Fjölmargir ferðamenn fastir í Mývatnsöræfum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 25. september 2022 16:05 Eins og sjá má á myndinni hefur fjölmörgum vegum verið lokað. Vegagerðin Fjöldi ferðamanna situr fastur í bílum sínum í Mývatnsöræfum. Talið er að bílarnir séu 20 til 30 talsins og björgunarsveitir vinna að því að ferja fólkið í öruggt skjól. Um 30 metrar á sekúndu eru á svæðinu og slydda - og skyggni slæmt. Ingibjörg Benediktsdóttir situr í aðgerðastjórn Landsbjargar og stýrir aðgerðum á Húsavík í samráði við björgunarsveitir og lögreglu. Hún segir í samtali við fréttastofu að verið sé að kalla út fleiri björgunarsveitir á svæðinu. Rúv greindi fyrst frá. „Við erum að byrja að reyna að ferja fólkið í burtu eins og hægt er. En sums staðar er bara hreinlega ekki hægt að fara út úr bílum þannig að við biðjum fólk um að vera í bílunum þangað til björgunarsveitir koma á svæðið,“ segir Ingibjörg. Hún segir að um sé að ræða erlenda ferðamenn, margir á húsbílum eða illa útbúnum litlum bílum. „Það er aðallega vindurinn. Það er rosalega hvasst þarna. Það er einn [húsbíll] sem fór á hliðina svo ég viti til en það var eftir að björgunarsveitarmaður náði fólkinu úr bílnum og hann horfði bara á bílinn fara á hliðina.“ Hvað heldurðu að valdi því að fólk hætti sér út í óveðrið? „Ég held að fólk vanmeti þetta bara. Kannski vantar upp á upplýsingagjöf, ég veit það ekki. En fólk er ábyggilega illa upplýst af því að ef þú ferð af stað í húsbíl í svona veðri, þá veistu ekki hvað er að gerast,“ segir Ingibjörg. Veður Björgunarsveitir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Ingibjörg Benediktsdóttir situr í aðgerðastjórn Landsbjargar og stýrir aðgerðum á Húsavík í samráði við björgunarsveitir og lögreglu. Hún segir í samtali við fréttastofu að verið sé að kalla út fleiri björgunarsveitir á svæðinu. Rúv greindi fyrst frá. „Við erum að byrja að reyna að ferja fólkið í burtu eins og hægt er. En sums staðar er bara hreinlega ekki hægt að fara út úr bílum þannig að við biðjum fólk um að vera í bílunum þangað til björgunarsveitir koma á svæðið,“ segir Ingibjörg. Hún segir að um sé að ræða erlenda ferðamenn, margir á húsbílum eða illa útbúnum litlum bílum. „Það er aðallega vindurinn. Það er rosalega hvasst þarna. Það er einn [húsbíll] sem fór á hliðina svo ég viti til en það var eftir að björgunarsveitarmaður náði fólkinu úr bílnum og hann horfði bara á bílinn fara á hliðina.“ Hvað heldurðu að valdi því að fólk hætti sér út í óveðrið? „Ég held að fólk vanmeti þetta bara. Kannski vantar upp á upplýsingagjöf, ég veit það ekki. En fólk er ábyggilega illa upplýst af því að ef þú ferð af stað í húsbíl í svona veðri, þá veistu ekki hvað er að gerast,“ segir Ingibjörg.
Veður Björgunarsveitir Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira