Getur ekki séð að áhætta fylgi rafbyssunotkun lögreglu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 30. september 2022 13:57 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segist treysta lögreglu til þess að nota rafbyssur af ábyrgð. Hann segir aukna hörku kalla á betri varnir lögregluþjóna. Til skoðunar er að útvega lögreglu rafbyssur og segist Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gera ráð fyrir að það verði í fyrstu nokkurs konar tilraunaverkefni á meðan lögregla „fetar sig inn í þann raunveruleika.“ Hann segir reynslu annarra þjóða til sérstakrar skoðunar og telur ljóst að rafbyssur séu til þess fallnar að draga úr slysum meðal lögreglumanna. „Við sjáum það á útköllum sérsveitarinnar, þar sem vopn koma við sögu, að þeim hefur fjölgað allt of mikið,“ segir Jón. „Við megum aldrei gleyma þvi að lögreglumenn eru bara fólk eins og við, sem eiga sína fjölskyldu, sem vill fá sitt fólk heilt heim. Það hefur verið of mikið um meiðsli hjá lögreglumönnum við störf og menn eru að tapa mörgum vinnustundum. Þetta er skref sem hefur verið talið hógvært en er til þess fallið að styrkja varnir lögreglunnar,“ segir Jón aðspurður um þörfina fyrir rafbyssur. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að styrkja varnir lögregluþjóna.Vísir/Vilhelm Telurðu að einhver áhætta fylgi þessu? „Ég hef nú fengið kynningar á þessu hjá þeim sem betur þekkja til og ég get ekki séð að það fylgi þessu áhætta. Almennt sýna þau gögn sem ég hef séð að reynslan af þessu er mjög góð þar sem þetta hefur verið notað. Þá er ég að vitna til okkar svæðis og lögregluyfirvalda á Norðurlöndum.“ Hefurðu ekki áhyggjur af því að of mikilli hörku verði beitt? „Ég treysti lögreglu alveg til þess að vera með mjög skýrar verklagsreglur um þetta og nú eru menn komnir með búkmyndavélar þar sem er hægt að fá upplýsingar ef ágreiningsmál koma upp. Ég treysti lögreglunni til þess að stíga þetta skref af festu og ábyrgð.“ Jón segir ekki liggja fyrir hvenær rafbyssur verða teknar í notkun. Nokkur kostnaður fylgi kaupunum og eftir eigi að skoða hvernig það passi inn í rekstur lögreglunnar. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira
Til skoðunar er að útvega lögreglu rafbyssur og segist Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra gera ráð fyrir að það verði í fyrstu nokkurs konar tilraunaverkefni á meðan lögregla „fetar sig inn í þann raunveruleika.“ Hann segir reynslu annarra þjóða til sérstakrar skoðunar og telur ljóst að rafbyssur séu til þess fallnar að draga úr slysum meðal lögreglumanna. „Við sjáum það á útköllum sérsveitarinnar, þar sem vopn koma við sögu, að þeim hefur fjölgað allt of mikið,“ segir Jón. „Við megum aldrei gleyma þvi að lögreglumenn eru bara fólk eins og við, sem eiga sína fjölskyldu, sem vill fá sitt fólk heilt heim. Það hefur verið of mikið um meiðsli hjá lögreglumönnum við störf og menn eru að tapa mörgum vinnustundum. Þetta er skref sem hefur verið talið hógvært en er til þess fallið að styrkja varnir lögreglunnar,“ segir Jón aðspurður um þörfina fyrir rafbyssur. Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að styrkja varnir lögregluþjóna.Vísir/Vilhelm Telurðu að einhver áhætta fylgi þessu? „Ég hef nú fengið kynningar á þessu hjá þeim sem betur þekkja til og ég get ekki séð að það fylgi þessu áhætta. Almennt sýna þau gögn sem ég hef séð að reynslan af þessu er mjög góð þar sem þetta hefur verið notað. Þá er ég að vitna til okkar svæðis og lögregluyfirvalda á Norðurlöndum.“ Hefurðu ekki áhyggjur af því að of mikilli hörku verði beitt? „Ég treysti lögreglu alveg til þess að vera með mjög skýrar verklagsreglur um þetta og nú eru menn komnir með búkmyndavélar þar sem er hægt að fá upplýsingar ef ágreiningsmál koma upp. Ég treysti lögreglunni til þess að stíga þetta skref af festu og ábyrgð.“ Jón segir ekki liggja fyrir hvenær rafbyssur verða teknar í notkun. Nokkur kostnaður fylgi kaupunum og eftir eigi að skoða hvernig það passi inn í rekstur lögreglunnar.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Fleiri fréttir Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Sjá meira