Á dánarvottorði Elísabetar segir einfaldlega að hún hafi látist úr elli án þess að nánar sé greint frá því hvað dró hina öldruðu drottningu til dauða. Þar segir að hún hafi látist klukkan 15:10 þann 8. september í Balmoral-kastala í Skotlandi.
Breska ríkisútvarpið greindi frá rétt í þessu.
Fjallað var ítarlega um andlát drottningarinnar hér á Vísi daginn sem hún lést og dagana strax á eftir. Hér má sjá allar fréttir sem skrifaðar hafa verið um andlátið.