Þetta kemur fram í dagbók lögreglu en þar segir jafnframt að hópur unglinga hafi verið við Norðlingaskóla þegar lögreglu bar að garði en árásarmaður farinn af vettvangi. Hringt hafi verið í móður piltsins og tilkynning send til Barnaverndar.
Í Hlíðahverfi var einnig tilkynnt um slagsmál milli tveggja manna á gatnamótum. Hafi það atvikast þannig að maður hafi gengið fyrir bifreið annars manns. Ökumaðurinn hafi þá farið úr bílnum til að ræða við þann mann og enduðu þau orðaskipti með slagsmálum, að því er kemur fram í tilkynningu lögreglunnar. Ökumaður hafi þá náð í prik í bifreiðinni og ógnað manninum. Ökumaður hlaut loks sár á augabrún og var sinnt á bráðamóttöku.
Í Laugarneshverfi var tilkynnt um þjófnað úr geymslum í fjölbýlishúsi. Búið hafi verið að brjóta upp hurðir og stela verðmætum.
Þá var að venju nokkuð um ölvunarakstur og afskipti höfð af manni sem tilkynnt var um að stæði að sölu fíkniefna í Hafnafirði.