Sviðsetur kvikmyndaupplifanir á Íslandi í jökli, sundlaug og helli Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 28. september 2022 13:00 Nanna Gunnarsdóttir sviðsetur sérviðburði RIFF. Richard Pinches Sundbíó RIFF í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur er einn að viðburðum kvikmyndahátíðarinnar sem selst alltaf upp. Nanna Gunnarsdóttir hefur undanfarin ár sviðsett viðburðinn og gert að ógleymanlegri reynslu kvikmyndaunnenda. Myndin The Truman Show, í leikstjórn Peter Weir frá 1998, verður sýnd í sundbíóinu föstudaginn 30. september. „The Truman Show er vitaskuld orðin alger klassík, og varð það í rauninni um leið og hún kom út. Myndin hefur svo sannarlega staðist tímans tönn og á enn fremur við í dag heldur en þegar hún kom út árið 1998. Raunveruleikaþættir tröllríða samfélaginu, og nánast allir geta fylgst með lífi hvors annars gegnum samfélagsmiðla, svo við erum í rauninni öll svolítið eins og Truman. Eins og hefur ætíð verið gert í sundbíóinu verður lagt svolítið í umgjörð myndarinnar og leikarar og leikmunir koma við sögu, svo áhorfendur fá það frekar á tilfinninguna að þeir séu partur af myndinni og/eða söguþræðinum.“ Okkar eigin Truman Nanna sviðsetur einnig aðra sérviðburði RIFF sem eru sérstaklega unnir í samhengi við íslenska náttúru og menningu og setja áhorfandann í samhengi umfjöllunarefni kvikmyndanna sem sýndar eru. „Við verðum með leikara á staðnum sem verður okkar eigin Truman, og við fylgjumst grannt með hverju spori sem hann tekur. Áhorfendur geta tekið þátt í því að aftra honum inngöngu í gufubaðið og á aðra staði innan byggingarinnar og eru því í raun eins og aukaleikarar í sjónvarpsþætti. Kvikmyndatökulið frá RIFF verður á staðnum og myndar upplifunina og Luxor sér um alla tæknilega uppsetningu svo að mynd- og hljóðgæðin séu upp á sitt besta. Siglingaklúbburinn Þytur er svo í samstarfi við RIFF, sem á vel við þar sem nokkur eftirminnilegustu atriða myndarinnar gerast um borð á seglbáti, og sér Þytur um að útvega einn flottasta leikmun sem sést hefur í sundbíóinu hingað til.“ Nanna segir að ekki sé ætlast til þess að gestir sýningarinnar syndi á meðan myndin er sýnd. „Flestir hreiðra um sig í barnalauginni sem er hlýrri en stóra innilaugin, og þar er nógu grunnt til að standa allan tímann á meðan sýningu stendur. Einnig getur fólk skroppið í heitu pottana til að hlýja sér ef þörf er á. Augljóslega þarf fólk samt að fara varlega, og ef fólk er ekki vel synt þá ætti það að halda sig frá djúpu lauginni. Sundlaugaverðir eru á staðnum allan tímann til að passa upp á öryggi gesta, og fjöldi myndavéla til að fylgjast með að allt sé í lagi.“ Töfrandi bíóferð Nanna segir að RIFF hafi alltaf lagt áherslu á að vera með sérviðburði sem geri kvikmyndaupplifunina enn skemmtilegri. „Áhersla er lögð á að tengja þessa sérviðburði við það sem gerir Ísland sérstakt, þá einstöku náttúru sem við höfum ásamt okkar alíslensku sundmenningu til að mynda. Erlendir gestir kynnast landinu sjálfu auk þess sem þeir sjá klassískar myndir á einstökum staðsetningum, og Íslendingar geta blandað saman náttúruskoðun eða sundferð í bland við bíóferð.“ Einn af viðburðunum sem Nanna sviðsetur er hellabíóið, sem er vinsælt hjá fjölskyldun. Hún segir að börnin verði ekkert hrædd ofan í hellinum. „Raufarhólshellir er stórkostlega fallegur hellir sem er mikil upplifun að koma í. Hátt er til lofts og auðveldur göngustígur, og litadýrð veggjanna er töfrandi. Það þarf að ganga í um tíu mínútur til að komast að pallinum þar sem Hetjudáðir Múmínpabba verður sýnd. Kvikmyndin sjálf er vitaskuld barnvæn og ástúðleg, og því ætti ekkert að hræða börnin við upplifunina. Þvert á móti ætti þetta að vera óviðjafnanleg bíóferð sem er algert ævintýri fyrir alla fjölskylduna að fara saman í. Það sama má ekki segja um kvöldsýninguna sem að er hryllingsmyndasýning sem er eingöngu ætluð fullorðnum, og því líklegra að fullorðna fólkið verði hrætt í hellinum frekar en börnin.“ Jöklamynd sýnd í jökli Hún segir að umgjörðin þar sem kvikmyndin er sýnd hafi alltaf áhrif á upplifunina af bíómyndinni, til dæmis í helli eða í sundlaug. „Það er ekki eins að horfa á bíómynd í litlum sal eða stórum, eða í stóru kvikmyndahúsi erlendis eða heima hjá sér á sófanum. Það hefur líka öðruvísi áhrif á áhorfendur að horfa á drukknunarsenu í bíómynd þegar þeir sjálfir eru ofan í vatni eða að sjá hryllingsmynd sem gerist í iðrum jarðar þegar þeir hafa sjálfir klifrað inn um hellismunna. Ef eitthvað er þá ættu áhorfendur að fá betri tilfinningu fyrir senunum og meiri samkennd með sögupersónunum.“ Það er því vandasamt að velja réttu kvikmyndirnar til að sýna á sérviðburðum RIFF. „Við reynum að velja myndir sem henta hverri staðsetningu. Í sundbíóinu er reynt að miða við að sýna myndir sem gerast að einhverju leiti á sjó, vatni eða í sundlaug, eða þar sem að er allavega ein eftirminnilega sena sem er vatnstengd. Í hellabíóinu er miðað við eitthvað náttúrutengt, eða þar sem söguhetjur fara í ævintýralegt ferðalag. Í jöklabíóinu í ár er svo verið að sýna heimildarmynd um bráðnun jökla, og því áhrifaríkasta staðsetningin er að horfa á það inni í miðjum jökli. Þar fyrir utan reynum við að velja myndir sem að hafa fengið góða dóma, eru klassískar á ákveðinn máta og þar að leiðandi líklegar til að draga að sér góðan fjölda fólks.“ Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir The Truman Show sýnd í Sundhöllinni Sundbíóið í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur hefur sannarlega unnið sér fastan sess sem einn af vinsælustu sérviðburðum RIFF. Í ár hefur verið ákveðið að sýna kvikmyndina The Truman Show á hátíðinni. 19. ágúst 2022 10:30 Sýna gamanmynd með Will Ferrell í bílabíóinu í ár Bílabíó RIFF verður haldið laugardaginn 24. september kl. 19, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Ergo. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir á efra bílastæðaplani við verslunarmiðstöðina Smáralind þar sem tekið verður vel á móti bíó þyrstum bílstjórum og vinum þeirra. 22. september 2022 16:00 Ströggl og skerðing en býður upp á ferðalag um heiminn Á morgun verður RIFF sett í 19. skipti en stjórnandinn og upphafsmanneskja hátíðarinnar segir að myndirnar hafi aldrei verið fjölbreyttari eða meira spennandi. 28. september 2022 10:31 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Sjá meira
Myndin The Truman Show, í leikstjórn Peter Weir frá 1998, verður sýnd í sundbíóinu föstudaginn 30. september. „The Truman Show er vitaskuld orðin alger klassík, og varð það í rauninni um leið og hún kom út. Myndin hefur svo sannarlega staðist tímans tönn og á enn fremur við í dag heldur en þegar hún kom út árið 1998. Raunveruleikaþættir tröllríða samfélaginu, og nánast allir geta fylgst með lífi hvors annars gegnum samfélagsmiðla, svo við erum í rauninni öll svolítið eins og Truman. Eins og hefur ætíð verið gert í sundbíóinu verður lagt svolítið í umgjörð myndarinnar og leikarar og leikmunir koma við sögu, svo áhorfendur fá það frekar á tilfinninguna að þeir séu partur af myndinni og/eða söguþræðinum.“ Okkar eigin Truman Nanna sviðsetur einnig aðra sérviðburði RIFF sem eru sérstaklega unnir í samhengi við íslenska náttúru og menningu og setja áhorfandann í samhengi umfjöllunarefni kvikmyndanna sem sýndar eru. „Við verðum með leikara á staðnum sem verður okkar eigin Truman, og við fylgjumst grannt með hverju spori sem hann tekur. Áhorfendur geta tekið þátt í því að aftra honum inngöngu í gufubaðið og á aðra staði innan byggingarinnar og eru því í raun eins og aukaleikarar í sjónvarpsþætti. Kvikmyndatökulið frá RIFF verður á staðnum og myndar upplifunina og Luxor sér um alla tæknilega uppsetningu svo að mynd- og hljóðgæðin séu upp á sitt besta. Siglingaklúbburinn Þytur er svo í samstarfi við RIFF, sem á vel við þar sem nokkur eftirminnilegustu atriða myndarinnar gerast um borð á seglbáti, og sér Þytur um að útvega einn flottasta leikmun sem sést hefur í sundbíóinu hingað til.“ Nanna segir að ekki sé ætlast til þess að gestir sýningarinnar syndi á meðan myndin er sýnd. „Flestir hreiðra um sig í barnalauginni sem er hlýrri en stóra innilaugin, og þar er nógu grunnt til að standa allan tímann á meðan sýningu stendur. Einnig getur fólk skroppið í heitu pottana til að hlýja sér ef þörf er á. Augljóslega þarf fólk samt að fara varlega, og ef fólk er ekki vel synt þá ætti það að halda sig frá djúpu lauginni. Sundlaugaverðir eru á staðnum allan tímann til að passa upp á öryggi gesta, og fjöldi myndavéla til að fylgjast með að allt sé í lagi.“ Töfrandi bíóferð Nanna segir að RIFF hafi alltaf lagt áherslu á að vera með sérviðburði sem geri kvikmyndaupplifunina enn skemmtilegri. „Áhersla er lögð á að tengja þessa sérviðburði við það sem gerir Ísland sérstakt, þá einstöku náttúru sem við höfum ásamt okkar alíslensku sundmenningu til að mynda. Erlendir gestir kynnast landinu sjálfu auk þess sem þeir sjá klassískar myndir á einstökum staðsetningum, og Íslendingar geta blandað saman náttúruskoðun eða sundferð í bland við bíóferð.“ Einn af viðburðunum sem Nanna sviðsetur er hellabíóið, sem er vinsælt hjá fjölskyldun. Hún segir að börnin verði ekkert hrædd ofan í hellinum. „Raufarhólshellir er stórkostlega fallegur hellir sem er mikil upplifun að koma í. Hátt er til lofts og auðveldur göngustígur, og litadýrð veggjanna er töfrandi. Það þarf að ganga í um tíu mínútur til að komast að pallinum þar sem Hetjudáðir Múmínpabba verður sýnd. Kvikmyndin sjálf er vitaskuld barnvæn og ástúðleg, og því ætti ekkert að hræða börnin við upplifunina. Þvert á móti ætti þetta að vera óviðjafnanleg bíóferð sem er algert ævintýri fyrir alla fjölskylduna að fara saman í. Það sama má ekki segja um kvöldsýninguna sem að er hryllingsmyndasýning sem er eingöngu ætluð fullorðnum, og því líklegra að fullorðna fólkið verði hrætt í hellinum frekar en börnin.“ Jöklamynd sýnd í jökli Hún segir að umgjörðin þar sem kvikmyndin er sýnd hafi alltaf áhrif á upplifunina af bíómyndinni, til dæmis í helli eða í sundlaug. „Það er ekki eins að horfa á bíómynd í litlum sal eða stórum, eða í stóru kvikmyndahúsi erlendis eða heima hjá sér á sófanum. Það hefur líka öðruvísi áhrif á áhorfendur að horfa á drukknunarsenu í bíómynd þegar þeir sjálfir eru ofan í vatni eða að sjá hryllingsmynd sem gerist í iðrum jarðar þegar þeir hafa sjálfir klifrað inn um hellismunna. Ef eitthvað er þá ættu áhorfendur að fá betri tilfinningu fyrir senunum og meiri samkennd með sögupersónunum.“ Það er því vandasamt að velja réttu kvikmyndirnar til að sýna á sérviðburðum RIFF. „Við reynum að velja myndir sem henta hverri staðsetningu. Í sundbíóinu er reynt að miða við að sýna myndir sem gerast að einhverju leiti á sjó, vatni eða í sundlaug, eða þar sem að er allavega ein eftirminnilega sena sem er vatnstengd. Í hellabíóinu er miðað við eitthvað náttúrutengt, eða þar sem söguhetjur fara í ævintýralegt ferðalag. Í jöklabíóinu í ár er svo verið að sýna heimildarmynd um bráðnun jökla, og því áhrifaríkasta staðsetningin er að horfa á það inni í miðjum jökli. Þar fyrir utan reynum við að velja myndir sem að hafa fengið góða dóma, eru klassískar á ákveðinn máta og þar að leiðandi líklegar til að draga að sér góðan fjölda fólks.“
Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir The Truman Show sýnd í Sundhöllinni Sundbíóið í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur hefur sannarlega unnið sér fastan sess sem einn af vinsælustu sérviðburðum RIFF. Í ár hefur verið ákveðið að sýna kvikmyndina The Truman Show á hátíðinni. 19. ágúst 2022 10:30 Sýna gamanmynd með Will Ferrell í bílabíóinu í ár Bílabíó RIFF verður haldið laugardaginn 24. september kl. 19, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Ergo. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir á efra bílastæðaplani við verslunarmiðstöðina Smáralind þar sem tekið verður vel á móti bíó þyrstum bílstjórum og vinum þeirra. 22. september 2022 16:00 Ströggl og skerðing en býður upp á ferðalag um heiminn Á morgun verður RIFF sett í 19. skipti en stjórnandinn og upphafsmanneskja hátíðarinnar segir að myndirnar hafi aldrei verið fjölbreyttari eða meira spennandi. 28. september 2022 10:31 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Fleiri fréttir Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Úrslitaspurningin var um letigarð „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Ómar Örn og Nanna selja á eftirsóttum stað í miðbænum Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra Skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Sjá meira
The Truman Show sýnd í Sundhöllinni Sundbíóið í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur hefur sannarlega unnið sér fastan sess sem einn af vinsælustu sérviðburðum RIFF. Í ár hefur verið ákveðið að sýna kvikmyndina The Truman Show á hátíðinni. 19. ágúst 2022 10:30
Sýna gamanmynd með Will Ferrell í bílabíóinu í ár Bílabíó RIFF verður haldið laugardaginn 24. september kl. 19, í samstarfi við fjármögnunarfyrirtækið Ergo. Risastóru bíótjaldi verður komið fyrir á efra bílastæðaplani við verslunarmiðstöðina Smáralind þar sem tekið verður vel á móti bíó þyrstum bílstjórum og vinum þeirra. 22. september 2022 16:00
Ströggl og skerðing en býður upp á ferðalag um heiminn Á morgun verður RIFF sett í 19. skipti en stjórnandinn og upphafsmanneskja hátíðarinnar segir að myndirnar hafi aldrei verið fjölbreyttari eða meira spennandi. 28. september 2022 10:31