Ítrekaði tuga milljóna bótakröfu fjölskyldu Armandos Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. september 2022 11:08 Þórönnu Helgu voru dæmdar rúmar þrjátíu milljónir króna í miska- og skaðabætur í héraði. Vísir Réttargæslumaður fjölskyldu Armando Beqirai, fjölskylduföður sem var skotinn til bana fyrir utan heimili hans í Rauðagerði í febrúar í fyrra, ítrekaði kröfur fjölskyldunnar um miska- og skaðabætur fyrir Landsrétti í dag. Síðasti dagur aðalmeðferðar í málinu fer fram fyrir dómnum í dag og hefur Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem sækir málið, þegar lokið málflutningi sínum. Guðmundur St. Ragnarsson, er réttargæslumaður fjölskyldunnar: Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armandos, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos. Fjölskyldan fer fram á tæpar 70 milljónir króna alls í bætur frá sakborningunum fjórum. Ýmist er um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. Krafist er fimm milljóna króna í miskabætur til handa Þórönnu auk 26 milljóna króna vegna missis á framfærslu. Krafist er fimm milljóna í miskabætur til handa ungs sonar Armando og sjö milljóna vegna framfærslu missis sonarins. Þá er gerð krafa um fimm milljónir í miskabætur og átta vegna missis á framfærslu fyrir nýfædda dóttur þeirra. Þá er sömuleiðis gerð krafa um fimm milljóna króna bótagreiðslu fyrir föður Armando annars vegar og móður hins vegar. Fram kom í máli Guðmundar réttargæslumanns að skyndilegt fráfall Armandos hafi haft veruleg áhrif á son þeirra Þórönnu, sem var sextán mánaða gamall þegar faðir hans var myrtur. Hann hafi verið sviptur þeim rétti að fá að alast upp með föður sínum. Þetta muni án efa hafa með sér stórfelldan miska og verulegt tjón sem muni hafa alvarleg áhrif á allt hans æviskeið. Dóttir þeirra hjóna kom í heiminn í lok maí. Með morðinu hafi hún verið svipt þeim grundvallarrétti að fá að kynnast og alast upp með föður sínum. Það muni fela í sér gífurlegan miska og verulegt tjón fyrir stúlkuna. Var dæmdur til að greiða 58 milljónir í bætur Fjögur eru ákærð fyrir morðið á Armando, Angjelin Sterkaj sem var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraði og hefur játað morðið. Þá eru Shpetim Qerimi, Claudia Carvalho og Murat Selivrada ákærð fyrir samverknað, hvert fyrir sinn þátt, en voru öll sýknuð í héraði. Ríkissaksóknari hefur farið fram á að dómur yfir Angjelin verði þyngdur og þremenningarnir sakfelld fyrir samverknað, eða hlutdeild til vara. Angjelin var dæmdur í október í fyrra til að greiða Þórönnu Helgu fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Þá var hann dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos sjö milljónir króna vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Angjelin var dæmdur til að greiða Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armandos, fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Var hann einnig dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos 7 milljónir vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Angjelin var dæmdur til að greiða nýfæddri dóttur þeirra þrjár milljónir króna í miskabætur og rétt tæpar átta milljónir vegna missis framfærslu. Þá hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum Armandos hvoru um sig þrjár milljónir í miskabætur. Hann var einnig dæmdur til að greiða fyrir málsóknarlaun allra verjenda og réttargæslumanns. Rætt var við Þórönnu Helgu í Kompás nokkrum vikum eftir morðið. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04 Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45 Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Síðasti dagur aðalmeðferðar í málinu fer fram fyrir dómnum í dag og hefur Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari, sem sækir málið, þegar lokið málflutningi sínum. Guðmundur St. Ragnarsson, er réttargæslumaður fjölskyldunnar: Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armandos, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos. Fjölskyldan fer fram á tæpar 70 milljónir króna alls í bætur frá sakborningunum fjórum. Ýmist er um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. Krafist er fimm milljóna króna í miskabætur til handa Þórönnu auk 26 milljóna króna vegna missis á framfærslu. Krafist er fimm milljóna í miskabætur til handa ungs sonar Armando og sjö milljóna vegna framfærslu missis sonarins. Þá er gerð krafa um fimm milljónir í miskabætur og átta vegna missis á framfærslu fyrir nýfædda dóttur þeirra. Þá er sömuleiðis gerð krafa um fimm milljóna króna bótagreiðslu fyrir föður Armando annars vegar og móður hins vegar. Fram kom í máli Guðmundar réttargæslumanns að skyndilegt fráfall Armandos hafi haft veruleg áhrif á son þeirra Þórönnu, sem var sextán mánaða gamall þegar faðir hans var myrtur. Hann hafi verið sviptur þeim rétti að fá að alast upp með föður sínum. Þetta muni án efa hafa með sér stórfelldan miska og verulegt tjón sem muni hafa alvarleg áhrif á allt hans æviskeið. Dóttir þeirra hjóna kom í heiminn í lok maí. Með morðinu hafi hún verið svipt þeim grundvallarrétti að fá að kynnast og alast upp með föður sínum. Það muni fela í sér gífurlegan miska og verulegt tjón fyrir stúlkuna. Var dæmdur til að greiða 58 milljónir í bætur Fjögur eru ákærð fyrir morðið á Armando, Angjelin Sterkaj sem var dæmdur í sextán ára fangelsi í héraði og hefur játað morðið. Þá eru Shpetim Qerimi, Claudia Carvalho og Murat Selivrada ákærð fyrir samverknað, hvert fyrir sinn þátt, en voru öll sýknuð í héraði. Ríkissaksóknari hefur farið fram á að dómur yfir Angjelin verði þyngdur og þremenningarnir sakfelld fyrir samverknað, eða hlutdeild til vara. Angjelin var dæmdur í október í fyrra til að greiða Þórönnu Helgu fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Þá var hann dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos sjö milljónir króna vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Angjelin var dæmdur til að greiða Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armandos, fjórar milljónir króna í miskabætur, 27 milljónir vegna missis framfærslu og rúm 500 þúsund vegna útfarar. Var hann einnig dæmdur til að greiða syni þeirra Þórönnu og Armandos 7 milljónir vegna missis framfærslu og þrjár milljónir í miskabætur. Angjelin var dæmdur til að greiða nýfæddri dóttur þeirra þrjár milljónir króna í miskabætur og rétt tæpar átta milljónir vegna missis framfærslu. Þá hefur hann verið dæmdur til að greiða foreldrum Armandos hvoru um sig þrjár milljónir í miskabætur. Hann var einnig dæmdur til að greiða fyrir málsóknarlaun allra verjenda og réttargæslumanns. Rætt var við Þórönnu Helgu í Kompás nokkrum vikum eftir morðið.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04 Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45 Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Sjá meira
Segir Murat hafa ítrekað breytt framburði sínum og verulega ótrúverðugan Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu fer fram í Landsrétti í dag. Að deginum loknum munu dómarar hafa mánuð til að ákvarða hvort Murat Selivrada, Shpetim Qerimi og Claudia Carvalho hafi gerst sek um samverknað í morðinu á Armando Beqirai í febrúar 2021. 30. september 2022 10:04
Sýndu tveggja tíma þögult myndband í Rauðagerðismálinu Aðalmeðferð í Rauðagerðismálinu svokallaða hófst í Landsrétti í dag. Málsmeðferðin hófst á sýningu tveggja klukkustunda langs myndbands, þar sem fylgst er með aðilum máls á ferð þeirra kvöldið sem Armando Beqirai var ráðinn bani. 28. september 2022 13:45
Krefjast þyngri refsingar fyrir morðið í Rauðagerði Ríkissaksóknari fer fram á að dómurinn yfir Angjelin Sterkaj í Rauðagerðismálinu verði þyngdur. Angjelin var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir morðið á Armando Beqirai í Rauðagerði í febrúar 2021. 28. september 2022 11:25