Þar sem að Sif Atladóttir lagði landsliðsskóna á hilluna eftir tapið nauma gegn Hollandi fyrr í þessum mánuði var ljóst að Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari þyrfti að gera að minnsta kosti eina breytingu frá hópnum sem þá var valinn.
Í stað Sifjar kemur kantmaðurinn Agla María Albertsdóttir sem var meidd þegar leikurinn við Holland fór fram.
Karólína ekki með
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hefur hins vegar ekki náð sér af meiðslum sínum aftan í læri og því er þar áfram stórt skarð fyrir skildi. Markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir er einnig enn að komast af stað eftir meiðsli. Hópinn má sjá hér að neðan.

Íslenska liðið þarf að bíða eftir niðurstöðunni úr leik Portúgals og Belgíu 6. október til að vita hvort liðanna verður mótherji Íslands. Hins vegar er ljóst að leikurinn sem Ísland spilar verður á útivelli. Íslenski hópurinn mun undirbúa sig í æfingabúðum í Algarve í Portúgal.
Þorsteinn kynnir hópinn sinn og svarar spurningum blaðamanna á fundi sem hefst klukkan 13:15, í beinni útsendingu á Vísi.
Landsliðshópur Íslands gegn Portúgal eða Belgíu
Markmenn:
- Sandra Sigurðardóttir - Valur - 47 leikir
- Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - ÍBV - 1 leikur
- Íris Dögg Gunnarsdóttir - Þróttur R.
Varnarmenn:
- Elísa Viðarsdóttir - Valur - 49 leikir
- Guðný Árnadóttir - AC Milan - 18 leikir
- Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munchen - 107 leikir, 7 mörk
- Ingibjörg Sigurðardóttir - Valerenga - 48 leikir
- Guðrún Arnardóttir - Rosengard - 21 leikur, 1 mark
- Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 12 leikir, 1 mark
- Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 10 leikir
Miðjumenn:
- Alexandra Jóhannsdóttir - Fiorentina - 28 leikir, 3 mörk
- Sara Björk Gunnarsdóttir - Juventus - 144 leikir, 24 mörk
- Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 107 leikir, 37 mörk
- Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Orlando Pride - 95 leikir, 14 mörk
- Selma Sól Magnúsdóttir - Rosenborg - 20 leikir, 3 mörk
Sóknarmenn:
- Berglind Björg Þorvaldsdóttir - Paris SG - 68 leikir, 12 mörk
- Svava Rós Guðmundsdóttir - Brann - 41 leikir, 2 mörk
- Amanda Jacobsen Andradóttir - Kristanstads DFF - 8 leikir
- Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 50 leikir, 4 mörk
- Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg - 24 leikir, 7 mörk
- Elín Metta Jensen - Valur - 62 leikir, 16 mörk
- Hlín Eiríksdóttir - Pitea IF - 20 leikir, 3 mörk
- Ásdís Karen Halldórsdóttir - Valur - 1 leikur