Það var Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfismálaráðherra, sem veitti verðlaunin hjá Fashion 4 Development samtökunum í New York. Fatahönnuðurinn Victoria Beckham, fyrirsætan Iman og leikkonan Charlize Theron hafa meðal annars verið gerðar að góðgerðarsendiherrum tísku hjá samtökunum. Fashion 4 Development samtökin voru stofnuð árið 2011 af Evie Evangelou í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar.
