verksmiðjur eru nú starfræktar víða um heim. Sex þeirra eru um borð í skipum og sex eru á landi, vinnslugetan er frá 10 til 400 tonnum á dag, eftir stærð verksmiðjanna,“ segir í tilkynningunni. Vistaskipti Sjávarútvegur Nýsköpun Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira
Í tilkynningu kemur fram að HPP framleiði verksmiðjur sem vinni hágæða prótein og olíur úr hvítfisk, uppsjávarfisk, laxfiskum og skeldýrum. „Þær eru smíðaðar í mismunandi stærð eftir því hvort þær eru fyrir skip eða landvinnslu. HPP próteinverksmiðjur hafa verið seldar til útgerða og landvinnsla í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Færeyjum, Englandi, Finnlandi, Frakklands og Noregs. Hér á landi hafa verið seldar fjórar HPP verksmiðjur. Þar á meðal er ein um borð í fullkomnasta fiskiskipi Norðurslóða, Ilivileq í eigu Brims og á Neskaupsstað er að rísa 380 tonna HPP verksmiðja sem er smíðuð fyrir Síldarvinnsluna,“ segir í tilkynningunni. Sjálfstætt félag Héðins HPP Solutions varð sjálfstætt dótturfélag Héðins um síðustu áramót en er nú orðið sjálfstætt félag að fullu leyti og eignarhlutir afhentir hluthöfum Héðins. „HPP próteinverksmiðjan er íslenskt nýsköpunarverkefni HPP sem var í þróun hjá Vélsmiðjunni Héðni í um fimmtán ár og sprettur beint upp úr langri reynslu fyrirtækisins í íslenskum sjávarútvegi. Sérstaða HPP próteinverksmiðja felst í því að þær taka um þriðjungi minni pláss en hefðbundnar fiskimjölverksmiðjur, eru með um 30 prósent færri íhlutum og eyða 30 prósent minni orku. Í skipum með HPP verksmiðju um borð fer ekki einn uggi til spillis. Aflinn er nýttur 100 prósent. Tólf HPP verksmiðjur eru nú starfræktar víða um heim. Sex þeirra eru um borð í skipum og sex eru á landi, vinnslugetan er frá 10 til 400 tonnum á dag, eftir stærð verksmiðjanna,“ segir í tilkynningunni.
Vistaskipti Sjávarútvegur Nýsköpun Mest lesið Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Viðskipti innlent Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Semja um fjögurra milljarða króna lán Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent E. coli í frönskum osti Neytendur Fleiri fréttir Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Sjá meira