Telur forseta geta aflétt leynd með huganum einum Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2022 11:51 Trump með þremur elstu börnum sínum, f.v. Eric, Donald og Ivönku. Þau eru öll sökuð um að blekkja fjármálafyrirtæki og skattayfirvöld í New York. AP/Evan Vucci Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, réttlætti vörslu sína á aragrúa leyniskjala með því að forseti gæti aflétt leynd af gögnum með því einu að hugsa um það í sjónvarpsviðtali í gær. Þá kallaði hann málaferli gegn honum í New York pólitískar nornaveiðar. Viðtal Trumps á Fox News-sjónvarpsstöðinni í gær var það fyrsta frá því að alríkislögreglan FBI gerði húsleit á heimili hans á Flórída í síðasta mánuði. Fyrr um daginn hafði dómsmálaráðherra New York-ríkis tilkynnt um að embættið ætlaði að stefna Trump og þremur elstu börnum hans fyrir að blekkja lánveitendur, tryggingafélög og skattayfirvöld. Húsleitin var gerð vegna leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu og skilaði ekki þrátt fyrir áskoranir þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Hélt hann einhverjum þeirri eftir jafnvel eftir að hann hafði skilað hluta gagnanna. Lögmenn Trumps og dómsmálaráðuneytisins bítast nú um fyrir dómstólum hvort FBI megi nota skjölin í rannsókn sinni en á þeim vettvangi hefur Trump ekki viljað gefa upp hvort hann hafi aflétt leynd af einhverjum skjalanna sem forseti líkt og bandamenn hans hafa haldið fram til að afsaka hann. Á Fox News fullyrti Trump ekki aðeins að hann hefði aflétt leynd af skjölunum áður en hann tók þau með sér til Mar-a-Lago á Flórída heldur að hann hefði ekki þurft að gera það formlega eða einu sinni láta neinn vita, að því er segir í endursögn Washington Post. „Það þarf ekki að vera neitt ferli, eins og ég skil það. Ef þú ert forseti Bandaríkjanna getur þú aflétt leynd bara með því að segjast ætla að aflétta leynd, jafnvel með að hugsa um það,“ sagði Trump sem reyndi einnig að tengja húsleitina við tölvupósta Hillary Clinton frá utanríkisráðherratíð hennar á óljósan hátt og kallaði starfsfólk þjóðskjalasafnsins róttæka vinstrisinna. "There doesn't have to be a process ... I declassified everything" -- Trump on how he declassified documents (this is false -- there is a process Trump didn't follow) pic.twitter.com/ehX8QqTnmB— Aaron Rupar (@atrupar) September 22, 2022 Hvað stefnu dómsmálaráðherrans í New York um að hann hefði átt við verðmætamat á eignum sínum til að blekkja fjármálastofnanir og skattinn varpaði Trump ábyrgðinni á bankana sjálfa. Þeir hefðu átt að kanna málið betur ef misræmi reyndist í verðmati á eignum. Trump er sagður hafa stórlega ýkt verðmæti eigna sinna þegar hann þurfti að fá lán en gert lítið úr því við skattyfirvöld. Fallist dómstóll á kröfur dómsmálaráðherrans gæti Trump og þremur elstu börnum hans verið bannað að stýra fyrirtæki í New York, kaupa fasteign eða sækja um lán í New York í fimm ár. Ráðherrann krefst einnig að Trump greiði 250 miljónir dollara sem hann hafi haft í ávinning af misferlinu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Viðtal Trumps á Fox News-sjónvarpsstöðinni í gær var það fyrsta frá því að alríkislögreglan FBI gerði húsleit á heimili hans á Flórída í síðasta mánuði. Fyrr um daginn hafði dómsmálaráðherra New York-ríkis tilkynnt um að embættið ætlaði að stefna Trump og þremur elstu börnum hans fyrir að blekkja lánveitendur, tryggingafélög og skattayfirvöld. Húsleitin var gerð vegna leyniskjala sem Trump hafði með sér úr Hvíta húsinu og skilaði ekki þrátt fyrir áskoranir þjóðskjalasafns Bandaríkjanna. Hélt hann einhverjum þeirri eftir jafnvel eftir að hann hafði skilað hluta gagnanna. Lögmenn Trumps og dómsmálaráðuneytisins bítast nú um fyrir dómstólum hvort FBI megi nota skjölin í rannsókn sinni en á þeim vettvangi hefur Trump ekki viljað gefa upp hvort hann hafi aflétt leynd af einhverjum skjalanna sem forseti líkt og bandamenn hans hafa haldið fram til að afsaka hann. Á Fox News fullyrti Trump ekki aðeins að hann hefði aflétt leynd af skjölunum áður en hann tók þau með sér til Mar-a-Lago á Flórída heldur að hann hefði ekki þurft að gera það formlega eða einu sinni láta neinn vita, að því er segir í endursögn Washington Post. „Það þarf ekki að vera neitt ferli, eins og ég skil það. Ef þú ert forseti Bandaríkjanna getur þú aflétt leynd bara með því að segjast ætla að aflétta leynd, jafnvel með að hugsa um það,“ sagði Trump sem reyndi einnig að tengja húsleitina við tölvupósta Hillary Clinton frá utanríkisráðherratíð hennar á óljósan hátt og kallaði starfsfólk þjóðskjalasafnsins róttæka vinstrisinna. "There doesn't have to be a process ... I declassified everything" -- Trump on how he declassified documents (this is false -- there is a process Trump didn't follow) pic.twitter.com/ehX8QqTnmB— Aaron Rupar (@atrupar) September 22, 2022 Hvað stefnu dómsmálaráðherrans í New York um að hann hefði átt við verðmætamat á eignum sínum til að blekkja fjármálastofnanir og skattinn varpaði Trump ábyrgðinni á bankana sjálfa. Þeir hefðu átt að kanna málið betur ef misræmi reyndist í verðmati á eignum. Trump er sagður hafa stórlega ýkt verðmæti eigna sinna þegar hann þurfti að fá lán en gert lítið úr því við skattyfirvöld. Fallist dómstóll á kröfur dómsmálaráðherrans gæti Trump og þremur elstu börnum hans verið bannað að stýra fyrirtæki í New York, kaupa fasteign eða sækja um lán í New York í fimm ár. Ráðherrann krefst einnig að Trump greiði 250 miljónir dollara sem hann hafi haft í ávinning af misferlinu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Fleiri fréttir Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sjá meira
Saka Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur höfðað mál gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og þremur elstu börnum hans, þeim Donald Trump yngri, Ivönku Trump og Eric Trump. Þau eru sökuð um umfangsmikil skatt- og bankasvik. 21. september 2022 18:29