Pétur eftir tap í Tékklandi: „Ef þetta er virðing, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2022 19:01 Pétur á hliðarlínunni í Mosfellsbæ en hann var ekki sáttur með aðstæður í Tékklandi. Vísir/Tjörvi Týr Pétur Pétursson, þjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, var vægast sagt ósáttur með vallaraðstæður í Tékklandi þar sem lið hans féll úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Þá sendi hann Knattspyrnusambandi Íslands einnig tóninn. Leik dagsins lauk með markalausu jafntefli og því ljóst að Valur er úr leik þar sem Slavia Prag vann fyrri leik liðanna á Hlíðarenda með einu marki gegn engu. Pétur ræddi við Fótbolti.net að leik loknum og lét þar óánægju sína í garð Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og KSÍ í ljós. „Mér finnst í lagi að Knattspyrnusambandið reyni að hjálpa svo það sé hægt [að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar]. Slavia fær vikufrí til að spila þennan leik, áttu að spila á sunnudag en leiknum var frestað,“ sagði þjálfari Valsliðsins frekar ósáttur með álagið sem hefur verið á hans liði. Þann 17. september fór Valur til Vestmannaeyja og spilaði við ÍBV. Miðvikudeginum eftir það mættust Valur og Slavia Prag að Hlíðarenda. Síðasta laugardag fóru Valskonur í Mosfellsbæ og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Í dag spilaði liðið í Tékklandi og mætir svo Selfossi á heimavelli á laugardaginn kemur. „Mér finnst að það ætti að hjálpa okkur aðeins meira. Við náum ekki einu sinni æfingu fyrir leik á móti Selfossi,“ bætti Pétur við. Pétur hrósaði þó sínu liði og sagði það heilt yfir hafa verið betri aðilinn í einvíginu. Honum fannst lið sitt virka smá þreytt á köflum en sagði það hafa reynt og reynt. Að endingu fór Pétur yfir vallaraðstæður í Tékklandi. „Það stendur Respect [í. virðing] á fána hérna sem er merktum UEFA. Ef þetta er virðing, að spila á svona velli í úrslitaleik um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA. Þetta er lélegt gras og það er fáránlegt að við séum ekki að spila á alvöru velli. Á næsta ári stefnum við á að komast í riðlakeppnina,“ sagði Pétur Pétursson að endingu í viðtali sínu við Fótbolti.net. Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira
Leik dagsins lauk með markalausu jafntefli og því ljóst að Valur er úr leik þar sem Slavia Prag vann fyrri leik liðanna á Hlíðarenda með einu marki gegn engu. Pétur ræddi við Fótbolti.net að leik loknum og lét þar óánægju sína í garð Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og KSÍ í ljós. „Mér finnst í lagi að Knattspyrnusambandið reyni að hjálpa svo það sé hægt [að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar]. Slavia fær vikufrí til að spila þennan leik, áttu að spila á sunnudag en leiknum var frestað,“ sagði þjálfari Valsliðsins frekar ósáttur með álagið sem hefur verið á hans liði. Þann 17. september fór Valur til Vestmannaeyja og spilaði við ÍBV. Miðvikudeginum eftir það mættust Valur og Slavia Prag að Hlíðarenda. Síðasta laugardag fóru Valskonur í Mosfellsbæ og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn. Í dag spilaði liðið í Tékklandi og mætir svo Selfossi á heimavelli á laugardaginn kemur. „Mér finnst að það ætti að hjálpa okkur aðeins meira. Við náum ekki einu sinni æfingu fyrir leik á móti Selfossi,“ bætti Pétur við. Pétur hrósaði þó sínu liði og sagði það heilt yfir hafa verið betri aðilinn í einvíginu. Honum fannst lið sitt virka smá þreytt á köflum en sagði það hafa reynt og reynt. Að endingu fór Pétur yfir vallaraðstæður í Tékklandi. „Það stendur Respect [í. virðing] á fána hérna sem er merktum UEFA. Ef þetta er virðing, að spila á svona velli í úrslitaleik um að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar, þá er eitthvað mikið að hjá UEFA. Þetta er lélegt gras og það er fáránlegt að við séum ekki að spila á alvöru velli. Á næsta ári stefnum við á að komast í riðlakeppnina,“ sagði Pétur Pétursson að endingu í viðtali sínu við Fótbolti.net.
Fótbolti Valur Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Óvænt tap Þýskalands og Belgía skoraði sex Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Ólafur Ingi: „Sjálfum okkur verstir“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Levy hættur hjá Tottenham eftir 25 ár í starfi Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Uppgjörið: Ísland - Færeyjar 1-2 | Íslendingar í gjafastuði Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Arnar og Hákon sátu fyrir svörum Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Fundu efnið sem felldi fótboltastelpurnar í öllu gúmmíi á gervigrasi Isak í fjölmiðlafeluleik Mo Salah var ekki skemmt vegna færslu um fyrrum félaga Guðjohnsen bræður berjast um sömu stöðu en gætu spilað saman Sjá meira