Spá níundu stýrivaxtahækkuninni í röð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. september 2022 12:01 Hagfræðideild Landsbankans spáir því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig í næstu viku. VÍSIR/VILHELM Hagfræðideild Landsbankans spáir því að Seðlabanki Íslands muni hækka stýrivexti enn frekar í næstu viku. Spá hagfræðideildarinnar hljóðar upp á 0,5 prósentustiga hækkun á stýrivöxtum næstkomandi miðvikudag þegar næsta stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands verður kynnt. Gangi það eftir munu stýrivextir fara úr 5,5 prósent í sex prósent. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem fram kemur að hagfræðingar bankans telji ekki líklegt að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé lokið. Stýrivextir voru í sögulegu lágmarki í maí á síðasta ári, 0,75 prósent. Síðan þá hafa þeir farið stigvaxandi samhliða hækkandi verðbólgu. Í ágúst voru stýrivextir hækkaðir um 0,75 prósentustig, úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Var það áttunda stýrivaxtahækkunin í röð. Sú níunda er því í farvatninu miðað við spá Landsbankans. Í Hagsjánni segir að Seðlabankinn muni enn þurfa að herða aðhaldið með hækkunum vaxta til þess að koma í veg fyrir að mikil verðbólga festi sig í sessi. Verðbólga hefur farið lítillega hjaðnandi síðustu tvo mánuði og mælist ársverðbólga nú 9,3 prósent. Mest mældist hún í júlí, 9,9 prósent. „Líkur á að hámark verðbólgunnar hafi verið nú í júlí teljum við vera mjög miklar og þarf ansi margt að ganga á svo að verðbólga mælist hærri en svo á næstu mánuðum. Það sem hefur mikil áhrif á verðbólguþróunina nú um stundir er sá mikli viðsnúningur sem hefur orðið á þróun fasteignaverðs,“ segir í Hagsjánni þar sem vísað er í að kólnun hafi orðið á fasteignamarkaði að undanförnu. Þar er einnig vísað í að mikilvægt sé að peningastefnunefnd takist að draga úr verðbólguvæntingum, sem hafi tilhneigingu til að að rætast. Fjármál heimilisins Efnahagsmál Verðlag Landsbankinn Íslenskir bankar Seðlabankinn Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. 28. september 2022 09:23 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13 Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. 28. september 2022 09:23 Öfugmæli að aðgerðir Seðlabankans komi heimilunum illa Seðlabankastjóri segir að þeir sem gagnrýnt hafi aðgerðir Seðlabankans til að ná niður verðbólgu fari með öfugmælavísur. Verðbólga sé mesti óvinur þeirra verst settu í þjóðfélaginu og nú bendi margt til að aðgerðir til á ná henni niður séu farnar að virka. 28. september 2022 12:23 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Spá hagfræðideildarinnar hljóðar upp á 0,5 prósentustiga hækkun á stýrivöxtum næstkomandi miðvikudag þegar næsta stýrivaxtaákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands verður kynnt. Gangi það eftir munu stýrivextir fara úr 5,5 prósent í sex prósent. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá hagfræðideildar Landsbankans þar sem fram kemur að hagfræðingar bankans telji ekki líklegt að vaxtahækkunarferli Seðlabankans sé lokið. Stýrivextir voru í sögulegu lágmarki í maí á síðasta ári, 0,75 prósent. Síðan þá hafa þeir farið stigvaxandi samhliða hækkandi verðbólgu. Í ágúst voru stýrivextir hækkaðir um 0,75 prósentustig, úr 4,75 prósent í 5,5 prósent. Var það áttunda stýrivaxtahækkunin í röð. Sú níunda er því í farvatninu miðað við spá Landsbankans. Í Hagsjánni segir að Seðlabankinn muni enn þurfa að herða aðhaldið með hækkunum vaxta til þess að koma í veg fyrir að mikil verðbólga festi sig í sessi. Verðbólga hefur farið lítillega hjaðnandi síðustu tvo mánuði og mælist ársverðbólga nú 9,3 prósent. Mest mældist hún í júlí, 9,9 prósent. „Líkur á að hámark verðbólgunnar hafi verið nú í júlí teljum við vera mjög miklar og þarf ansi margt að ganga á svo að verðbólga mælist hærri en svo á næstu mánuðum. Það sem hefur mikil áhrif á verðbólguþróunina nú um stundir er sá mikli viðsnúningur sem hefur orðið á þróun fasteignaverðs,“ segir í Hagsjánni þar sem vísað er í að kólnun hafi orðið á fasteignamarkaði að undanförnu. Þar er einnig vísað í að mikilvægt sé að peningastefnunefnd takist að draga úr verðbólguvæntingum, sem hafi tilhneigingu til að að rætast.
Fjármál heimilisins Efnahagsmál Verðlag Landsbankinn Íslenskir bankar Seðlabankinn Neytendur Íslenska krónan Tengdar fréttir Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. 28. september 2022 09:23 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13 Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. 28. september 2022 09:23 Öfugmæli að aðgerðir Seðlabankans komi heimilunum illa Seðlabankastjóri segir að þeir sem gagnrýnt hafi aðgerðir Seðlabankans til að ná niður verðbólgu fari með öfugmælavísur. Verðbólga sé mesti óvinur þeirra verst settu í þjóðfélaginu og nú bendi margt til að aðgerðir til á ná henni niður séu farnar að virka. 28. september 2022 12:23 Mest lesið „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Viðskipti innlent Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Virða niðurstöðu Íslandsbanka Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Viðskipti innlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Sjá meira
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. 28. september 2022 09:23
Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55
Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13
Verðbólgan komin niður í 9,3 prósent Verðbólga síðustu tólf mánaða heldur áfram að minnka og mældist 9,3 prósent í september. Verð á fötum og skóm og raftækjum til heimilisnota kom helst til hækkunar en verð á flugfargjöldum til lækkunar. 28. september 2022 09:23
Öfugmæli að aðgerðir Seðlabankans komi heimilunum illa Seðlabankastjóri segir að þeir sem gagnrýnt hafi aðgerðir Seðlabankans til að ná niður verðbólgu fari með öfugmælavísur. Verðbólga sé mesti óvinur þeirra verst settu í þjóðfélaginu og nú bendi margt til að aðgerðir til á ná henni niður séu farnar að virka. 28. september 2022 12:23