„Í þessari samfélagstilraun verður farið yfir það hvaða þættir spila inn í vinsældir tónlistarmanna á Íslandi og skoðað hvort það sé raunverulega til einföld formúla fyrir frægð,“ segir í lýsingu þáttanna.
„Það verður gaman að sjá viðbrögð fólks við heildarmyndinni því í grunninn hefur fólk verið að bíða eftir því að vita hver er á bak við röddina en mengið er svo miklu stærra,“ sagði Arnar Már Davíðsson framleiðandi hjá Ketchup Creative í samtali við Vísi þegar tilkynnt var um þættina.
Stikluna má sjá hér að neðan: