Sást til rússneskra herskipa nærri lekastaðnum í vikunni Kjartan Kjartansson skrifar 29. september 2022 14:04 Gervihnattamynd af gasi sem vellur upp úr Eystrasalti þar sem gat kom á Nord Stream-gasleiðslurnar á mánudag. AP/Planet Labs PBC Evrópskar öryggisstofnanir eru sagðar hafa fylgst með ferðum rússneskra herskipa nærri staðnum þar sem lekar komu á Nord Stream-gasleiðslurnar í Eystrasalti í vikunni. Atlantshafsbandalagið telur að um skemmdarverk hafi verið að ræða. Leki kom skyndilega á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslur sem liggja frá Rússlandi til meginlands Evrópu, á þremur stöðum undan ströndum Borgundarhólms á mánudag. Norrænir jarðskjálftamælar námu tvær sprengingar og hafa evrópskir ráðamenn talað um skemmdarverk án þess að saka Rússa beint um að hafa staðið að þeim. Sænska strandgæslan staðfesti í dag að fjórði lekinn sé kominn á leiðslurnar. Heimildarmenn CNN-fréttastöðvarinnar hjá vestrænum leyniþjónustustofnunum segja að evrópskar öryggisstofnanir hafi fylgst með ferðum birgðaskipa rússneska sjóhersins nærri gasleiðslunum þar sem þær rofnuðu á mánudag og þriðjudag. Ekki sé ljóst hvort skipin tengist lekanum en að það verði skoðað í rannsókn á lekanum. Embættismaður hjá danska hernum segir stöðinni að rússneskar skipaferðir á svæðinu séu daglegt brauð. Nærvera skipanna nú þurfi ekki að þýða að Rússar hafi unnið spellvirki á leiðslunum. Gas gæti lekið fram yfir helgi Rússnesk stjórnvöld hafa reynt að bendla Bandaríkjastjórn við lekann og meðal annars vísað til gamalla ummæla Joes Biden Bandaríkjaforseta um að hann myndi stöðva Nord Stream 2-leiðsluna ef Rússar réðust inn í Úkraínu. Leiðslan var þó aldrei tekin í notkun þar sem Þjóðverjar slitu samstarfinu við Rússa í kjölfar árásarinnar. Atlantshafsbandalagið sagðist í dag myndu svara árásum á mikilvæga innviði aðildarríkja sinna. Í yfirlýsingu bandalagsins lýsti það áhyggjum af skemmdunum á gasleiðslunum. Allt bendi til þess að um vísvitandi, glæfralegt og ábyrgðarlaust skemmdarverk hafi verið að ræða. Talsmaður Nord Stream 1 segist telja að gas hætti að leka frá leiðslunni á mánudag. Ekki sé hægt að segja til um framtíð leiðslunnar fyrr en lagt hefur verið mat á umfang skemmdanna. Rússar lokuðu leiðslunni í ágúst, að sögn vegna viðhalds. Leiðtogar Evrópusambandsins sökuðu rússnesk stjórnvöld aftur á móti um að nota gasið sem vopn gegn vesturlöndum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. 28. september 2022 14:36 Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Leki kom skyndilega á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslur sem liggja frá Rússlandi til meginlands Evrópu, á þremur stöðum undan ströndum Borgundarhólms á mánudag. Norrænir jarðskjálftamælar námu tvær sprengingar og hafa evrópskir ráðamenn talað um skemmdarverk án þess að saka Rússa beint um að hafa staðið að þeim. Sænska strandgæslan staðfesti í dag að fjórði lekinn sé kominn á leiðslurnar. Heimildarmenn CNN-fréttastöðvarinnar hjá vestrænum leyniþjónustustofnunum segja að evrópskar öryggisstofnanir hafi fylgst með ferðum birgðaskipa rússneska sjóhersins nærri gasleiðslunum þar sem þær rofnuðu á mánudag og þriðjudag. Ekki sé ljóst hvort skipin tengist lekanum en að það verði skoðað í rannsókn á lekanum. Embættismaður hjá danska hernum segir stöðinni að rússneskar skipaferðir á svæðinu séu daglegt brauð. Nærvera skipanna nú þurfi ekki að þýða að Rússar hafi unnið spellvirki á leiðslunum. Gas gæti lekið fram yfir helgi Rússnesk stjórnvöld hafa reynt að bendla Bandaríkjastjórn við lekann og meðal annars vísað til gamalla ummæla Joes Biden Bandaríkjaforseta um að hann myndi stöðva Nord Stream 2-leiðsluna ef Rússar réðust inn í Úkraínu. Leiðslan var þó aldrei tekin í notkun þar sem Þjóðverjar slitu samstarfinu við Rússa í kjölfar árásarinnar. Atlantshafsbandalagið sagðist í dag myndu svara árásum á mikilvæga innviði aðildarríkja sinna. Í yfirlýsingu bandalagsins lýsti það áhyggjum af skemmdunum á gasleiðslunum. Allt bendi til þess að um vísvitandi, glæfralegt og ábyrgðarlaust skemmdarverk hafi verið að ræða. Talsmaður Nord Stream 1 segist telja að gas hætti að leka frá leiðslunni á mánudag. Ekki sé hægt að segja til um framtíð leiðslunnar fyrr en lagt hefur verið mat á umfang skemmdanna. Rússar lokuðu leiðslunni í ágúst, að sögn vegna viðhalds. Leiðtogar Evrópusambandsins sökuðu rússnesk stjórnvöld aftur á móti um að nota gasið sem vopn gegn vesturlöndum vegna innrásar þeirra í Úkraínu.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Nord Stream-leiðslurnar í Eystrasalti Tengdar fréttir Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30 Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. 28. september 2022 14:36 Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Ein stærsta borg Austur-Kongó í höndum uppreisnarmanna Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sjá meira
Svíar fundu fjórða lekann og Rússar benda á Bandaríkjamenn Sænska landhelgisgæslan hefur fundið fjórða gaslekann á Nord Stream gasleiðslunum, samkvæmt Svenska Dagbladet. Blaðið hefur eftir talsmanni landhelgisgæslunnar að tveir af lekunum fjórum séu í sænskri lögsögu en hinir tveir eru í danskri lögsögu. 29. september 2022 07:30
Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum. 28. september 2022 14:36
Óttast loftslagsstórslys vegna gaslekans Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands. 28. september 2022 10:54
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent