Sitja sem fastast og mynda eigin hreyfingu í bæjarstjórn Snorri Másson skrifar 30. september 2022 10:54 Forystufólk Flokks fólksins fyrir norðan eins og listinn leit upphaflega út. Tinna Guðmundsdóttir, Jón Hjaltason, Brynjólfur Ingvarsson, Málfríður Þórðardóttir, Hannesína Scheving sem voru í efstu fimm sætum Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hjörleifur Hallgríms Herbertsson er ekki á myndinni og Jón Hjaltason og Brynjólfur Ingvarsson eru nú óháðir bæjar- og varabæjarfulltrúar. Flokkur fólksins Brynjólfur Ingvarsson bæjarfulltrúi á Akureyri mun sitja áfram þrátt fyrir að vera genginn úr Flokki fólksins. Það mun Jón Hjaltason varabæjarfulltrúi líka gera. Þeir hyggjast þétta raðirnar og koma af stað hreyfingu sem berst fyrir kjörum hinna verst settu. Frá því að umræða hófst fyrir tæpum þremur vikum um meinta niðrandi og framkomu karla í Flokki fólksins á Akureyri gegn flokkssystrum sínum, hefur ýmislegt verð látið flakka og ásakanir um svik og pretti gengið á bága bóga. Nú má segja að málið sé komið á endastöð - stjórn flokksins hefur sagt því lokið af sinni hálfu - og mennirnir tveir sem ásakanirnar beinast gegn eru hættir í flokknum, þeir Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason. En þeir félagar eru hvergi nærri hættir í pólitík; nú ætla þeir að sitja áfram - óháðir. „Það er niðurstaðan og við ætlum að þétta okkar raðir, við erum með okkar varamenn og þeir eru reiðubúnir og hafa verið að mæta fyrir mig. Við ætlum að reyna að fá til liðs við okkur bæði fólk sem hefur verið á listanum og hefur staðið með okkur og aðra og gera þetta að svolítilli hreyfingu sem heldur áfram að berjast fyrir kjörum fólks sem stendur höllum fæti í lífinu,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Jón mun því áfram þiggja laun sem varabæjarfulltrúi í tveimur nefndum og Brynjólfur mun þiggja laun sem bæjarfulltrúi. „Í okkar augum snýst þetta ekki um launin. Það er raunar allt annað og við erum alveg til viðræðu um að gefa þetta eftir ef þetta er allt saman dregið til baka, því þessar ásakanir eru algerlega úr lausu lofti gripnar,“ segir Jón. Þá þyrftu konurnar og flokkurinn þó að sögn Jóns að biðjast opinberlega afsökunar á ásökunum. Jón bætir því við að hann furðar sig á ákvörðun stjórnar Flokks fólksins að láta ekki verða af óháðri rannsókn á málinu, eins og til stóð. Þeir hafi lýst sig fúsa að taka fullan þátt og afhenda öll gögn en allt hafi komið fyrir ekki. Flokkur fólksins Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Úrsagnir og brottrekstur úr Flokki fólksins vegna ásakana Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fulltrúar Flokks fólksins á Akureyri hafa sagt sig úr flokknum. Einnig hefur Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni verið vikið úr flokknum. Þetta kemur í kjölfar ásakana flokksystra þeirra um hegðun mannanna gagnvart þeim en stjórn flokksins sendi frá sér tilkynningu hvað málið varðar rétt í þessu. 30. september 2022 00:06 Telur hótanir Hjörleifs settar fram í „geðshræringu og vanlíðan“ Boðað hefur verið til stjórnarfundar Flokks fólksins síðdegis til að reyna að ráða fram úr vanda flokksins sem hverfist um fulltrúa hans á Akureyri. Sjálftitlaður „guðfaðir listans“ fyrir norðan hótar meiðyrðastefnu á hendur þremur konum flokksins, formanni hans og varaformanni. 20. september 2022 12:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Frá því að umræða hófst fyrir tæpum þremur vikum um meinta niðrandi og framkomu karla í Flokki fólksins á Akureyri gegn flokkssystrum sínum, hefur ýmislegt verð látið flakka og ásakanir um svik og pretti gengið á bága bóga. Nú má segja að málið sé komið á endastöð - stjórn flokksins hefur sagt því lokið af sinni hálfu - og mennirnir tveir sem ásakanirnar beinast gegn eru hættir í flokknum, þeir Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason. En þeir félagar eru hvergi nærri hættir í pólitík; nú ætla þeir að sitja áfram - óháðir. „Það er niðurstaðan og við ætlum að þétta okkar raðir, við erum með okkar varamenn og þeir eru reiðubúnir og hafa verið að mæta fyrir mig. Við ætlum að reyna að fá til liðs við okkur bæði fólk sem hefur verið á listanum og hefur staðið með okkur og aðra og gera þetta að svolítilli hreyfingu sem heldur áfram að berjast fyrir kjörum fólks sem stendur höllum fæti í lífinu,“ segir Jón í samtali við fréttastofu. Jón mun því áfram þiggja laun sem varabæjarfulltrúi í tveimur nefndum og Brynjólfur mun þiggja laun sem bæjarfulltrúi. „Í okkar augum snýst þetta ekki um launin. Það er raunar allt annað og við erum alveg til viðræðu um að gefa þetta eftir ef þetta er allt saman dregið til baka, því þessar ásakanir eru algerlega úr lausu lofti gripnar,“ segir Jón. Þá þyrftu konurnar og flokkurinn þó að sögn Jóns að biðjast opinberlega afsökunar á ásökunum. Jón bætir því við að hann furðar sig á ákvörðun stjórnar Flokks fólksins að láta ekki verða af óháðri rannsókn á málinu, eins og til stóð. Þeir hafi lýst sig fúsa að taka fullan þátt og afhenda öll gögn en allt hafi komið fyrir ekki.
Flokkur fólksins Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Tengdar fréttir Úrsagnir og brottrekstur úr Flokki fólksins vegna ásakana Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fulltrúar Flokks fólksins á Akureyri hafa sagt sig úr flokknum. Einnig hefur Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni verið vikið úr flokknum. Þetta kemur í kjölfar ásakana flokksystra þeirra um hegðun mannanna gagnvart þeim en stjórn flokksins sendi frá sér tilkynningu hvað málið varðar rétt í þessu. 30. september 2022 00:06 Telur hótanir Hjörleifs settar fram í „geðshræringu og vanlíðan“ Boðað hefur verið til stjórnarfundar Flokks fólksins síðdegis til að reyna að ráða fram úr vanda flokksins sem hverfist um fulltrúa hans á Akureyri. Sjálftitlaður „guðfaðir listans“ fyrir norðan hótar meiðyrðastefnu á hendur þremur konum flokksins, formanni hans og varaformanni. 20. september 2022 12:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Úrsagnir og brottrekstur úr Flokki fólksins vegna ásakana Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fulltrúar Flokks fólksins á Akureyri hafa sagt sig úr flokknum. Einnig hefur Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni verið vikið úr flokknum. Þetta kemur í kjölfar ásakana flokksystra þeirra um hegðun mannanna gagnvart þeim en stjórn flokksins sendi frá sér tilkynningu hvað málið varðar rétt í þessu. 30. september 2022 00:06
Telur hótanir Hjörleifs settar fram í „geðshræringu og vanlíðan“ Boðað hefur verið til stjórnarfundar Flokks fólksins síðdegis til að reyna að ráða fram úr vanda flokksins sem hverfist um fulltrúa hans á Akureyri. Sjálftitlaður „guðfaðir listans“ fyrir norðan hótar meiðyrðastefnu á hendur þremur konum flokksins, formanni hans og varaformanni. 20. september 2022 12:13
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent